Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Spænska / Tenerife / Um skólann & námið
25.1.2020 : 20:38 : +0000

Helstu atriði...

Aldurstakmark: 16 ára+

Lágmarksnámskeiðstími: 2 vikur

Umsóknarfrestur: Æskilegt ekki seinna en 4 vikum fyrir brottför

Upphafsdagsetningar: Alla mánudaga allan ársins hring nema þeir beri upp á opinberum frídegi.

Opinberir frídagar: Skólinn er lokaður á opinberum frídögum. Opinberir frídagar 2018 eru 1. janúar, 2. febrúar, 29. og 30. mars, 1. og 30. maí, 15. ágúst, 12. október, 1. nóvember, 6. desember og 25. desember. 

 

Engin kennsla er á opinberum frídögum eða sérstökum hátíðardögum (local fiesta) nema hann sé 2 daga í viku. Þá er það bætt upp á öðrum kennsludögum.

Sérstakir hátíðisdagar í Puerto de la Cruz 3. maí og 10. júli. Í Costa Adeje eru sérstakir hátíðisdagar 13. febrúar og 15. október. 

Upphafsdagsetningar byrjenda: Tveir dagar í mánuði, fyrsti og þriðji mánudagur mánaðarins nema hann beri upp á opinberum frídegi. Þá hefst námskeið daginn eftir.

Kennslustundafjöldi: 20 í Intensive 20 spænsku og 30 í Intensive 30. 

Kennslustundir: 45 mínútur hver tími.  Kennsla hefst klukkan 9:00 til 12:15 í Intensive 20 og í Intensive 30 klukkan 9:00 til 14:00. 15 mínútna hlé á milli. Ferðaþjónustu (tourism & hospitality) og viðskiptaspænska klukkan 9:00 til 12:15 og 12:30 til 14:00

Hópastærðir:  hámarksstærð venjulega 10 nemendur. Einkatímar í boði.

Stöðumat: Stöðumat á netinu tekið fyrir brottför.

Námsstig: A1, A2, B1, B2, C1 og svo byrjendahópur. Stigin eru byggð á Common European Framework of Reference for Languages.

Netaðgangur: Frír net aðgangur.

Námsefni: Innifalið .

Þátttökuskírteini: Er veitt að loknu námskeiði

Frístundastarf: Í boði eru fjöldamargar uppákomur í hverri viku.

Komu og brottfarartími: Mætt er á sunnudegi og farið á laugardegi, hægt að bóka viðbótardag/a í gistingu gegn dagsleigu.

Tryggingargjald vegna húsnæðis: 50 evrur við komu, sem endurgreiðist við brottför ef húsnæði er skilað hreinu og óskemmdu. 

Frístundir, íþróttir & afþreying

Í boði skólans er full dagskrá af skemmtilegri afþreyingu í viðbót við námið. Einu sinni í viku er skipulagður sameiginlegur morgunverður, ein skoðunarferð, kvöldparý, hátíðir, brimbretta, flamenco og salsa kennlsustundir og fleira.  Afsláttargjald er í boði í heilsurækt fyrir nemendur sem taka Intensive námsskeið. Tómstundaþátttaka sem fer fram virka daga er innifalin, en skoðunarferð um helgi kosta aukalega 25 evrur. Farartæki er þá leigt og fylgir leiðsögumaður. Fulltrúi frá skólanum fer með líka. Skólinn aðstoðar við að skipuleggja íþróttir, dans eða annað sem þátttakendur vilja taka þátt í til viðbótar við það sem skólinn býður upp á s.s. golf, gönguferðir, fjallahjólreiðar, hestaferðir, köfun, brimbetti, sjóskíði og svifflug. Margt fleira er hægt að sjá og gera. Það er stærsta go-kart braut Evrópu á Tenerife, stórglæsilegur vatnsrennibrautagarður með höfrungasýningu, dýragarðuur, sem hýsir mesta fjölda heims af páfagaukum og mörgæsum og einnig lunda frá Vestmannaeyjum svo eitthvað sé nefnt.

Um skólann & námið

Tungumálaskólinn er staðsettur á tveimur stöðum á Tenerife, í borginni Puerto de la Cruz á norður hluta eyjarinnar og á suðurströndinni Costa Adeje. Hægt er að velja að vera á öðrum staðnum eða skipta námstíma á milli borgar og strandar. Tungumálaskólinn í Puerto de la Cruz er í rólegu hverfi sem er kallað “La Paz” og er á móts við hinn sögufræga Botanical Garden. Costa Adeje skólinn er staðsettur rétt við hina vinsælu Playa del Bobo ströndina.

 

Skólinn sérhæfir sig í að kenna spænsku sem erlent tungumál. Kennarar skólans eru fæddir spænskumælandi og allir með háskólapróf og margra ára kennslureynslu. Kennt er í litlum hópum til að ná sem bestum árangri. Markmið er að kennslan sé lifandi og skemmtileg. Mikil áhersla er lögð á samræður á spænsku um leið og kennd er málfræði, lestur og ritun. Kennararnir sem eru bæði faglegir og reyndir styðja þig í gegnum allt námskeiðið. Í rólegu og þægilegu andrúmslofti munt þú njóta þess að dvelja í skólanum og læra spænsku og fljótt finna að þú tekur framförum.

 

Skólinn í Puerto de la Cruz hefur frábæra aðstöðu. Þar eru 10 bjartar kennslustofur, fyrirlestrarsalur sem tekur 60 manns og 3 tölvustofur með háhraðatengingu. Að auki er kaffistofa þar sem þú getur fengið þér snakk, kaffi eða gómsætan hádegisverð og fyrir utan er stór, sólrík verönd með frábæru útsýni. 

 

Miðbær Puerto de la Cruz er aðeins í 15 mínútna fjarlægð frá skólanum þar sem mannlífið ólgar og skemmtilegt er að eyða dagsstund, skoða og versla eða bara njóta umhverfisins.

 

Skólinn í Costa Adeje er engu síðri en þar eru 5 bjartar og loftkældar kennslustofur, afþreyingar svæði til afnota í frítíma og frítt WIFI. Frá verönd skólans er stórfenglegt útsýn yfir sjóinn.

 

Costa Adeje er vinsæll ferðamannastaður auk þess sem margir innfæddir eru búsettir þar. Fimm stjörnu hótel liggja við hlið sjávarþorpa meðfram ströndinni. Fjölbreytt úrval er af hótelum, börum, veitingahúsum, næturklúbbum og skemmtigörðum að ógleymdri sólarströndinni.

 

Í boði er fjölbreytt  úrval af námskeiðum: einstaklingsnámskeið, Intensive hópnámskeið og sérhæfð spænskunámskeið eins og fyrir ferðaþjónustu og viðskipti.

Námskeiðin, dagsetningar & verð

Námskeið í boði

Við bjóðum upp á spænskunámskeiðin Intensive 20 - sem eru 20 kennslustunda nám á viku og Intensive 30 - sem er 30 kennslustunda nám á viku. Hægt er að velja að taka námskeið frá tveimur vikum. Í boði er að fara sem einstaklingur eða hópur.

 

Verðdæmi 2019

Innritunargjald €45 

 

Verð – Intensive 20 spænskunámskeið - 20 kennslustundir á viku

           

 

Vikur

 
 

1. – 3. vika

 
 

Auka vika

 
 

Verð 

 

167 EUR/vika

 
 

150 EUR/vika

 

 

Verð – Intensive 30 spænskunámskeið - 30 kennslustundir á viku

           

 

Vikur 

 
 

1. - 3. vika

 
 

Auka vika

 
 

Verð

 
 

269 EUR/vika

 
 

242 EUR/vika

 

 

Einnig er í boði kennsla í köfun, brimbretti og svifflugi jafnhliða spænskunáminu. Hér má sjá verð á spænskunáminu með kennslunni í köfun, brimbretti eða svifflugi.

 

Köfun, brimbretti og svifflug  + spænskunám

                               

 

  Námskeið

 
 

 Kennslustundir 

 
 

  Starfsemi

 
 

 Verð á viku

 
 

Intensive 20 og köfun 

 
 

          20

   

 

 
 

5 kennslustundir í köfun

 
 

517 EUR

 

Intensive 20 og brimbretti

          20

10 kennslustundir 

á brimbretti

 

292 EUR

 

Intensive 20 og svifflug

          20

Einn tími

 

267 EUR

 

Innifalið í námskeiðinu er þátttökuskírteini, frír netaðgangur í skólanum og skipulagt frístundastarf virka daga.

Námsefni er innifalið en greiða þarf tryggingargjald €50 fyrir kennslubók sem er endugreitt við skil á bókinni við lok námskeiðs. 

 

Einkatímar lágmark 10 kennslustundir 300 EUR. Hver aukatími 30 EUR.

Gisting & verð

Í boði er heimagisting og íbúðir sem þú deilir með öðrum nemum. 

 

Heimagisting er góður kostur þar sem það býður upp á að æfa spænskuna eftir skóla við raunverulegar aðstæður. Einnig lærir þú meira um lífshætti Spánverja. Fjarlægð frá skóla getur verið 10 til 30 mínútna gönguvegalengd. Til að hægt sé að finna fjölskyldu sem passar hverjum og einum þarf að láta vita ef það eru einhverjar séróskir. Rúmföt og handklæði fylgja. Notkun á eldhúsi og þvottavél fer eftir fjölskyldum. Í boði er heimagisting með og án fæðis.

 

Íbúðir deilt með öðrum nemum. Þær eru fullbúnar með sjónvarpi og þvottavél. Rúmföt fylgja en það þarf að koma með eigin handklæði. Aðrir gistimöguleikar eru í boði ef óskað er s.s einstaklingsfrístundaíbúðir, stúdíoíbúðir, litlar og stórar íbúðir og hótel.

 

Verð á heimagistingu

                     

 

Heimagisting

 
 

1 vika

 
 

 1 auka nótt

 
 

Með morgunmat

 
 

202 EUR

 
 

31 EUR

 
 

Hálft fæði

 

(morgunmatur+kvöldmatur)

 
 

252 EUR

 
 

39 EUR

 
 

Fullt fæði (morgunmatur, kvöldmatur og hádegismatur)

309 EUR 45 EUR

 

Verð á íbúð deilt með öðrum

 

                

 

Íbúð deilt með öðrum nemum

 
 

1 vika

 
 

1 auka nótt

 
 

Eins manns herbergi

 
 

Puerto de la cruz 140 EUR

Costa Adeje 175 EUR

 
 

Puerto 31 EUR

Costa Adeje 30 EUR
 

Tveggja manna herbergi (ef tveir ferðast saman)

 
 

Puerto de la Cruz 101 EUR á mann

Costa Adeje 230 EUR samtals
 

25 EUR

 

 

Greiða þarf strax við komu 50 evrur í tryggingargjald vegna húsnæðis, sem endurgreiðist við brottför ef því er skilað hreinu og óskemmdu. 

 

Hægt er að fá akstur frá flugvelli til gististaðar. Hér er verð:

32 EUR á Costa Adeje - sunnan megin á eyjunni

42 EUR á Puerto de la Cruz - norðan megin á eyjunni

84 EUR ef ferðast er á milli hluta eyjunnar, frá suðurflugvelli til Puerto de la Cruz og frá norðurflugvelli til Costa Adeje.