Þú ert hér: Vinna um víða veröld / Tungumálanám / Franska / París
22.11.2017 : 1:59 : +0000

Um París

París, höfuðborg Frakklands er sú borg Evrópu sem ævintýraljóma stafar af og laðar að sér fleiri ferðamenn en flestir aðrir staðir í heiminum. Hún hefur orð á sér fyrir að vera fegurst borga og rómantískust. Það er skiljanlegt í ljósi þess að borgin er sannkölluð heimsborg og háborg menningar, lista, tísku, hönnunar og er mekka matgæðinganna. 

 

París er ein af miðpunktum mannkynssögunnar með heillandi sögu hvort sem litið er til menningar, lista eða stjórnmála. Ótal margt spennandi er hægt að skoða og gera hvort sem það er að fara á víðfræg kaffihús, hin 134 söfn, 70 leikhús, sögufrægar byggingar, rómantíska bátsferð á Signu eða í Disneyland eða bara taka þátt í þeim ótalmörgu uppákomum sem má finna daglega og eftir árstíðum. 

 

París er miðsvæðis í héraðinu Ile de France og stendur við og út frá bökkum árinnar Signu. Signa var lengst af lífæð borgarinnar sem aðal flutningsleiðin. Áður fyrr bjuggu miðstéttirnar á hægri bakka hennar og ríka fólkið og aðallinn á hinum vinstri. Í Ville de Paris búa  nú yfir 2 milljónir manna og  þar af í elsta hlutanum eða miðborginni Ile de la Cité um hálf milljón manna. Samtals eru um 10 milljónir sem búa í París allri, sem gerir París að þéttbýlasta svæði jarðar.  Borgin skiptist nú í 20 hverfi og er flötur hennar aðeins 105,5 km2 (Reykjavík er á 274,5 km2 svæði). 

 

Ef þú vilt hefja nám í frönsku eða slípa hana til þá er tilvalið að taka tungumálanámskeið í París!

 

Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Nínukots