Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Au Pair / Au pair Evrópa / Þýskaland
21.1.2020 : 11:45 : +0000

Í stuttu máli

Aldurstakmörk: 18 til 30 ára

Starfsreynsla: Umsækjendur verða að hafa góða reynslu af ummönnun barna, kunna til húsverka og kunna að búa til einfaldar máltíðir.

Tungumálakunnátta: Umsækjandi verður að hafa þokkalega enskukunnáttu. Gott er að hafa einhvern grunn í þýsku.

Umsóknarfrestur: 2-4 mánuðir fyrir áætlaðan brottfarardag. Getur stundum verið styttra.

Lengd dvalar: 3 -12 mánuðir, þriggja mánaðar dvöl er aðallega í boði yfir sumarmánuðina. Flestar fjölskyldur biðja um Au pair í 6 mánuði eða lengur.

Annað: Ökuskírteini (ekki alltaf nauðsynlegt), hreint sakavottorð og góð heilsa.

 

Við erum að leita eftir þroskuðum, sjálfstæðum og jákvæðum einstaklingum sem hafa gaman af því að sjá um börn og hafa áhuga á að kynnast nýrri menningu.

Au pair Þýskaland

Fá lönd hafa haft eins mikil áhrif á heiminn eins og Þýskaland, þetta land uppgötvana sem m.a. færði okkur prenttæknina, bifreiðina, verkjalyf og MP3 tæknina. Þetta er land þar sem hægt er að heimsækja fæðingarstaði manna eins og Martin Luther, Albert Einstein, Karl Marx, Goethe, Beethoven og Grimmsbræður og marga fleiri sem hafa mótað örlög mannkyns. Já, Jafnvel páfinn er frá Þýskalandi.

 

Landslagið er bæði hrífandi og fjölbreytt sem gaman er að skoða s.s.Norður þýska láglendið, miðhálendið, foralpana með nyrsta hluta Alpafjallanna, Svartiskógur, Rínarsléttan, Bæjaraskógur að ógleymdum öllum áhugaverðu borgunum, Berlin, Bonn, Köln, Frankfurt, München, Dresden svo einhverjar séu nefndar.

 

Sem au pair í Þýskalandi færðu 4 vikna launað frí ef þú dvelur í 12 mánuði hjá fjölskyldunni (2 vikur ef dvalið er í 6 mánuði). Það gefur þér mikinn tíma til að ferðast og læra allt um þjóð, menningu og land.

 

Þú munt komast að raun um að sumar klisjur sem sagðar eru um þjóðina eru nærri lagi í mörgum tilfellum eins t.d. að þeir vilji hafa röð og reglu og stundvísi.

 

Fjölskyldur sem hafa au pair vinna venjulega mikið og finnst því helgarnar mikilvægar til að eyða með fjölskyldunni og fara í ferðir eða taka þátt í íþróttum eða stunda aðra skemmtilega afþreyingu.

 

Þýskaland er örugglega land sem er þess virði að skoða.

 

Eflaust hefur þú þínar skoðanir á Þýskalandi, líkt og allir aðrir í heiminum en við bjóðum þér að kynnast landinu frá fyrstu hendi sem hluti af þýskri fjölskyldu.

 

Í au pair Þýskaland!

Um vinnuna

Au pair Þýskaland býður þér upp á að upplifa Þýskaland sem hluti af þýskri fjölskyldu. Þannig kynnist au pair daglegu lífi Þjóðverja, eignast vini alls staðar að úr heiminum og fær tækifæri til að ferðast um Þýskaland.

 

Fjölskyldurnar er að finna út um allt Þýskaland. Þú þarft að vera elskuleg og ábyrg þar sem foreldrarnir setja börn sín í umsjá þína og treysta á þig til að sjá vel um þau.

 

Starfið felst í að sinna börnum fjölskyldunnar og vinna létt heimilisstörf. Dæmi um verkefni gæti verið að fylgjast með og leika við börnin, klæða þau og þrífa, útbúa mat fyrir þau, fara í göngutúra, skipta á bleyjum, taka til í herbergjum þeirra, þvo af þeim, versla, vaska upp eða setja í uppþvottavélina, aka þeim í skóla og í frístundir, aðstoða þau við heimalærdóminn og kenna þeim um þitt eigið land og venjur.

 

Það er nausynlegt að vera sveigjanlegur og að vilja aðlagast nýrri fjölskyldu. Þú færð vinnuáætlun, en hún getur verið breytileg og síðast en ekki síst þarftu að sýna frumkvæði.

 

Launin eru 260 evrur í vasapening á mánuði og er vinnutíminn að jafnaði 30 klst. á viku. Au pair fá alltaf sérherbergi og fullt fæði á meðan dvöl stendur. Vænst er þess að au pair læri þýsku. Einn og hálfur frídagur á viku og 4 vikna frí á launum ef dvalið er í 12 mánuði.

Um landið

Höfuðborg: Berlín

Stærð: 356,755 km2

Mannfjöldi: 82.314.900

Tungumál: þýska er hið opinbera tungumál, en að auki eru margar mállýskur

Trúarbrögð: 2/3 kristnir, 1/3 utan trúarflokka eða múslimar og gyðingar

Gjaldmiðill: Evran € /Euro €

Tímamismunur: +1 klst. að vetri. +2 að sumri.

Rafmagn: 220V 50 HzHz

Landsnúmer: +49

 

Hvernig kemstu frá Íslandi til Þýskalands?

www.icelandair.is

www.wowair.is

 

Almennar leitarvélar

www.dohop.is

www.travelocity.co.uk

www.bravofly.com

www.expedia.co.uk

www.momondo.com

Innihald

  • Handbók Nínukots
  • Sérvalin gistifjölskylda
  • Nauðsynlegar tryggingar
  • Vasapeningur um 260 € á mánuði
  • Fæði og sérherbergi hjá fjölskyldu
  • Fjölskyldan greiðir ferðakostnað á tungumálanámskeið
  • Tengiliður í dvalarlandi á meðan dvöl stendur

 

Til að vera Au pair í Þýskalandi þarf ekki vegabréfsáritun

Hvað er ekki innifalið?

  • Flug til og frá Þýskalandi

 

Verð

Skráningargjald 15.000 ISK - Greiðist við skráningu

Verkefnagjald 35.000 ISK - Greiðist þegar fjölskylda er fundin