Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Kenýa
27.1.2020 : 6:34 : +0000

Safari í Maasai Mara

Ferð til Kenýa væri ekki fullkomin nema að fara í einhverjar af þeim mörgu safari ferðum sem í boði eru og þá ekki síst að hafa viðkomu í hinum einstaka Maasai Mara þjóðgarði. Ekkert getur undirbúið þig fyrir árlegan búferlaflutning gnýa (the great wildebeest migration) í Maasai Mara þjóðgarðinum, sem er venjulega á milli júlí og október.

 

Sjálfboðavinna Kenýa

Mannfræðingar tala um Kenýa sem vöggu mannkynsins, - uppruni nútímamannsins er að finna hérna á austurströnd Afríku.  Hvort sem það er rétt eður ei, er öruggt að safari á uppruna sinn í Kenýa.  Safari er Swahili fyrir ferðalag og trúðu okkur að engin bíómynd getur undirbúið þig fyrir árlega búferlaflutninga gnýa (the great wildebeest migration) í Masaai Mara þjóðgarðinum.


Landið er heillandi en um leið eilítið villt hvort sem litið er til manna eða dýralífsins.  Í Kenýa átt þú eftir að uppgötva stórfenglegustu þjóðgarða heims með ótrúlegu dýralífi, flekklausar strendur, blómstrandi kóralrif, ógleymanleg fjöll og aldagamlar Swahili borgir. Mannlífið er jafn fjölbreytt því í landinu býr mikill fjöldi afrískra þjóðarbrota auk íbúa af arabískum, evrópskum og asískum uppruna.  
Pólitískur órói var í landinu til skamms tíma og mikil spilling er til staðar þrátt fyrir viðleitni núverandi stjórnvalda og almenn örbirgð er staðreynd.  Atvinnuleysi er mikið, sem leitt hefur til hárrar glæpatíðni og fátæktar.  Flestir íbúar Kenýa lifa undir fátækramörkum á minna en $1 á dag.

Með Sjálfboðavinna Kenýa getur þú lagt fram hjálparhönd og upplifað um leið þetta stórkostlega land.

 

Um landið

Höfuðborg: Nairobi
Stærð: 583.000 km2
Mannfjöldi: 31.639 milljónir
Tungumál: Swahili og enska (bæði opinber tungumál).
Trúarbrögð: 35% mótmælendur, 30% kaþólikkar, 30% islamstrúar og 5% andatrúar.
Gjaldmiðill: Kenýanskur skildingur (shiling) (KSh)
Tímamismunur: +3 (GMT) að vetri.
Rafmagn: 240 V 50 HzHz
Landsnúmer: +254
Veðurfar: Aðalferðamannatímabilið er janúar og febrúar, enda veður þá heitt og þurrt.  Frá júní til september er frekar þurrt.  Rigningartímabilið hefst í mars og stendur fram í maí.  Einnig rignir töluvert frá október til desember.

 

Frekari upplýsingar um Kenýa

http://is.wikipedia.org/wiki/Ken%C3%BDa
http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/country_profiles/1024563.stm

 

Hvernig kemstu til Kenýa?