Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Asía / Kína / Skólaverkefni
20.10.2019 : 2:55 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18 ár.
Tungumálakunnátta: Góð enskukunnátta, önnur tungumál kostur.
Starfsreynsla: Ekki nauðsynleg.
Lengd dvalar: 5, 9, 13, 24 eða 48 vikna verkefni.                                                     Umsóknarfrestur: Minnst 2 mánuðir fyrir brottför.  Best er að vera vel tímanlega.
Vegabréfsáritun: Sækja þarf um 30-90 daga Class L ferðamannaáritun til kínverska sendiráðsins í Reykjavík. Vefslóðin er is.china-embassy.org
Annað: Kína er mjög ólíkt Íslandi hvort sem litið er til menningar, tungumála, trúbragða, matar o.s.frv.  Því skiptir miklu að þátttakendur séu opnir, vel heilsuhraustir, hafi góða aðlögunarhæfni og séu sjálfstæðir.  

Vinnu- og frítími

Vinnutími: Mismunandi eftir verkefnum, en almennt frá 3 til 8 klst á dag.
Frítími: Yfirleitt tveir dagar á viku.
Fæði: Innifalið eru þrjár kínverskar máltíðir á virkum dögum á meðan á sjálfboðavinnu stendur.  Máltíðirnar eru yfirleitt í boði á vinnustaðnum/skólanum.  Sjálfboðaliðar sjá sjálfir um mat á meðan á námskeiði/orientation stendur og um helgar.

Verð í ÍSK?

Hægt er að reikna út verð í íslenskum krónum með því að fletta upp genginu á www.islandsbanki.is

Verð á vefnum eru í evrum, pundum eða dollurum.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 561 2700 eða senda tölvupóst.

Um vinnuna

Sjálfboðaliðar geta valið að búa og starfa í borgunum Shanghai, Su Zhou, Mian Yang City og ZhengZhou eða í Chong Ming island sem er ein af eyjunum fyrir utan Shanghai.  Sjálfboðaliðum gefst einstakt tækifæri til að öðlast fjölbreytta reynslu og að kynnast menningu og lífi Kínverja frá fyrstu hendi. Um leið fagna Kínverjar að nálgast hinn vestræna heim með samskiptum við sjálfboðaliðana. Tækifæri fólks til að vinna saman frá mismunandi menningarheimum hefur varanleg og ómetanleg áhrif á alla sem að koma.

Í boði eru skóla og leikskólaverkefni og að aðstoða við umönnun og þjálfun þroskaheftra barna.

Skólaverkefni. Sjálfboðaliðar kenna 11-15 kennslustundir á viku.  Hver kennslustund er um 35-40 mínútur.  Hægt er að vinna meira með því að taka þátt í ýmsum verkefnum í skólanum.  Unnið er með kennurunum í skólanum við skipulagningu og undirbúning kennslunnar.  Hlutverk sjálfboðaliðanna er að æfa nemendur í að tala ensku. Nemendur geta verið á aldrinum 7 til 19 ára allt eftir hvaða skólastig er valið.

Leikskóli. Í boði er að starfa sem sjálfboðaliði í leikskóla í Shanghai þar sem eru 450 börn á aldrinum 4 til 7 ára og einnig í 650 barna leikskóla í Mian City Center. Sjálfboðaliðar aðstoða leikskólakennarana á deildunum. Verkefnin sem sjálfboðaliðar aðstoða við geta verið að kenna ensku, tónlist, listir, föndur, dans o.fl.

Þroskaheft börn. Hægt er velja um að aðstoða á stofnunum fyrir þroskaheft börn, annars vegar í Shanghai og hins vegar í Mian Yang City. Sem sjálfboðaliði við stofnunina í Shanghai muntu aðstoða við að annast um, leika við og hjálpa við að þjálfa börn, sem þjást af heilaskemmdum (Cerebral Palsy eða CP). Þau eiga erfitt með að stjórna vöðvum líkamans. Það fer svo eftir hvaða hluti heilans er skemmdur hvar fötlunin liggur. Á stofnuninni í Mian Yang City eru börnin ýmist andlega fötluð, heyrnarlaus eða blind. Sum börnin geta ekki gengið, önnur ekki talað, heyrt eða séð, jafnvel ekki borðað sjálf eða yfirleitt haft samskipti eins og flest börn gera. En þau kunna sko örugglega að meta kærleika og umönnun þína og þú munt finna hve gefandi starfið er. Þeir sjálfboðaliðar sem hafa hjúkrunar eða læknisfræðilegan bakgrunn geta aðstoðað við að skipuleggja þjálfunarmeðferðir.

Húsnæði

Í Shanghai er mismunandi hvort sjálfboðaliðar fái sérherbergi eða deila herbergi með öðrum sjálfboðaliða, annað hvort í skólahúsnæði eða í íbúð samstarfsaðilanna. Í Chong Ming island búa sjálfboðaliðar í herbergi í skólunum. Í Mian Yang City er ýmist búið í íbúð eða í heimagistingu. Í Zheng Zhou er heimavistarskóli sem sjálfboðliðar starfa í og búa þeir í íbúð á skólalóðinni. Sumir skólarnir bjóða upp á húsnæði með loftkælingu, þvottavélum, sjónvarpi og tölvum, - en úrvalið er mismunandi frá einum stað til þess næsta.   

 

Innihald

Eftirfarandi er innifalið í Sjálfboðavinna Kína:

 • Handbók Nínukots.
 • Tekið á móti og hjálpað til húsnæðis í Shanghai.
 • 2 daga orientation til að kynna land og þjóð.
 • 6 klst kennsla í mandarín.
 • Húsnæði á hóteli á meðan á orientation stendur.
 • Sjálfboðavinna.
 • Ferðir á milli verkefna (í Shanghai).
 • Tengiliður á meðan á dvöl stendur.
 • Framlag til skóla í Si Chuan fylkinu.
 • Þrjár máltíðir á dag á virkum dögum á vinnustaðnum.
 • Húsnæði á meðan á sjálfboðavinnu stendur.

Ekki innifalið:

 • Flug til/frá Shanghai, Kína.
 • Máltíðir á meðan á námskeiði/orientation stendur (máltíð 10-30 RMB) og um helgar.
 • Símtöl og aðgangur að internetinu.
 • Aukanámskeið.
 • Vegabréfsáritanir.
 • Bólusetning.
 • Ferða- og heilbrigðistrygging.
 • Skoðunarferðir.

 

 

Verð

Skráningargjald 20.000 ÍSK

Sjálfboðavinna Kína - Skólaverkefni 4 vikur $ 1.250 (162.375 ÍSK)

Sjálfboðavinna Kína - Skólaverkefni 5 vikur $ 1.385 (179.912 ÍSK)

Sjálfboðavinna Kína - Skólaverkefni 9 vikur $ 1.1779 (231.092 ÍSK)

Sjálfboðavinna Kína - Skólaverkefni 13 vikur $ 2.172 (282.143 ÍSK)

Sjálfboðavinna Kína - Skólaverkefni 24 vikur $ 3.324 (431.788) ÍSK 

Sjálfboðavinna Kína - Skólaverkefni 48 vikur $ 5.568 (723.283 ÍSK)

Tungumálanámsskeið í boði, einkatímar 100 RMB/kennslustund (um 1877 ÍSK), og menningarnámsskeið á 10 evrur klst. (um 1690 ÍSK). 

(Gengi miðast við sölugengi Íslandsbanka 06.01.2013 = 129,9)