Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Au Pair / Au pair Evrópa
22.1.2020 : 20:40 : +0000

Au pair Evrópa

Má bjóða þér að gerast hluti af evrópskri fjölskyldu?

 

Sem Au pair upplifir þú dvöl þína sem hluti af evrópskri fjölskyldu, þú kynnist daglegu lífi fólks, bætir tungumálakunnáttu þína og undirbýrð þig fyrir frekari menntun eða starf. Sjálfsmyndin styrkist og sjálfstæðið eykst. Þú hefur möguleika til að eignast vini alls staðar að úr heiminum og færð jafnframt næg tækifæri til að ferðast.

 

Svo má ekki gleyma hlunnindum eins og litlum knúsum og mjúkum faðmlögum frá yndislegum skjólstæðingum.

 

Ef þú ert 18-30 ára og finnst fátt skemmtilegra en að gæta barna þá ættiru að kíkja á möguleika þína til að vinna sem Au pair í Evrópu. 

 

Nínukot býður upp á Au pair störf í eftirfarandi Evrópulöndum:

  • Englandi og Skotland; um allt landið
  • Frakklandi; París og Suður-Frakkland
  • Írlandi; um allt landið
  • Spáni; Barcelona, Madrid, Valencia og nágrenni
  • Þýskalandi; um allt landið
  • Ítalía; víða um landið

 

Þitt er að velja!

 

Fjölskyldur eru yfirleitt að ráða Au pair frá september, október eða janúar þ.e. vilja fá Au pair frá þessum tíma eða yfir sumartímann. Þær fjölskyldur sem eru að ráða frá hausti eða í byrjun árs eru yfirleitt að leita af au pair sem getur dvalið frá 6 mánuðum eða lengur. Best er að sækja um 2-3 mánuðum fyrir áætlaða brottför.  

 

Verð 2018

Staðfestingargjald 15.000 ISK (greiðist við skráningu)

Umsóknar- og umsýslugjald 20.000 ISK (greiðist eftir að fjölskylda er fundin)