Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Ítalska
19.1.2020 : 16:30 : +0000

Hvenær ætlar þú að fara?

Við bjóðum upp á tungumálanám allan ársins hring. 

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar

sími 561 2700

Ítalska

Ítalía er ekki bara pasta og fótbolti, heldur veisla fyrir alla sem elska sögu, listir og fagurt umhverfi.  Hún er oft nefnd evrópska stígvélið og nær alla leið frá snæviþöktum Ölpunum í norðri, Flórens og Tuscany á vesturströndinni, til hinnar ævafornu Rómar og einstakra
 strandbæjanna við Adríahafið til Napólí og Sikileyjar í suðri. Falleg, ástríðufull og dramatísk, - þrjú orð sem lýsa jafnt landinu og fólkinu.
 
 Nú bjóðum við upp á ítölskunámsskeið í hinni ævafornu borg Róm, höfuðborg Ítalíu.
 
 

En af hverju að læra ítölsku?
Jú, með því að læra ítölsku opnast þér heillandi heimur ítalskrar tungu, sögu, bókmennta, hefða og menningar sem mótað hefur hinn vestræna heim í aldanna rás. Ítalska er líka opinbert tungumál á Ítalíu, í Sviss, San Marino og Vatíkaninu og alls tala um 115 milljón
 manna ítölsku í heiminum.  Ásamt áðurnefndum löndum má víða finna fjölmenn samfélög ítölskumælandi fólks.
 

Auk þess þýðir kunnátta í ítölsku að þú getur bætt atvinnumöguleika þína.


Við bjóðum upp á ítölskunám í Róm!