Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna
24.1.2020 : 2:34 : +0000

Sjálboðaferðamennska - Volunteer Tourism

Sjálfboðastarf - ábyrgð - sjálfbærni

Sjálfboðaliðaferðamennska eða “ Volunteertourism” eins og þessi tegund
ferðamennsku er oftast kölluð er í stuttu máli skilgreind sem frí þar
sem þú gefur til baka til landsins, sem þú ert að heimsækja. Þú leggur
að mörkum annað hvort til samfélagsþróunar eða náttúru og
umhverfisverndar.

 

Flug og tryggingar

Flug og tryggingar eru ekki innifaldar í verkefnum Nínukots.  Þú getur bókað þitt eigið flug eða beðið okkur um að aðstoða þig.  Við bjóðum upp á mjög góðar ferðatryggingar frá CareMed.  Sjá nánar...

           SENDA FYRIRSPURN

Sjálfboðavinna

Hvað er sjálfboðaferðamennska?

Sjálfboðaferðamennska eða það sem nefnt er á ensku "Volunteer Tourism" er ört vaxandi. Fólk þyrstir í að kynnast nýjum menningarheimum, nýjum lífsháttum og um leið að leggja sitt að mörkum til góðra málefna. Víða um heim er þörf á viðbótaraðstoð við hin ýmsu verkefni auk þess sem að þessi tegund af ferðamennsku gerir fólki kleift að dvelja lengur í landinu, sem er heimsótt í stað þess að vera “bara venjulegur ferðamaður” sem rennur í gegn á stuttum tíma.

 

“Volunteer Tourism” felur í sér nýja stefnu af ábyrgri ferðamennsku þar sem ferðamenn taka upplýstar  og ábyrgar ákvarðanir og skipuleggja ferðir, sem hafa ekki neikvæð áhrif á þjóðfélagið eða landið, sem verið er að heimsækja. Því er mikilvægt þegar ákvörðun er tekin um að gerast sjálfboðaliði að velja skipuleggjendur eða samtök sem hafa sannað sig í að ástunda sjálfbærni og ábyrgð, bæði hugmyndafræðilega og heimspekilega. Þetta á við um vinnu þeirra með heimafólki, náttúrunni og sjálfboðaliðunum sjálfum.

 

Hver konar verkefnum er verið að vinna að?

Megin hugsjón og rauði þráðurinn með “Volunteer Tourism” er að vinna að ýmsum samfélags-legum verkefnum. Fer það þá oftast eftir efnahagslegri stöðu landa hvaða verkefni eru brýn eða mest þörf á að fá aðstoð við og eru samfélaginu sem heild til góða. Verkefnin eru án hagnaðarsjónarmiða, sem þýðir að sjálboðaliðar starfa ekki þar sem keppt er á markaði. Alltaf er leiðarljósið að þau störf sem sjálfboðaliðar vinna að séu ekki atvinnutakandi, að þau hjálpi samfélagi að þróast og verða betra fyrir íbúana og að á þann hátt verði efnahagslegur ábati fyrir samfélagið.

 

Því takmarkast sjáflboðastörf við ákveðin málefni eða verkefni, sem taka ekki vinnu af neinum, sem annars væri greidd. Verkefnin geta verið mannúðarstörf í fátækum ríkjum eins og að aðstoða við kennslu í allt of oft yfirfullum og illa búnum skólum, aðstoða við heimanám, við íþróttir, í félagsmiðstöðum sem halda börnum eftir skóla frá götunum og í uppbyggilegu starfi, í leikskólum eða barnaheimilum sem oft gegna því hlutverki að ná til fátækra barna til að þau fái mat, að fylgst sé með heilbrigði þeirra og þau fái örvun til þroska, við heilsugæslu, svo sem að aðstoða við að sinna AIDS smituðum, hjálpa til við heilbrigðiseftirlit fátækra eða aðstoða við herferð til að fræða t.d. um hreinlæti og smitleiðir, að sinna öldruðum, sem oft vilja verða út undan félagslega, við náttúru og umhverfisvernd og við dýravernd, en margar dýrategundir eru í stórkostlegri útrýmingarhættu.

 

Af hverju verkefnagjald?

Með verkefnagjaldi greiðir þú fyrir fæði og húsnæði þitt, laun til þeirra sem skipuleggja og halda utan um framkvæmd sjálfboðastarfsins, stuðning fyrir þig og utanumhald á meðan á dvöl stendur og fjárframlag til verkefnisins. Einmitt vegna þeirra mörgu sem vilja koma og leggja sitt að mörkum er hægt að vinna að hinum ýmsu brýnu verkefnum sem annars væru ekki framkvæmanleg.

 

Á þennan hátt verður þátttaka þín sem sjálfboðalið til ábata fyrir þig sem færð tækifæri til að kynnast nýju landi og þjóð og um leið að láta gott af þér leiða fyrir samfélagið, sem þú heimsækir.