Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Work&Travel / Eyjaálfa
22.1.2018 : 23:55 : +0000

Hvenær viltu fara?

Við bjóðum upp á verkefni allan ársins hring. 

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar

sími 561 2700

Eyjaálfa

-stórar og litlar eyjur og eitt meginland... Eyjaálfa

Margir hiksta þegar við tölum um Eyjaálfu og spyrja hvar hún sé eiginlega.  Á ensku er talað um Oceania og þau lönd sem tilheyra álfunni eru m.a. Polýnesía, Ástralía, Nýja-Guínea, Papúa Nýja- Guínea og Nýja-Sjáland.  Eins og skilja má á nafninu, þá eru flest löndin sem tilheyra Eyjaálfu einmitt eyjur. 

 

Undantekningin er Ástralía, en þetta risalandflæmi er skilgreint sem meginland og hér með endar landafræðikennslan í dag...

 
Enda miklu skemmtilegra að uppgötva þetta bara sjálfur í Work & Travel Ástralía.  

 

Nínukot býður upp á störf í landbúnaði víðs vegar í hinum dreifðari byggðum Ástralíu í allt að 12 mánuði.