Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Zambía / Verndun ljóna
27.1.2020 : 6:32 : +0000

Vinnu- og frítími

Vinnutími: Mismunandi eftir verkefnum, en almennt frá 4 til 8 klst á dag.

Frítími: Yfirleitt tveir dagar á viku.

Fæði og uppihald: Innifalið eru þrjár máltíðir á dag.  Hádegis- og kvöldmatur er eldaður í sjálfboðaliðabúðunum.  Morgunmat bjargar hver og einn sér með sjálfur (kornflögur/hafragrautur, ristað brauð m/ te og kaffi er í boði).

Húsnæði: Gist er í einföldum en notalegum bústöðum í öruggu umhverfi.  Á staðnum er kokkur, auk þess eru regluleg herbergisþrif og svo þvottaaðstaða.

 

Verð í ÍSK?

Hægt er að reikna út verð í íslenskum krónum með því að fletta upp genginu á www.islandsbanki.is 

Verð á vefnum eru í evrum, pundum eða dollurum.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 561 2700 eða senda tölvupóst.

Um vinnuna

Ljónavernd í Livingstone, Zambia

Með sjálfboðastarfi færðu tækifæri til að læra meira um sögu, menningu og dýralíf landsins, sem þú ert að heimsækja og um leið leggur þú hönd á plóginn við verkefni, sem skipta samfélagið máli.

Í þessu verkefni muntu vinna í Mosi-oa-Tunya National Park, Dambwa verndarsvæðinu og í dreifbýlinu í kring. Þú getur aðstoðað við öll svið innan verkefnisins eða valið að meirihluta ákveðið svið, sem þér finnst mest spennandi.

Þú munt taka þátt í verndun ljóna, rannsóknum á umhverfi og dýrum og að aðstoða í skólum dreifbýlisins á margvíslegan hátt. 

Ómissandi þáttur verndunarstarfsins er að vinna með samfélaginu, sem vonandi mun skila sér sem hvatning til heimamanna um mikilvægi þess að vernda villt dýralíf, sem umlykur umhverfi þess allt um kring.

Markverð tilraun til að fjölga ljónum með endurhæfingu var fyrst sett í gang árið 2006. Tilrauninni var ætlað að vera viðbót við önnur verndarverkefni ljóna, en sem höfðu ekki skilað markverðum árangri þar sem afrískum ljónum fækkar stöðugt.

Tilraunin skiptist í 3 stig. Fyrsta stigið í ferlinum er að þjálfa ljónaunga til að veiða sér til matar, annað stigið er að sleppa þeim undir eftirliti á afgirt landsvæði svo þau stofni sína eigin hjörð, pari sig og eignist unga og þriðja stigið er að þeirra ljónaungum sé sleppt frjálsum út á víðáttur Afríku. Í gegnum þessi stig er stefnt að því að rækta upp heilbrigða, sterka arfbera, sem mun verða ómetanlegt veganesti fyrir hina frjálsbornu unga til að komast af og flytja erfðaefni sín áfram til komandi kynslóða.

Fyrsta stigið. Ljónynjur fæða unga sem eru fyrstu vikurnar hjá þeim svo þeir fái næringarríka broddmjólkina. Mæðurnar eru í haldi og hafa því ekki þá kunnáttu sem þarf til að komast af í villtri náttúrunni og geta þar af leiðandi heldur ekki kennt afkvæmum sínum að veiða eða verja sig úti í náttúrunni. Því eru ungarnir teknir nokkurra vikna af mæðrum sínum og þjálfaðir til veiða af ljónaþjálfurum svo síðar sé hægt að sleppa þeim lausum út í náttúrulegt umhverfi. Þessu markmiði er náð með mismunandi aðferðum og þar á meðal að fara með ungana í göngutúra. Þróun náttúrulegs eðlis unganna er alltaf haft í forgrunni. Um 18 mánaða aldur hafa þeir náð þeirri færni að geta veitt litla antilópu.

Annað stigið. Þegar ljónaungunum er svo sleppt fá þau tækifæri til að þróa sína eigin náttúrulegu hjörð á afgirtu landi, sem er nægilega stórt fyrir þau. Þau hafa nægilega mikla bráð inni á landinu svo þau geti veitt sér til matar. Þannig er útbúið náttúrulegt umhverfi. Öllum samskiptum við manninn er hætt. En áfram er fylgst með framförum þeirra. Fram að þessu hefur tveimur hjörðum verið sleppt og hafa þær þegar eignast unga.

3. stigið. Í afgirt land, Dambwa var hjörð sleppt árið 2010. Þau ljón hafa dafnað vel og eignast unga. Þeir ungar hafa engin samskipti haft við manninn og verður sleppt út í víðáttur Afríku þegar þau er búin að ná tilsettum aldri. Þetta er þriðja stigið og jafnframt lokamarkmiðið í ferlinu.

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni gætir þú m.a. verið að gera eitthvað af eftirfarandi:

 • Aðstoða við gagnasöfnun um ljónahjörð, sem hefur verið sleppt.
 • Aðstoða við að annast ljón í haldi og þau sem bíða eftir að verða sleppt.
 • Hreinsa gerði ljóna. Ljón eru ekki þau hreinlegustu svo til að tryggt sé að þau séu heilbrigð er nauðsynlegt að umhverfi þeirra sé vel þrifið. Svo þá er bara að moka…
 • Fóðra ljónin. Það þarf að skera kjöt fyrir þau. Kjötið er blóðugt og því getur þetta verið bæði óþægileg sjón og lykt.
 • Endurhæfa ljón. Endurhæfingin byrjar með að ljónaungar eru teknir út í náttúrlegt umhverfi sitt svo þau fái nauðsynlega þekkingu til að veiða og komast af á eigin spýtur. Þetta gerði hjörðin í Dambwa áður en henni var sleppt. Göngutúrar með ljónaungunum eru farnir í nokkurra km fjarlægð í Victoria Falls. Þú getur valið að fara dagsferð eða vera í viku eða lengur á meðan á verkefninu í Livingstone stendur eða þegar því er lokið.
 • Þú gætir verið þátttakandi í eftirlitsverkefni með árstíðabundnum fjölda fíla (apr.-sept.) með áherslu á vistkerfinu og árekstra við dreifbýlissamfélögin.
 • Aðstoða við að meta ástand skógsins í Dambwa og að gróðursetja ný tré.
 • Að safna, greina og skrá skordýr og fugla.
 • Að leita og fjarlægja gildrur veiðiþjófa eða fjarlægja óvinaplöntur.
 • Hreinsa svæði fyrir girðingu utan um nýtt land til að sleppa ljónum á.
 • Aðstoða kennara við að skipuleggja kennslu.
 • Veitt nemendum meiri einstaklingsaðstoð
 • Skipulagt og leitt kennslu á margvíslegum námssviðum nemenda á forskólaaldri til útskriftaldurs.
 • Að hjálpa við að útbúa kennslugögn.
 • Aðstoða og leiða ýmis námsskeið eins og í lestri, stærðfræði, næringafræði, lífsleikni eða náttúruvernd.


Innihald

Hvað er innifalið? 

Eftirfarandi er innifalið í Sjálfboðavinna Zambía:

 • Handbók Nínukots
 • Tekið á móti og hjálpað áleiðis frá Livingstone flugvellinum til gististaðar
 • Orientation til að kynna land og þjóð
 • Sjálfboðavinna að eigin vali
 • Ferðir á milli verkefna
 • Tengiliður á meðan á dvöl stendur
 • Fæði og húsnæði á meðan á dvöl stendur, þvottar og herbergisþrif
 • Ótakmarkað kaffi, te og safi

Ekki innifalið:

 • Flug til/frá Livingstone, Zambíu
 • Símtöl og aðgangur að internetinu
 • Vegabréfsáritanir
 • Bólusetningar
 • Ferðatrygging
 • Skoðunarferðir


Verð

Skráningargjald 20.000 ÍSK

Í verkefninu er hægt að dvelja í 2 - 12 vikur.

Sjálfboðavinna Zambía, Livingstone: Ljón og samfélagsleg verkefni 2v GBP 1102 (155.658 ISK), 3v GBP 1398 (197.468 ISK), 4v GBP 1695 (239.419 ISK)

(Gengisútreikningur miðast við sölugengi Íslandsbanka 06.01.2018, GBP = 141,25 ISK)


Ertu með spurningar eða viltu skrá þig? Við aðstoðum þig með ánægju.