Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Spænska
22.1.2020 : 15:09 : +0000

Hvenær ætlar þú að fara?

Við bjóðum upp á verkefni allan ársins hring. 

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar

sími 561 2700

Spænska

Spænska er annað mest talaða tungumálið í heiminum, næst á eftir kínversku.
 

360 milljónir manna víðs vegar um heim hafa spænsku að móðurmáli eða 25 lönd. Þau eru Argentína, Mexíkó, Gvatemala, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríka, Panama, Kúba, Dóminíska lýðveldið, Venesúela, Kólumbía, Ekvador, Bólivía, Perú, Paragvæ, Úrugvæ, Filipseyjar og Chile. Svo er fjöldi spænskumælandi manna í Bandaríkjunum gríðarlegur.
  

Það má því segja að spænskukunnátta opnar margar dyr og því til mikils að vinna.
  

Við bjóðum upp á spænskunámskeið á sólskinseyjunni Tenerife, Kanarí, heimsborginni Barcelona, Malaga og Marbella. Einnig erum við með skóla í suður- og mið-Ameríku. Meðal annars á Kosta Ríka og á hinni óviðjafnanlegu Kúbu!