Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Spænska / Tenerife
29.1.2020 : 18:19 : +0000

Land hins eilífa vors: Tenerife

Sólskinsparadísina Tenerife hafa margir Íslendingar lagt leið sína til í leit að sól og sumri. Tenerife er stærst af Kanaríeyjunum, sem eru sjö stórar eyjar og margar ótal minni og ættu miðað við landfræðilega legu í raun að tilheyra Afríku en ekki Spáni. Þær eru aðeins í 115 km fjarlægð frá ströndum Afríku. Þær eru því syðsta landsvæði Evrópusambandsins. 

 

Tenerife ásamt hinum Kanaríeyjunum er oft kallað “land hins eilífa vors” vegna loftslagsins. Hitinn sveiflast frá 20°á Celsius á veturna til 30°á Celsius á sumrin.  Venjulega er engin rigning frá maí til september. Þetta verðurfar gerir eyjarnar að gríðarlega eftirsóttum ferðamannastað og einnig tilvöldum stað til að fara á tungumálanámsskeið og nema spænsku um leið notið er einstakrar náttúrufegurðar og fjölda af spennandi afþreyingu.

 

Á Tenerife búa um 900.000 manns. Höfuðborgin heitir Santa Cruz de Tenerife. Eyjarnar mynduðust af eldgosum sem áttu sér stað fyrir milljónum ára.  Tenerife getur státað af hæsta fjalli Spánar eða eldfjallinu Pico de Teide (3718m). Gróðurfar er gríðarlega fjölbreytt og margt forvitnilegt er hægt að skoða t.d. pýramída og cameldýr og þá eru það strendurnar. Þær eru sendnar með klettahöfðum á milli víka og beinlínis kalla á mann að koma og flatmaga í sólinni eða að taka þátt í öllum mögulegum strandíþróttum 365 daga ársins.

 

Eyjarskeggjar eru orðlagðir fyrir gestrisni og vingjarnlegheit. Gestrisni þeirra endurspeglast kannski best í öllum hátíðunum sem þeir halda.  Heilu bæjarfélögin taka þátt. Tónlistin hjómar og dansinn dunar og fjöldi skemmtana eru í gangi og allir skemmta sér. Carnival Santa Cruz de Tenerife er það frægasta og annað stærsta Carnivalið í heimi. Allir klæða sig upp í stórkostlega skrautbúninga og skemmta sér stórkostlega.

 

Nánar um skólann & námið...