Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Enska / Oxford
29.1.2020 : 18:20 : +0000

Um Oxford

Í Oxford er elsti háskólinn í hinum enskumælandi heimi. Það eitt og sér gerði Oxford að einstökum og sögulegum stað. Alla tíð síðan hefur hin forna saga staðarins haldið áfram að gera borgina að heimsþekktum og eftirsóknarverðum stað að sækja heim. Háskólinn hóf starfssemi árið 1096 og óx síðan hratt frá 1167 þegar Hinrik II lagði blátt bann við að enskir nemendur færu í háskólann í París.

 

Í dag er Oxford lífleg heimsborg. Enn með sinn forna háskóla, en er líka vaxandi hátækni samfélag. Vegna blöndu af hinu forna og nýja er þeim mun meira hægt að gera og sjá fyrir bæði ferðamenn og íbúa. Hvort sem það er að heimsækja einhverjar af  hinum sögufrægu byggingum, háskólum, söfnum, fá sér góða máltíð og drykk, sjá sýningar eða versla þá er það allt í boði. Ef þú vilt svo sjá og gera meira þá er Oxford bara steinsnar frá fjölda af öðrum áhugaverðum stöðum eins og t.d. London, sjálfri höfuðborginni.

 

Í Oxford búa 134.000 manns. Háskólinn hýsir undir einni yfirstjórn 39 skóla sem bjóða æðri menntun. Það eru yfir 20.000 nemendur í þeim frá yfir 140 löndum og landssvæðum.

 

Við bjóðum upp á enskunámskeið í Oxford.

 

Nánar um skólann & námið...