Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Þýska
17.1.2020 : 17:20 : +0000

Hvenær ætlar þú að fara?

Við bjóðum upp á tungumálanám allan ársins hring. 

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar

sími 561 2700

Um Þýskaland

Fá lönd hafa haft eins mikil áhrif á heiminn eins og Þýskaland, þetta land uppgötvana sem m.a. færði okkur prenttæknina, bifreiðina, verkjalyf og MP3 tæknina. Þetta er land þar sem hægt er að heimsækja fæðingarstaði manna eins og Martin Luther, Albert Einstein, Karl Marx, Goethe, Beethoven og Grimmsbræður og marga fleiri sem hafa mótað örlög mannkyns. Já, Jafnvel páfinn er frá Þýskalandi.

 

Landslagið er hrífandi og fjölbreytt, sem gaman er að skoða s.s. Norður þýska láglendið, miðhálendið, foralpatrnir með nyrsta hluta Alpafjallanna, Svartaskóg, Rínarsléttuna, Bæjaraskóg að ógleymdum öllum áhugaverðu borgunum, Berlin, Bonn, Köln, Frankfurt, Heidelberg, Stuttgart, München, Dresden svona til að nefna nokkrar.

 

Þýskaland er örugglega land sem er þess virði að skoða og læra tungumál þjóðarinnar. Til Íslands sækir fjöldi Þjóðverja árlega og hafa Ísland og íslenska náttúru í hávegum. Þannig eru miklir möguleikar sem geta falist í auknum samskiptum við þá ef þú getur talað mál þeirra.

 

Við bjóðum þér að taka þýskunámsskeið í heimalandinu og um leið tækifæri til að kynnast landi og þjóð í borginni Heidelberg.