Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Franska / Nice
22.1.2020 : 20:52 : +0000

Auðvelt er að komast til Nice. Beint flug frá Keflavík er í boði með Wow air vissa daga að sumri og einnig eru í boði flug með millilendingu. Annars er einfalt að taka flug frá Keflavík til alþjóðaflugvalla t.d. London, Dusseldorf, Vín eða Paris og bóka flug þaðan til NCE flugvallarins í Nice eða taka t.d. lest frá Paris til Nice. Hvort sem þú kemur með flugi eða lest er hægt að biðja um að vera sóttur á flugvöllinn eða lestarstöðina af starfsmanni skólans til gististaðar gegn gjaldi. Einnig er hægt að taka sjálfur tram eða rútu/strætó til gististaðar. Frá flugvellinum gengur lest til miðbæjar Nice. Á sumrin er skólinn með móttökuborð á flugvellinum.

 

Nice er með góðar almenningssamgöngur, rútur, strætó, trams og lestir.  

 

Flestir nemendur koma sunnudeginum áður en námskeið þeirra hefst og fara á laugardeginu eftir síðasta námsskeiðsdag. Allir nemendur eru ábyrgir fyrir þeirra eigin ferðaskipulagi nema sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar.

 

Venjulega fara nemendur daginn eftir að námskeiði lýkur.  Í boði er að láta vita ef einhverjar sérstakar ráðstafanir eða aðstoð þarf við brottför og eins ef óskað er eftir aukadögum í gistingu t.d. að koma á laugardegi og fara á sunnudegi.

 

Flug frá Íslandi til Frakklands finnur þú m.a. á eftirfarandi vefsíðum:

  www.icelandair.is

  www.wowair.is 

 

Um Nice

Nice, borgin á Frönsku Ríveríunni við Miðjarðarhafið, ekki langt frá ítölsku landamærunum er oft kölluð Nice la Bella eða Nice hin fagra. Þeir sem sækja borgina heim eiga auðvelt með að skilja nafnbótina þar sem borgin situr á einstaklega fallegum og sólríkum stað. Milt og gott veðurfar einkenna hana allan ársins hring, sem er kær tilbreyting frá Gamla Fróni. Samgöngur eru einnig frábærar, sem gerir auðvelt að sækja heim hina fjölmörgu, áhugaverðu staði í nágrenninu.

 

Göngutúr um gamla, þríhyrningslaga miðbæinn getur þér þá tilfinningu að þú sért kominn 100 ár aftur í tímann og þú upplifir töfra evrópskrar miðaldabæja eins og þeir gerðust bestir. Göturnar eru litlar og þröngar göngugötur, þar sem virkilega er hægt að týna sér á röltinu á milli ótölulegan fjölda lítilla sérvöruverslana, litlum, sætum börum og veitingahúsum, listaverkagalleríum þar sem þú getur jafnvel rekist á listamennina, margra, fagurra kirkna og fjölda torga, skrýddum gosbrunnum, sem tengja göturnar skemmtilega saman.

 

Steinvöluströndin við Nice er einkennandi fyrir borgina, en stutt er í sandstrendur í nágrenninu. Aðallinn í Bretlandi var langt á undan samtímanum að uppgötva Nice sem frábæran sumarleyfisstað og dregur Enskistígurinn eða Promenande des Angles nafn sitt frá þeim tíma er Bretarnir nutu göngutúra meðfram strandlengjunni snemma á 19. öldinni. Í dag er þessi göngustígur, sem liggur meðfram strandlengju borgarinnar gríðarlega vinsæll að ganga, skokka, hjóla eða rúlluskauta og ekki síst þann tíma dagsins þegar nýtur stórbrotins sólarlagsins og sólarupprásarinnar.

 

Castle Hill er hæð beint upp af gamla miðbænum og þar gefst alveg stórkostlegt útsýni yfir borgina, ströndina og hafið. Castle Hill er gríðarlega vinsæl að fara upp til. Leiðin veitir gott tækifæri til að fá góða, ókeypis líkamsrækt með þvi að ganga, skokka eða hlaupa upp hin 500 þrep, sem þangað liggja. Fyrir hina sem vilja þægilegri ferðamáta þá er hægt að fá sér far með lyftu. Þarna uppi er skógi vaxinn garður og frábært að ganga hringinn og skoða útsýnið til allra átta.

 

Svo ótal margt er hægt að skoða og gera í Nice eins og að flatmaga á ströndinni, busla í sjónum, ganga um miðbæinn, skoða hin fjölmörgu listasöfn og kirkjur, kynnast réttum heimamanna, kíkja á velgeymdar krár eða njóta ilms blómamarkaðanna.

 

Auðvelt er að bregða sér til Cannes, Antibes, Monaco og fleiri staða við strandlengjuna því þarna á milli ganga tíðar lestarferðir.

 

Ef þú vilt hefja nám í frönsku eða auka kunnáttu þína þá er tilvalið að velja tungumálanám í Nice, hinni fögru.

 

Lesa meira um frönskunám í Nice