Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Au Pair / Au pair USA / Ferðasögur
22.1.2020 : 15:25 : +0000

Hvað er að frétta?

Smá update

Undan farin vika er búin að vera vægast sagt viðburða rík og skemmtileg. 


Það gegnur vel að sjá um stelpurnar. Ég er alveg að detta inn í rútínuna hjá þeim og það hefur lang fest gengið vel hingað til. Foreldrarnir, Cecilia og Fred, eru búin að vera algjört æði og vilja allt fyrir mig gera. Mér hefur gengið frekar illa að finna mér söngkennara og þau hafa boðist til þess að breyta vinnutímanum mínum að einhverju leyti til þess að reyna að auðvelda mér það. Vonadi verður ekki af því en það er virkilega gott að vita að það sé valmöguleiki. 


Næst á dagskrá hjá mér er að sækja um skóla. Ég verð að taka 6 einingar yfir árið og ákvað að nýta þær í píanónám í einum af háskólunum á svæðinu og jafnvel mögulega byrjenda tíma á gítar. 


Ég átti góða helgi og fékk smá túr af San Francisco sem var æðislegt og svo kynntist ég nokkrum stelpum sem eru líka au pairar á svæðinu. Mér líst rosalega vel á þær og er ánægð með að hafa loksins einhvern til þess að hitta á kvöldin og um helgar :) 


Ég fór um daginn og sótti um social security tölu sem ætti að koma í næstu viku og þá get ég farið og tekið ökuprófið, bæði skriflegt og verklegt, og stofnað bankareikning. Mér gengur ágætlega að aðlagast lífinu hérna en sakna fólksins míns alveg rosalega.

 

Jóhanna í Sunnyvale BLOGG, Au Pair USA - Lesa meira frá ævintýri Jóhönnu

 

 

Fyrstu dagarnir...

"Það gengur allt bara rosalega vel :) Ég er mjög ánægð með fjölskylduna, mamman gerir allt sem hún getur til að láta mér líða vel hérna þannig að þetta er rosa fínt. Strákurinn, er rosa sætur og er orðinn vanur að hafa mig hérna í kring. Ég er búin að hitta tvær aðrar au pairs hérna á svæðinu, önnur er reyndar farin aftur heim til sín. Hef reyndar ekkert hitt hina aftur, búin að vera upptekin og er einmitt núna ekki í bænum - fór með fjölskyldunni til Kansas City því mamman þarf að vinna þar í viku. Gaman að sjá nýja staði!


Húsið, hverfið, bærinn og allt þetta er rosa fínt, þarf bara að venjast hitanum og rakanum! Þarf líka að æfa mig að keyra :/ Stressuð fyrir að þurfa að taka svona bílpróf :P Þarf svo líka að fara að hitta fólk og svona! Megan (hin au pairin þarna) þekkir örugglega einhverja :) area director-inn kynnti okkur. Hún er mjög fín!
Annars já, þá er allt gott. Heimþráin hefur ekki slegið mig ennþá þótt ég viti nú alveg að hún muni gera það. Þá hjálpar að vita að mamman mun reyna allt sem hún getur til að hjálpa mér með það :) Ég er bara jákvæð og lít á þetta sem eitt stórt tækifæri sem ég ætla að nýta mér í botn!"
- Ragna, Au Pair í USA

 

 

Endilega kíkið á fleiri ferðasögur á Facebook