Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Þýska / Heidelberg
19.1.2020 : 16:31 : +0000

Um Heidelberg

Heidelberg er lítil, sæt borg sem hefur samt komist á heimskortið með merkari borgum. Hún er með um 150.000 íbúa og eru um 30.000 af þeim háskólanemendur. Heidelberg er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna bæði innlendra og erlendra. Hún er staðsett um 80 km suður af Frankfurt og er stundum sagt að hún sé hjarta Evrópu.

 

Vinsældir Heidelbergs byggja á þremur mikilvægum grunnstoðum. Staðsetningu hennar, Heidelberg kastala, sem gnæfir yfir borginni og einum elsta háskóla Evrópu. Borgin liggur í dal samsíða ánni  Neckar river og er auðvelt að fara gangandi um gamlan, fagran miðbæinn sem er í barokkstíl og státar merkilegum stöðum og þröngum, rómantískum, myndrænum götum.

 

Hin líflega aðalgata er kjörin til að versla í.  Á sérstökum göngugötum eru engir bílar leyfðir né nein almenningsfarartæki svo verslunin sé ekki trufluð. En hjólreiðar eru leyfðar.

 

Hinn heimsfrægi Heidelberg kastali er án efa aðal stolt Heidelbergbúa. Þar er fullkomið útsýni yfir borgina og fjöldinn allur af uppákomum og hátiðum eru haldin þar sem laða að óteljanlegan fjölda gesta. Ef þú dvelur þar seint að kvöldi verður þú vitni að göldrum líkri lýsingu og ef þú ert heppinn sérðu eina af hinum mörgu flugeldasýningum þeirra.

 

Andrúmsloft borgarinnar mótast af háskóla Heidelbergar. Hann var stofnaður 1386 og er ein af elstu stofnunum Evrópu og sá elsti í Þýskalandi. Sem uppáhald þýskra nemenda hefur hann alltaf tryggt visst andlegt frelsi og verið heimili margra hugsuða og ótrúlega margra Nóbelsverðlaunahafa.

 

Nánar um skólann & námið...