Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Franska / Nice / Um skólann & námið
21.1.2020 : 11:46 : +0000

Helstu atriði...

Lágmarksaldur: 16 ára fyrir almenn tungumálanámskeið. Í boði eru sérstök unglinganámskeið fyrir 12-17 ára tímabilið 12. mars til 28.október. Sumarpakkar (frönskunámskeið, gisting, fæði, menningar & íþrótta starfsemi, skoðunarferðir, gæsla 24/7 og flutningur) eru í boði fyrir 8-17 ára á sumrin.

Tímalengd: Ein vika og lengur.

Hópastærðir: 8-12 nemendur í hóp.

Kennslustundir: Ein kennslustund er 45 mínútur. Hægt að velja um 20, 30 eða 40 kennslustundir á viku. Einnig í boði einkatímar og blanda af 20 kennslustundum og einkatímum.

Upphafsdagar: Byrjendur annan hvern mánudag nema hann sé á opinberum frídegi, þá er það dagurinn á eftir. Nemendur lengra komnir, C2 hefja námskeið á ákveðnum dögum.  Fyrir námskeið fyrir Delf undirbúning verður að athuga hjá Nínukoti með upphafsdaga.

Stöðumat: Er tekið fyrsta daginn, sem námskeið hefst klukkan 8:30.

Umsóknarfrestur: Best 2 mánuðum fyrir upphafsdag til að vera öruggur um að komast að fá þá gistingu sem óskað.

Hópaskipting: Frá algjörum byrjendum til lengra komna. 4 getustig: A0, A1-A2, B1-B2, C1-C2. Byggt á Common European Framework of Reference (CEFR).

Menningarviðburðir/frístundir: Skólinn stendur fyrir fjölbreyttum ferðum og afþreyingu, sem nemendur geta valið að taka þátt í.

Um skólann & námið

Skólinn var stofnaður árið 1990. Hann hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að vera einn sá fremsti í frönskukennslu fyrir erlenda nemendur og hefur hann hlotið viðurkenningu frá menntamálaráðuneyti Frakklands fyrir gæða kennslu, þjónustu og aðstöðu. Húsnæði skólans er miðsvæðis í Nice. Aðeins i 15 mínútna göngufæri frá miðbænum, hafinu og Enska stígnum. Hann er rúmgóður með loftkælingu. Kennslustofur eru 11 og er ein útistofa. Einnig er tölvustofa. Kaffitería er fyrir nemendur. Skólinn er með hjólastólaaðgengi. Aðgangur er að þráðlausu netsambandi, einnig í garði skólans.

 

Kennarar skólans eru allir með kennsluréttindi og hafa sérhæft sig í að kenna frönsku sem erlent tungumál. Í náminu eru nemendur þjálfaðir í að tjá sig bæði munnlega og skriflega. Heimavinna er sett fyrir daglega. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar svo sem best náist til mismundandi námsaðferða nemenda.

 

Skólinn býður upp á gott umhverfi til að nema frönsku hvort sem það er frá grunni eða lengra komna. Nemendum er skipt í hópa miðað við kunnáttu. Getustigin eru fjögur, það er algjörir byrjendur (A0), aðeins lengra komna (A1, A2), sæmilegir/góðir (B1,B2) og svo lengst komna (C1, C2). Í hóp eru 8-12 nemendur hámark. Með því að hafa hópana litla gefst nemandum tækifæri til að vera virkir þátttakendur í tímum og kennarinn á auðveldara með að sníða kennsluna að hverjum og einum nemanda í hópnum.

 

Námskeiðin, dagsetningar & verð

Í boði eru frönskunámskeið í 20 klst. (Standard), 30 klst. (Intensive) og 40 klst. á viku. Námskeið hefjast alla mánudaga ársins nema fyrir nemendur, sem eru algjörir byrjendur og þá sem eru lengst komnir.

 

Upphafsdagar fyrir byrjendur árið 2019 eru 1. og 3. mánudagur í mánuði og fyrir þá sem eru lengst komnir er 1. mánudagur hvers mánaðar: Vinsamlegast hafðu samband við Nínukot til að fá upplýsingar um dagsetningar.  Tungumálaskólinn býður einnig upp á ýmis fleiri námskeið jafnframt frönskunáminu.

 

Upphafsdagar námskeiða fyrir byrjendur: 07.01 – 21.01 – 04.02 – 18.02 – 04.03 – 18.03 – 01.04 – 15.04 – 29.04 – 13.05 – 27.05 – 10.06 –24.06– 02.09 – 16.09 – 30.09 –14.10- 28.10 – 12.11 – 25.11 – 09.12

 

Upphafsdagar námskeiða fyrir þá sem eru í advanced level/mjög góðir: 07.01 – 04.02 – 04.03 – 01.04 – 06.05 – 03.06 – 02.09 – 07.10 – 04.11 – 02.12

 

Opinberir frídagar: 22.04 - 01.05 - 08.05 - 30.05 - 14.07 - 15.08 - 01.11 - 11.11

 

 

Verð 2019

Innritunargjald 60 evrur

Vikur

20 kennslustundir

 

30 kennslustundir

40 kennslustundir

1-2

€265

 

€355

€480

3-8

€237

 

€315

€430

9+

€195

 

€275

 

 

Combi: 20 hóptímar á viku + 5 einkatímar 510 EUR

Combi: 20 hóptímar á viku + 10 einkatímar 730 EUR

 

Vinsamlegast hafið samband við Nínukot til að fá nánari upplýsingar og verð fyrir lengri dvöl. Einkatímar einnig í boði.

Senda fyrirspurn.

 

Gistimöguleikar & verð

Stúdentagarðar

  • Hægt að bóka árið um kring.
  • Hægt að velja eins eða tveggjamanna herbergi með baðherbergi.
  • Eldhúsaðstaða.
  • Sjónvarp og sími.
  • Rúmföt útveguð.

 

Stúdentagarðar Campus Central (Á skólasvæðinu, Wifi, loftræsting, nýlegt, einkabaðherbergi)

Vikuverð     

 

 

 

Eins manns herbergi (dvöl í 1-8 vikur)

€210*/€330**             

 

 

 

Eins manns herbergi (dvöl í 8+ vikur)

€180*/ €270**

 

 

 

Tveggja manna herbergi (dvöl í 1-8 vikur)

€170*/ €260** 

 

 

 

Tveggja manna herbergi (dvöl í 8+ vikur)

€140*/€220**

 

 

 

Auka nótt = €50

 

 

 

** high season: frá 16. júní til 21. september

 

Athugaðu að húsnæði er leigt fyrir hverja viku. Vikan hefst á sunnudegi. Lokadagur er á laugardegi. Ef óskað er eftir að koma degi fyrr eða degi síðar er hægt að athuga hvort það sé laust og þá kostar nóttin 50 EUR.

 

Sumarhúsnæði frá 30.06.2019 - 10.08.2019

Einkaherbergi með einkabaðherbergi 260 EUR vikan. Auka nótt 50 EUR.

 

Heimagisting

  • Hægt að bóka árið um kring.
  • Einstaklingsherbergi með aðgangi að eldhúsi og baðherbergi.
  • Rúmföt útveguð.
  • Fjölskyldurnar búa innan við 30 mín. göngu frá skólanum eða innan 30 mínútna ferð með almenningssamgöngutæki.

 

Heimagisting

Vikuverð

Miðað við dvöl í 1-11 vikur

Vikuverð

Miðað við dvöl í 12+ vikur

 

Einstaklingsherbergi

€190

€155

 

Einstaklingsherbergi með morgunmat

€220

€170

 

Einstaklingsherbergi með morgun- og kvöldmat

€255

€203

 

Einstaklingsherbergi með morgunmat og sér baðherbergi

€250

 

 

Einstaklingsherbergi með morgun- og kvöldmat og sér baðherbergi

€300

 

 

Auka nótt = €50

 

Tveggja manna herbergi eru einnig í boði í heimagistingu og er verið frá 150 EUR.

 

Einnig eru í boði stúdíóíbúðir til leigu og hótelgisting. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Nínukots.

Af hverju að velja þennan skóla?

Skólinn er viðurkenndur af Menntamálaráðuneyti Frakklands. Hann hefur mikinn metnað til að veita þá bestu kennslu og umhverfi fyrir erlenda nemendur sem vilja nema frönsku, sem völ er á. Hann hefur á að skipa úrvalskennurum sem hafa mikinn metnað til að veita góða þjónustu. Hann býður upp á gott úrval af frístundastarfi jafnt á vegum skólans sem og úti í borginni valið af hverjum og einum. Þetta gerir skólann að góðum valkosti fyrir alla þá sem vilja læra frönsku.