Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Um Nínukot / Tryggingar
20.1.2020 : 9:32 : +0000

CareMed tryggingar

Ferðatrygging er einn mikilvægasti hluti ferðarinnar. Nínukot býður tryggingar hjá CareMed sem er einn stærsti miðlari trygginga fyrir work & travel verkefni í heiminum.

 

Tryggingar eru nauðsynlegar ef t.d. slys eða veikindi verða, farangri er stolið eða eigur annarra skemmdar. Með góðum tryggingum dregur úr áfalli og áhyggjum sem tengjast kostnaði við slysið, þjófnaðinn eða óhappið. Því skiptir miklu að tryggingamálin séu á hreinu áður en lagt er í hann.

Við bjóðum CareMed tryggingarnar. Helstu kostir CareMed eru að þær gilda um allan heim, og boðið er upp á bæði almenna ferðatryggingu sem og víðtæka tryggingu með ferða-, slysa, farangurs- og ábyrgðartryggingu í einum pakka.

 

Að sjálfsögðu er boðið upp á neyðarþjónustu 24 tíma á sólarhring hjá CareMed og Nínukoti.

Vinsamlegast athugaðu: Ef þú ákveður að kaupa ekki tryggingu af Nínukoti, verður þú að kaupa tryggingu hjá öðru fyrirtæki.  Ekki er hægt að taka þátt í verkefnum á vegum Nínukots og samstarfsaðila án þess að vera með ferða-, ábyrgðar- og heilbrigðistryggingu. Tryggingar eru í sumum tilfellum innifaldar í verkefnagjaldi og þá er það tekið fram í innihaldi verkefna.  Þeir sem eru að fara til Evrópu geta sótt um Evrópska sjúkratryggingarkortið á www.sjukra.is sér að kostnaðarlausu. Evrópska sjúkratryggingarkortið tryggir þig fyrir óvæntum sjúkrakostnaði í Evrópu.