Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Au Pair / Au pair Evrópa / Ítalía
21.1.2020 : 11:46 : +0000

Í stuttu máli

Aldurstakmörk: 18-27 ára

Nám: Hafa lokið eins til tveggja ára framhaldsskólamenntun. 

Starfsreynsla:  Umsækjendur verða að hafa góða reynslu af barnagæslu. 

Tungumálakunnátta: Enska. Umsækjendur verða að geta tjáð sig nokkuð auðveldlega á ensku. Ítalska er kostur en ekki skilyrði þar sem margar fjölskyldur vilja að börnin sín læri ensku. 

Umsóknarfrestur: Betra er að sækja um tveimur til þremur mánuðum fyrir áætlaðan brottfarardag. Þó er stundum hægt að sækja um með styttri fyrirvara. 

Lengd dvalar: 3-12 mánuðir á veturna.  Hægt er að leggja í hann allan ársins hring. Umsækjendur geta sótt um að vera aðeins yfir sumartímann, þá er dvalartími  1-3 mánuðir.

Annað: Ökuskírteini er kostur en ekki nauðsynlegt, hreint sakavottorð er skilyrði og almennt heilbrigði.

Au pair fundir: Skipulagðir reglulegir fundir þar sem au pair hittast og gerir eitthvað skemmtilegt saman.

Við erum að leita eftir þroskuðum, sjálfstæðum og jákvæðum einstaklingum með góða aðlögunarhæfni og síðast en ekki síst Au Pair sem hafa gaman af því að kynnast nýrri menningu og að vera með og umgangast börn!

Um landið

Höfuðborg: Róm

Stærð: 301,230 km2

Mannfjöldi: 61 milljón

Tungumál: Ítalska

Trúarbrögð: 84% rómversk-kaþólskir, 6% gyðingar, 10 % annað (m.a. íslam og mótmælendur)

Gjaldmiðill: Euro €

Tímamismunur: +1 klst að vetri. + 2 klst að sumri.

Rafmagn: 220V 50 Hz

Landsnúmer: +39

 

 

Hvernig kemstu frá Íslandi til Ítalíu?

 

Au pair Ítalía

Ítalía er ekki bara pasta og fótbolti, heldur veisla fyrir alla sem elska sögu, listir og fagurt umhverfi.  Hún er oft nefnd evrópska stígvélið og nær alla leið frá snæviþöktum Ölpunum í norðri, Flórens og Tuscany á vesturströndinni, til hinnar ævafornu Rómar og einstakra strandbæjanna við Adríahafið til Napólí og Sikileyjar í suðri.  Falleg, ástríðufull og dramatísk, - þrjú orð sem lýsa jafnt landinu og fólkinu.  

 

Au pair Ítalía býður þér upp á að upplifa Ítalíu sem hluti af ítalskri fjölskyldu. Þannig kynnist Au pair daglegu lífi Ítalí, eignast vini alls staðar að úr heiminum og fær tækifæri til að ferðast um Ítalíu.

 

 

Um vinnuna

Fjölskyldurnar er að finna út um alla Ítalíu sem dæmi Mílanó, Turin, Róm, Bologna, Tuscany, Flórens, Napolí, Sikiley ofl. Flestar fjölskyldur eiga tvö til þrjú börn og eiga húsnæði sitt. Einn þriðji af fjölskyldum á Ítalíu eiga að auki sumarhús í fjöllunum eða við ströndina þar sem vinsælt er að dvelja í frístundum.  

 

Fjölskyldur á Ítalíu sækjast eftir að börnin þeirra læri ensku og eru því au pair með góða enskukunnáttu eftirsóttar.

 

Starfið felst í að sinna börnum fjölskyldunnar og vinna létt heimilisstörf. Dæmi um verkefni gæti verið að fylgjast með og leika við börnin, klæða og baða, útbúa mat handa þeim, taka til í herbergjum þeirra og þrífa, aka í skóla og í frístundir, aðstoða við heimalærdóminn og kenna þeim um þitt eigið land og venjur.

 

Au pair fær €85 - €100 í vasapening á viku og er vinnutíminn um 30 klst. á viku. Au Pair fá alltaf sérherbergi og fullt fæði á meðan á dvöl stendur.  Einn og hálfur til 2 frídagar í viku. 

 

Innihald

  • Handbók Nínukots
  • Au pair starf í 1-12 mánuði
  • €70- €100 í vasapening á viku
  • Fullt fæði og sérherbergi á meðan á dvöl stendur
  • 10-20 daga frí á launum*
  • Tengslanet við aðrar Au pair 
  • Tengiliður á Ítalíu og stuðningur á meðan dvöl stendur

*Þær Au pair sem dvelja 6 mánuði eða lengur hjá sömu fjölskyldu fá 10 daga frí á launum og þær sem dvelja í 12 mánuði fá 20 daga frí á launum. 

 

Hvað er ekki innifalið?

  • Ferðakostnaður 
  • Ábyrgðar- og ferðartrygging

*Au pair sem fara til Ítalíu verða heilbrigðistryggðar í ítalska heilbrigðistryggingarkerfinu stuttu eftir komu. Best er að hafa Evrópska sjúkrakortið með sér til að byrja með en hægt er að sækja um það á www.sjukra.is. Sjúkrakortið færðu að kostnaðarlausu. Nánari leiðbeiningar um tryggingar fást hjá starfsfólki Nínukots.

 

 

Verð

Skráningargjald 15.000 ISK - Greiðist við skráningu

Verkefnagjald 20.000 ISK - Greiðist eftir að fjölskylda er fundin