Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Franska
19.1.2020 : 16:31 : +0000

Hvenær ætlar þú að fara?

Við bjóðum upp á tungumálanám allan ársins hring.  

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar

sími 561 2700

Franska

Frakkland, land öfganna og fegurðar, hefur verið miðpunktur Evrópu svo lengi sem menn muna.  Náttúran er einstaklega gjöful með fjölbreyttu landslagi allt frá háum fjallstoppum og jöklum, frjósömum sléttum, hæðum, ám og fljótum til endalausrar strandlengja og miklum skóglendum. 

 

Einar elstu minjar um búsetu manna í Evrópu er að finna í Suður-Frakklandi og menning Frakklands hefur teygt sig um allan, heim hvort sem litið er til listaverka (Degas, Monet og Manet), matarhefða (Coq au Vin, Camembert, Dijon, Champagne), heimspeki (Rousseau, Descartes, Simone de Beauvoir), tísku (Chanel, Dior eða Gaultier) eða hugmyndafræði um lýðræði.

Með því að fara á tungumálanámsskeið í Frakklandi færðu tækifæri til að kynnast landinu og fólkinu í la belle France...og um leið getur þú notið landsins sem gaf heiminum kampavín og Camembert, Napóleon og frönsku byltinguna.

 

Parlez-vous français? 
Lengi vel var franska tungumál diplómata og enn í dag er hún, ásamt ensku, opinbert tungumál Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, NATO, OECD, Evrópuráðsins, Evrópusambandsins og Alþjóða Rauða Krossins.  Auk þess er franska töluð í fjölda landa um allan heim. 

 

Vissir þú að franska er opinbert tungumál í 45 löndum? Franska ásamt ensku eru einu móðurmálin sem eru töluð í 5 heimsálfum og einu tungumálin sem eru kennd í öllum löndum.  Miklir möguleikar eru þvi fólgnir í að kunna góða frönsku í samfélagi nútímans og er ómetanlegt að geta fullnumað sig í málinu í frönskumælandi umhverfi.

 

Við bjóðum upp á tungumálanám í Nice og París!