Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Um Nínukot / Reglur og skilmálar
29.1.2020 : 18:19 : +0000

Reglur og skilmálar

Greiðsluskilmálar:

 • Hægt er að staðfesta skráningu með því að greiða skráningargjald.
  • Skráningargjaldið er aldrei endurgreitt nema Nínukot eða samstarfsaðilar Nínukots hafni umsókn eða ekki er hægt að staðfesta starf, nám eða verkefni. Ef starf, nám eða verkefni hefur ekki verið staðfest mánuði eftir áætlaða brottför umsækjanda getur hann ákveðið að halda umsókn sinni opinni eða að draga umsókn sína tilbaka og fá staðfestingargjald endurgreitt. Nínukot tekur tillit til skyndilegra veikinda þátttakanda eftir að umsóknarferlið hefst, þá þarf að skila inn læknisvottorði. Hægt er að biðja um endugreiðslu skráningargjalds innan árs frá greiðsludegi ef fyrrgreind atriði eiga við.
  • Óafturkræft skráningargjald er hægt að nota innan eins árs frá greiðsludegi upp í önnur verkefni.
 • Hægt er að greiða verkefnið með kreditkortum (Visa eða MasterCard) eða staðgreiða.  Við bjóðum einnig upp á möguleikann á að dreifa greiðslum á kreditkort, en fullnaðargreiðsla verður að hafa farið fram 4 vikum fyrir brottför. 
 • Greiða þarf 20% af verkefnagjaldi eftir að búið er að staðfesta umsókn/pláss í sjálfboðaverkefnum. 
 • Lokagreiðsla fer fram að fullu 4 vikum fyrir brottför. Ef starf hefur ekki verið staðfest 4 vikum fyrir brottför þá fer lokagreiðsla fram um leið og starf er fundið og staðfest af þátttakanda.
 • Allar greiðslur t.d. vegna trygginga verður að vera búið að greiða áður en þátttakandi heldur utan.
 • Nínukot eða samstarfsaðilar Nínukots bera ekki ábyrgð á því ef umsókn um vegabréfsáritun er hafnað. 

Endurgreiðsla verkefnagjalds:

 • Dragi umsækjandi umsókn tilbaka eftir að hafa undirritað samning um vinnu þá endurgreiðist allt nema 20% af verkefnagjaldi. 
 • Skráningar- og umsóknargjöld eru óendurkræf nema Nínukot eða samstarfsaðilar Nínukots hafni umsókn eða ekki er hægt að staðfesta starf eða verkefni. Óafturkræft skráningargjald er hægt að nota innan eins árs upp í önnur verkefni.
 • Þurfi umsækjandi að hætta við vegna veikinda, verður hann að leggja fram læknisvottorð og fær þá endurgreitt í samráði við samstarfsaðila Nínukots ytra.
 • Í þeim tilfellum þar sem reglur samstarfsaðila um endurgreiðslu eru frábrugnar reglum Nínukots, gildir regla samstarfsaðila.

Reglur og skuldbindingar:

 • Með undirritun umsóknar og greiðslu verkefnisins skuldbinda þátttakendur sig til að fara eftir reglum viðkomandi verkefnis.
 • Þátttaka í verkefnum á vegum Nínukots og samstarfsaðila er háð leyfi og eftirliti stjórnvalda í einstökum löndum.  Því verða þátttakendur að fara eftir lögum og reglum viðkomandi landa.
 • Samstarfsaðilar okkar gera samkomulag við skóla, atvinnurekendur, stofnanir og fjölskyldur sem taka við þátttakendum í verkefnum okkar.  Því verða allir hlutaðeigandi að hlýta gildandi reglum.
 • Vinnutími, vinnuskylda og aðbúnaður á að vera í samræmi við gildandi lög og reglur í viðkomandi landi.
 • Þátttakendur verða að sinna starfi og námi af samviskusemi, mæta á réttum tíma og fara eftir reglum verkefnisins, heimilisins og vinnuveitanda.
 • Agaleysi, óregla og óstundvísi getur leitt til brottrekstrar.
 • Samstarfsaðilar hafa rétt á að vísa þátttakendum úr verkefninu hafi viðkomandi brotið reglur eða ekki sinnt starfinu sem skyldi.
 • Óski þátttakandi eftir framlengingu verður að semja um það sérstaklega við erlenda samstarfsaðila Nínukots.
 • Ef þátttakandi þarf að hætta í verkefninu vegna veikinda eða slyss á þátttakandinn ekki rétt á endurgreiðslu nema annað sé tekið fram.
 • Í þeim tilfellum þar sem reglur samstarfsaðila eru frábrugnar reglum Nínukots, gilda reglur samstarfsaðila.

Ágreiningur/óánægja:

 • Þátttakendur skuldbinda sig til að reyna að leysa úr ágreiningi eða vandamálum með því að koma þeim fyrst á framfæri við kennara/yfirmann/fjölskyldu í dvalarlandinu við fyrsta mögulega tækifæri.  Ef ekki gengur að leysa málin á þann máta, skal strax hafa samband við samstarfsaðila Nínukots sem hefur yfirstjórn og eftirlit með verkefninu í viðkomandi landi.
 • Ef þátttakandi hættir í verkefninu án þess að hafa komið kvörtunum sínum á framfæri á ofangreindan máta, fyrirgerir hann rétti sínum til nýs starfs.
 • Yfirgefi þátttakandi verkefnið áður en því lýkur á hann ekki rétt á endurgreiðslu.
 • Nínukot og samstarfsaðilar geta ekki tekið á ágreiningi og deilum nema þátttakendur hafi fyrst reynt að leysa málin á ofangreindan máta.
 • Greina þarf frá umkvörtunum skriflega (tölvupósti, bréfi eða faxi) og áður en verkefninu lýkur.
 • Í þeim tilfellum þar sem reglur samstarfsaðila eru frábrugnar reglum Nínukots, gildir reglan sem gengur lengra.