Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Suður Afríka / Um vinnuna
18.11.2019 : 18:52 : +0000

Vinnu- og frítími

Vinnutími: Mismunandi eftir verkefnum, en almennt frá 4 til 8 klst á dag.

Frítími: Yfirleitt tveir dagar á viku.

Fæði og uppihald: 3 máltíðir á dag nema um helgar. Sjálfboðaliðar sjá sjálfir um að fá sér morgunmat sinn.

Húsnæði: Búið er í fullbúnu, öruggu húsi í bóhemsku úthverfi sem er staðsett í Observatory í 10 mínútna aksturfjarlægð frá miðbæ Cape Town. Í húsinu er kokkur og ráðskona sem sér um þvotta og þrif. Rúm eru uppbúin, en koma þarf með sitt eigið handklæði. Öryggishólf er til staðar.

Nettenging: Aðgangur er að internetinu gegn vægu gjaldi.

 

 

 

 

Um vinnuna

Sjálfboðavinna, sem er í boði í Cape Town, Suður - Afríku er annars vegar að vinna í dýraathvarfi og hins vegar við mannúðarstörf, þar sem þú færð tækifæri til að hanna þitt eigið verkefni.

 

Dvöl þín hefst með orientation í Cape Town þar sem þú færð kynningu á borginni og umhverfi hennar, nánari upplýsingar um einstök verkefni og færð að sjá hvar þau eru.  Áhersla er lögð á að kynna þér vel aðstæður og skipuleggja starfið næstu vikurnar.

  • Dýraathvarf. Árið 1999, var í útjaðri Höfðaborgar eða Cape Town stofnað athvarf fyrir umkomulaus dýr af áhugafólki um dýravernd. Markmiðið með starfssemi athvarfsins er að finna, hlynna að og hjálpa til heilsu flækings hundum og köttum. Sum þessara dýra hafa týnst frá eigendum sínum, en önnur eru yfirgefin og heimilislaus. Dýrin eru í mjög misjöfnu ástandi þegar þau finnast, sum eru heilbrigð, en önnur sjúk eða særð. Auk hunda og katta er einnig tekið á móti öðrum dýrategundum og hjúkrað til heilsu. Af mikilli eljusemi hefur tekist að stækka og efla starfssemina og er það ekki síst sjálfboðaliðum að þakka vegna fjárframlags þeirra og vinnu. Nú hefur sá áfangi náðst að athvarfið hefur eignast 10 ekru landssvæði þar sem hægt er að bjóða dýrunum upp á örugga og góða aðhlynningu. Öllum er reynt að bjarga, og hlúa að af umhyggju og svo ýmist skila til eigenda sinna eða finna þeim ný og góð heimili. Sem sjálfboðaliði í þessu athvarfi muntu m.a. aðstoða við annast dýrin, fara með og leita að fleiri umkomulausum dýrum á flækingi, taka þátt í að hafa áhrif á samfélagið til að meðhöndla dýr betur og ekki síst að kenna börnunum hvernig á að annast og umgangast dýr. Í þessu dýraathvarfi sannast vel að besta skjólið er umhyggjusamt samfélag.

 

Hannaðu þitt eigið verkefni. í þessum verkefni hefur þú tækifæri sem sjálfboðaliði að hanna þitt eigið sjálfboðastarf. Það þýðir að þú getur t.d. valið kennslu hálfan daginn og svo eitt af eftirfarandi verkefnum hinn hluta dagsins: munaðarleysingajaheimili, heilsugæslu eða íþróttakennslu.

  • Kennsluverkefni. Í brennidepli er að mennta, styðja og efla munaðarlaus börn og börn sem búa við mjög erfiðar aðstæður. Leiðin að markinu er sjálfbær nálgun í átt að uppbyggingu samfélagsins. Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni verður þú mikilvægur þáttakandi við að veita börnum betri menntun og bjartari framtíð. Með þátttöku færð þú tækifæri til að hjálpa við undirbúning og framkvæmd vikulegs skólastarfs fyrir þau. Þú getur verið viss um að vinna þín er nauðsynleg, gefandi og spennandi. Núna er unnið með leikskólum, sem þjóna fátækum samfélögum í kringum Cape Town. Börnin eru á aldrinum 6 mánaða til 7 ára. Því miður berjast þessar stofnanir í bökkum, eru undirmannaðar og aðbúnaður lélegur. Þetta háir sannarlega getu þeirra til að mæta þörfum barnanna. Sjálfboðaliðar eru því kærkomin viðbót. Eftir skóla eru börnin í mestri hættu fyrir misnotkun því hún gerist oftast eftir að skóladegi lýkur og áður en forráðamenn koma heim úr vinnu.  Því er börnum boðið upp á að koma í sérstök athvörf þar sem áhersla er lögð á að fara með þeim í skemmtilega og þroskandi leiki. Markmiðið er alltaf að halda þeim frá götunni og að auka lífsleikni þeirra t.d. að læra að vinna saman og vera skapandi. Aðstoð við heimavinnu er líka í boði, föndur, handavinna, tölvunám og leshópar.
  • Munaðarleysingjaheimili og börn í neyð. Þetta heimili fyrir yfirgefin og munaðarlaus börn var stofnað til að annast börn í sárri neyð á aldrinum 0 – 8 ára í Khayelitsha og nágrenni. Þetta svæði í Cape Town er illa smitað af HIV/AIDS veirunni og er talið að þarna sé hæsta hlutfall smitaðra í vesturhluta Cape. Markmið heimilisins er að koma börnunum í fóstur eins fljótt og þau er tilbúin til þess. Að meðaltali eru 60% barnanna á heimilinu smituð af HIV+ og því er fyrsta skrefið að hjúkra börnunum til heilsu. Þegar þau hafa náð líkamlegri heilsu og eru búin að ná nægilega andlegu jafnvægi er leitað að fjölskyldu svo þau komist í fjölskylduvænt umhverfi. Hlutverk þitt sem sjálfboðaliði er að hjálpa við að útfæra skemmtilega leiki og aðra starfsemi sem mun hjálpa börnunum að þroskast og læra eðlilega miðað við aldur þeirra. Mikilvægt er að þau nái að mynda eðlileg tilfinningaleg tengsl, góða hreyfifærni, eðlilegan málþroska, tölulæsi og takt. Fyrir börnin er einstaklingsathygli og umhyggja mjög mikilvæg til að þau þroskist eðlilega og verði fær um að ná árangri.
  • Heilsugæsla. Á munaðarleysingjaheimilinu aðstoðar þú sjálfboðaliði hjúkrunarkonu heimilisins frá mánudegi til föstudags við að fylgjast með og vakta heilsu barnanna og svo uppfæra  sjúkraskýrslu þeirra. Ef þau þurfa læknishjálp muntu aðstoða við að fá tíma hjá lækni á heilsugæslustöð. Þú munt einnig aðstoða við að örva börnin til að hjálpa þeim að þroskast og verða fær um að fara í leikskóla.
  • Hreyfifærni. Íþróttakennsla var felld niður í skólanámsskrám eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð af árið 1994. Árangurinn er að hreyfifærni barna hefur farið niður á við. Mikilvægi þess að grípa inn er mikil þar sem íþróttir eru ómissandi þáttur í þroska æskunnar og hjálpar við einbeitingu og þróun margvíslegrar, mikilvægrar kunnáttu eins og t.d. forystuhlutverk, samvinnu og samskipti. Sem sjálfboðaliði aðstoðar þú í einum af hinum mörgu bæjarhverfum í Cape Town, en aðallega í Khayelitsha og Langa. Þú munt vinna með þjálfara sem veitir hverjum bekk tækifæri til 45 mínútna líkamsþjálfunar. Að auki tekur þú þátt í að skapa nýja leiki og kennsluplön, að leika og þjálfa vinsæla íþróttaleiki eins og fótbolta og hokkí, að hanna æfinga og hreystipróf til að mæla persónulegan árangur, að deila þekkingu þinni og kunnáttu með þjálfurum og nemendum og jafnvel að aðstoða í sumum leikskólunum við að búa til plön til að auka hreyfigetu barna á aldrinum 0-7 ára.

Ferðasögur