Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Au Pair / Au pair USA / Umsóknarferlið
28.1.2020 : 17:42 : +0000

AuPairCare

Nínukot vinnur með AuPairCare, sem hefur aðstoðað yfir 40.000 Au Pair við að finna sína gistifjölskyldu i Bandaríkjunum. 

AuPairCare er ein örfárra skrifstofa sem hafa leyfi frá bandaríska innanríkis- ráðuneytinu til að ráða Au Pair til Bandaríkjanna á J-1 vegabréfsáritun.

Umsóknarferlið... skref fyrir skref

Frá þeim tíma sem þú skilar inn umsókn þinni fullbúinni til Nínukots getur þú verið komin til Bandaríkjanna 6-12 vikum síðar. Það getur líka tekið aðeins lengri tíma en það fer eftir hversu margar fjölskyldur eru að leita að Au pair með þína sérstöku reynslu eða hæfni. Hérna eru skrefin sem þú tekur frá því umsóknaferlið hefst þar til þú kemur til gistifjölskyldu þinnar í Bandaríkjunum:

1   

Umsókn skilað inn

Þegar þú hefur farið í formlegt viðtal og skilað inn öllum umsóknargögnum til Nínukots mun Nínukot senda umsóknargögnin áfram til Au Pair Care. Au Pair Care staðfestir umsóknina þína og mun umsóknin þín verða sýnileg fjölskyldum.

2

Viðtöl við gistifjölskyldur í Bandaríkjunum

Þú færð tilkynningu í tölvupósti þegar gistifjölskylda biður um viðtal við þig. Þú átt að fara inn á Au Pair Room til að sjá upplýsingar um fjölskylduna sem biður um viðtalið. Lestu allar upplýsingarnar um fjölskylduna og samfélag hennar. Fjölskyldan verður svo í sambandi, hringir eða sendir tölvupóst til að skipuleggja viðtal. Þú getur líka haft samband við þau að fyrra bragði til að skipuleggja viðtalið ykkar. 

3

Viðtalið

Viðtöl fara fram að minnsta kosti tvisvar við sömu fjölskyldu áður en ákveðið er að para sig saman. Þetta er gert svo öllum helstu spurningum Au pair umsækjanda og gistifjölskyldu sé örugglega svarað. Undirbúðu vandlega hvert viðtal og vertu tilbúin að spyrja viðeigandi spurninga varðandi þarfir barnanna og lífstíl. Þú færð gögn frá Nínukoti sem geta hjálpað þér við undirbúninginn.

4

Fjölskylda fundin og komudagur valinn

Þegar gistifjölskyldan þín hefur beðið þig um að koma til sín og þú hefur samþykkt munt þú og gistifjölskyldan þín velja komudag.

5

Undirbúningur fyrir brottför

Þú munt hafa að minnsta kosti fjórar vikur til að undirbúa komu þína til Bandaríkjanna. Á þessum tíma þarftu að sækja um J-1 áritunina þína, gera verkefni um menningu þína og gistifjölskyldu, lesa leiðbeiningar um brottför þína og ná í ferðaupplýsingar þínar á Au Pair Room. En ekki hafa áhyggjur... starfsmaður hjá Nínukoti mun leiðbeina þér og hjálpa þér með undirbúninginn.

6

Sækja Au Pair þjálfunarnámskeið

Þú munt fara til New Jersey til að sækja Au Pair þjálfunarnámskeið hjá Au Pair Care. Þar hittir þú aðrar Au pair og færð þjálfun m.a. í skyndihjálp og öryggi barna.

7

Koman til gistifjölskyldunnar

Þegar þú hefur lokið Au pair þjálfunarnámskeiðinu munt þú fara til gistifjölskyldunnar. Þau munu annaðhvort sækja þig á námskeiðið eða á flugvöllinn næst heimili fjölskyldunnar. Eitt foreldri eða annar meðlimur gistifjölskyldunnar mun vera með þér fyrstu þrjá dagana til að setja þig inn í starfið. Þetta mun auðvelda aðlögunarferlið.  Tengiliður þinn (area director) mun einnig vera í sambandi við þig innan tveggja sólahringa eftir komu þína til þess að bjóða þig velkomna/velkominn.

8

Upplýsingafundur

Innan tveggja vikna frá komu þinni til gistifjölskyldunnar mun tengiliður þinn koma í heimsókn til að fara yfir helstu atriði með þér og gistifjölskyldu þinni.

Nínukot mun vera til staðar fyrir þig í gegnum umsóknarferlið. Ef þú ert tilbúin að taka fyrsta skrefið getur þú skráð þig hér!