Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Au Pair / Au pair USA / Um vinnuna
25.1.2020 : 23:43 : +0000

Laun, vinnutími ofl.

Vinnutími: Vinnuvikan er mest 45 klst á viku. Hámark 10 klst. á dag.

Frítími: Einn til tveir dagar í viku.

Laun: Lágmark $195,75 í vasapening á viku. Sérherbergi og fullt fæði er hluti af launum.

Önnur laun:  Fjölskyldan greiðir fyrir farseðil til og frá New York og farseðil innanlands til fjölskyldunnar. Au pair fær allt að $500 námsstyrk. Einnig fær Au pair sjúkra-, ferða- og ábyrgðatryggingu ásamt ökutækjatryggingu þar sem við á. 

Nám á háskólastigi: Það er hluti af au pair leyfinu að ljúka 6 einingum á háskólastigi í Bandaríkjunum. Námskeiðið er yfirleitt stutt námskeið t.d. yfir 2-3 helgar og getur hver au pair ráðið því hvers konar námskeið hún sækir, dæmi um námskeið sem au pair hefur tekið er t.d. prjónanámskeið, enskunámskeið, yoga, starfsþróun ofl. ofl. Úrvalið fer eftir því hvaða námskeið eru í boði þar sem gistifjölskyldan þín býr. Au pair fær aðstoð hjá tengilið sínum á svæðinu að finna námskeið sem hentar. Námskeiðið er hægt að taka hvenær sem er á meðan dvöl stendur. Ef ætlunin er að vera lengur en eitt ár, þá þarf að ljúka þessu námskeiði áður en sótt er um framlengingu.

Annað: Í upphafi dvalar er 3ja daga kynningar- og þjálfunarnámskeið í New Jersey. Au pair er sótt á flugvöllinn í New York við komuna og er það innifalið í þátttökugjaldi. Einnig er gistingin innifalin og matur yfir daginn. Gera þarf ráð fyrir að hafa með sér um $250 til að dekka aukakostnað við komu til landsins t.d. skoðunarferð til New York (valkvætt), símkort (valkvætt) ofl. Eftir námskeiðið fær Au pair einnig akstur á flugvöllinn þar sem hún flýgur áfram til gistifjölskyldunnar sinnar. Þær sem eru að fara til gistifjölskyldu í New York fylki eru sóttar.

AuPairCare

Nínukot vinnur með AuPairCare, sem hefur aðstoðað yfir 40.000 Au Pair við að finna sína gistifjölskyldu i Bandaríkjunum. 

AuPairCare er ein örfárra skrifstofa sem hafa leyfi frá bandaríska innanríkis- ráðuneytinu til að ráða Au Pair til Bandaríkjanna á J-1 vegabréfsáritun.

“The U.S. Department of State calculation of the minimum weekly stipend of $195.75 is based on the federal minimum wage with a 40% deduction for room and board in exchange for childcare services. Host families and au pairs are free to agree to compensation higher than the legally applicable minimum.” 

Yfirvöld Bandaríkjanna setja lágmarkslaunataxta $195,75 á viku ásamt fæði og húsnæði. Gistifjölskyldur og au pairs mega semja um hærri taxta. 

Um vinnuna

Au Pair Bandaríkin býður þér upp á að upplifa Bandaríkin sem hluti af bandarískri fjölskyldu.  Þannig kynnist Au Pair daglegu lífi Bandaríkjamanna, eignast vini alls staðar að úr heiminum og fær tækifæri til að ferðast um Bandaríkin í lok dvalarinnar.     

 

Í boði er farseðill fram og tilbaka frá heimalandi þínu til New York og farseðill til gstifjölskyldunnar.  Fjölskyldurnar búa víðsvegar um Bandaríkin. 

 

Starfið felst í að sinna börnum fjölskyldunnar og vinna létt heimilisstörf. Dæmi um verkefni gæti verið að fylgjast með og leika við börnin, klæða þau og þrífa, útbúa mat fyrir börnin, taka til í herbergjum þeirra og þvo af börnunum, aka þeim í skóla og í frístundir, aðstoða þau við heimalærdóminn og kenna þeim um þitt eigið land og venjur.

 

Launin eru minnst $195,75 í vasapening á viku og er vinnutíminn allt að 45 klst á viku.  Auk þess fær Au Pair alltaf sérherbergi og fullt fæði á meðan á dvöl stendur sem hluti af sínum launum.  Sjá nánar til hliðar.

 

Áhersla er lögð á að Au Pair kynnist bandarísku samfélagi sem best og því greiða fjölskyldur $500 námsstyrk sem nýtist til að fara á námskeið að eigin vali. Námskeiðin eru yfirleitt stutt t.d. 1-3 helgar yfir árið. Frítímann nýtir þú t.d. í skipulögðum tómstundum með öðrum Au Pair, í ræktinni eða skoða þig um og ferðast. 

 

Dvölin hefst á 3ja daga kynningar- og þjálfunarnámskeiði í New Jersey. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir skyndihjálp og öryggi barna. Máltíðir og kennslugögn eru innifalin og boðið er upp á skoðunarferð til New York.


Í stuttu máli

Aldurstakmörk: 18-26 ára

Nám: Umsækjendur verða að hafa lokið helming af stúdentsprófi eða því sem samsvarar high school diploma, þegar þeir fara út.

Starfsreynsla:  Umsækjendur verða að hafa reynslu af barnagæslu hjá öðrum en ættingjum. Dæmi um barnagæslu er t.d. starf á leikskóla, barnapössun fyrir nágrannann, starf í sumarbúðum fyrir börn, kennsla barna í íþróttum, ofl. ofl. Áhugi á matseld, að vera vel syndur og áhugi á ýmsum íþróttum er kostur.

Tungumálakunnátta: Enska, - umsækjendur verða að geta tjáð sig auðveldlega á ensku. 

Umsóknarfrestur: átta til tólf vikum fyrir áætlaðan brottfarardag. 

Lengd dvalar: lágmark 12 mánuðir.  Hægt er að leggja í hann allan ársins hring. Möguleiki er að framlengja dvöl um 6, 9 eða 12 mánuði.

Annað: Ökuskírteini, hreint sakavottorð og góð heilsa. 

Við erum að leita eftir þroskuðum, sjálfstæðum og jákvæðum einstaklingum og síðast en ekki síst Au Pair sem hafa gaman af því að vera með og umgangast börn!

 

Viltu hefja umsóknarferlið? Hafðu samband.