Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Enska / Malta / Um skólann & námið
18.11.2019 : 18:54 : +0000

Helstu atriði...

Lágmarksaldur: 18 ára og eldri allt árið um kring. Enskunámskeið í boði fyrir 6 –  17 ára með eða án þátttöku foreldra/forráðamanna. Einnig í boði á ákveðnum tímabilum krakkabúðir 10 – 13 ára og unglingabúðir 14 – 17 ára.

Upphafsdagssetningar: Á mánudögum allan ársins hring 18 ára og eldri og börn/unglingar í fylgd foreldra/forráðamanna. Ef algjör byrjandi 18 ára og eldri (A1) þá er upphafsdagur fyrsta mánudag í mánuði.

Frídagar skólans 2018: 1. jan. 10. febr. 19. 20. og 31. mars. 1. apr. 1. maí. 29. jún. 15. ág. 8. og 21. sept. 8. 13. 25. og 26. desember. 

Krakkabúðir: Tímalengd 2-6 vikur. Getustig A2 og upp úr.

Unglingabúðir: Tímalengd 1 vika eða 2 vikur upp í 6 vikur. Getustig A2 og upp úr.

Hópstærðir: Almenn námsskeið 8 nemendur hámark í hóp oftast, að meðaltali eru 6 í hóp. Í krakkabúðum og unglingabúðum hámark 15 í hóp. Fjölskyldunámskeið, börn 3-5 ára leikskóli, 5-10 ára einstaklingskennsla og 10-13 ára hópkennsla.

Kennslustundir: Almennt enskunám 20x45mínútna kennsla að morgni, tvö 15 mínútna hlé á milli. Ef valið 25 eða 30 klst. þá er það sem er umfram 20 klst. kennt eftir hádegi. Krakkabúðir og unglingabúðir 20 kennslustundir á viku.

Stöðumat: Fyrsta kennslustund, fyrsta námskeiðsdag. 

Hópaskipting: Getuskipt, A1-C1

Netaðgangur: Frítt þráðlaust net í skólanum og einnig aðgangur að tölvu. Þráðlaust net í gistingu.

Þátttökuskírteini: Afhent í lok námskeiðs.

Námskeið, dagssetningar & verð

Ef þú vilt bæta enskukunnáttu þína þá er Malta ákjósanlegur staður að velja sem námskeiðsstað. Um leið og þú bætir enskukunnáttu þína þá skemmir ekki fyrir hið ákjósanlega veðurfar. Um leið og þú nemur ensku getur þú notað tækifærið til kynnast hinni gífurlegu sögu Maltverja og skoðað hinar ótrúlegu byggingar og staði, sem geta ekki annað en orsakað undrun og löngun til að sjá og vita meira. Skólinn er í þægilegu húsnæði, vel staðsettur og aðlagaður að þörfum nemanda. Þar er sólríkur húsagarður þar sem notalegt er spjalla og fá sér hressingu á milli kennslustunda.

 

Almenn enskunámskeið hefjast alla mánudaga allt árið, fyrir alla sem hafa kunnáttu frá getustiginu A2 (kunna smávegis) til C1(eru vel færir). Í hóp eru oftast að hámarki 8 nemendur, en að meðaltali eru 6 í hóp. Byrjendur A1 byrja fyrsta mánudag í mánuði. Fyrsta kennslutímann fer fram stöðumat á kunnáttu þinni svo hægt sé að velja viðeigandi hóp fyrir þig. Þú getur valið 20, 25, 30 kennslustundir á viku frá mánudegi til föstudags. Það er frír þráðlaus netaðgangur í skólanum og aðgangur að tölvum til að nema sjálfstætt. Þú færð persónulega aðstoð hæfs og faglegs kennara allar námsvikur þínar. Að námsskeiði loknu færðu þátttökuskírteini. Námsefni er innifalið.

Valkvæmar eru menningartengdar skoðunarferðir og afþreying þar sem bjóðast enn fleiri tækifæri til óformlegra samskipta á ensku talmáli. Þrír félagslegir atburðir eru innifaldir vikulega.

Verð

Innritunargjald €75.

Almenn enskunámskeið frá 31. ágúst til 15. júní

Vikur

20 klst/vikan

25 klst/vikan

30 klst/vikan

1. - 8. vika

€179

€209

€239

9. - 20. vika

€149

€179

€209

21. + fleiri

€109

€139

€169

Um sumarið frá 15. júní til 30. ágúst hækkar hver vika um €50.

Gisting

Hægt er að velja á milli tveggja ódýrra gistimöguleika í göngufæri við skólann. Morgunverður innifalinn. Gistivika hefst á sunnudegi og lýkur á laugardegi. Hægt að bóka viðbótardaga gegn sólarhringsleigu. Aðrir gistimöguleikar eru mögulegir fyrir þá sem vilja öðruvísi gistingu eða í hærri gæðaflokki.

 

Eins herbergja studio íbúð

Kojur 6/8

Þriggja manna

Tveggja manna

Eins manna

Vika 1-8

€91

€140

€175

€259

Vika 9-20

€77

€119

€147

€224

21 vikur +

€70

€105

€126

€196

Tveggja herberga íbúð

4 manna

Þriggja manna

Tveggja manna

Eins manna

Vika 1-8

€140

€161

€196

€273

Vika 9-20

€126

€140

€168

€224

21 vikur +

€112

€126

€147

€196

Eða

Eins herbergja studio íbúð

 

Þriggja manna

Tveggja manna

Eins manna

Vika 1-8

 

€161

€189

€294

Vika 9-20

 

  -

€161

€266

21 vikur+

 

  -

€133

€238

Við þetta gistiverð bætast 70 evrur á viku á tímabilinu 15. júní til 30. ágúst.

 

Pick up

Það er hægt að óska eftir að vera sóttur á flugvöll til/frá gististað og kostar það 22 evrur á mann önnur leiðin ef 1-3 ferðast saman. Ef 4 til 9 ferðast saman kostar flutningurinn 17 evrur á mann önnur leiðin.

 

Foreldri/ar og barn/börn/unglingur/unglingar.

 

Ef þú ert foreldri þá getur þú skráð barn þitt eða ungling á enskunámskeið með gistingu, fæði  og afþreyingu jafnframt því sem þú ert sjálf á námsskeiði en einnig án þinnar þátttöku.

 

Tungumálanámskeiðin eru í boði fyrir börn og unglinga valda tíma ársins. Kennsla fer fram á morgnana en eftir hádegi er ýmis afþreying fyrir nemendur í boði. Það er síðan hægt að velja á milli þess að gista með öðrum nemendum í sérhönnuðu húsnæði skólans eða vera í gistingu með foreldrum þegar dagsskránni lýkur. Nemendum er fylgt til og frá skóla. Umsjónarmenn skipuleggja og fylgja nemendum í tómstunda og skoðunarferðir. Eftirlit og gæsla með nemendum er allan sólarhringinn.

 

Fyrir börn 6 – 9 ára er námskeið frá 18. júní til 24. ágúst. Lágmarkstími 2 vikur. Kennsla, gisting og fæði í 2 vikur kostar 1138 evrur.

 

Fyrir unglinga 10-13 ára er hægt að taka þátt í lágmark 2 vikur á tímabilinu 11. júní til 14. september og svo eina viku lágmark á tímabilinu 26. mars – 13. apríl, 2. október – 2. nóvember og svo 27. desember til 11. janúar. Kennsla, gisting og fæði í 2 vikur kostar 1024 evrur á tímabilinu 11. júní – 14. september. Á hinum tímabilunum ef dvalið er í eina viku kostar námskeið, gisting og fæði 456 evrur.

 

Fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára er í boði 2 vikna námskeið lágmark á tímabilinu 9. júní til 8. júlí og svo 21. júlí til 16. september. Kennsla, gisting og fæði í 2 vikur kostar 1024 evrur.

 

Innritunargjald er 75

 

 

Fjölskyldunámskeið

 

Innritunargjald €65

Allt árið geta fjölskyldur tekið þátt í enskunámskeiði á Möltu með börnum sínum á aldrinum 3-10 ára. 18. júní til 24. ágúst er í boði einskunámskeið fyrir foreldra og börn á aldrinum 10-13 ára.

 

 

Skoðaðu þátttöku í spennandi námi og skemmtilegri dvöl á þessari sólbjörtu eyju. Starfsfólk Nínukots gefur nánari upplýsingar.