Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Au Pair / Au pair Evrópa / Spánn
28.1.2020 : 17:12 : +0000

Í stuttu máli...

Aldurstakmörk: 18-27 ára

 

Starfsreynsla:  Umsækjendur verða að hafa reynslu af barnagæslu hjá öðrum en fjölskyldu sinni. Áhugi á mannlegum samskiptum og áhugi á ýmsum íþróttum er kostur. 

 

Tungumálakunnátta: Enska og grunnþekking í spænsku er kostur. Umsækjendur verða að geta tjáð sig nokkuð auðveldlega á ensku.

 

Umsóknarfrestur: Tveimur til þremur mánuðum fyrir áætlaðan brottfarardag.

 

Lengd dvalar: 3-12 mánuðir.  Hægt er að leggja í hann allan ársins hring. Dvöl 3-4 mánuðir, er algengara að sé í boði á sumrin.

 

Annað:  Hreint sakavottorð, almennt heilbrigði og reykleysi. Ökuskírteini er kostur.

 

Við erum að leita eftir þroskuðum, sjálfstæðum og jákvæðum einstaklingum með góða aðlögunarhæfni og síðast en ekki síst Au Pair sem hafa gaman af því að kynnast nýrri menningu og að vera með og umgangast börn!

 

Um landið

Höfuðborg: Madrid 
Stærð: 504.030 km2
Mannfjöldi: 46 milljónir íbúa
Tungumál: Spænska
Trúarbrögð: 97% rómversk kaþólskir, 2% mótmælendur, 1% annað.
Gjaldmiðill: euro €
Tímamismunur: + 1 klst. (GMT) að vetri. +2 klst að sumri.
Rafmagn: 220V 50 HzHz
Landsnúmer: +34

Kort af Spáni

 

Hvernig kemstu frá Íslandi? 

 Athugið einnig að íslenskar ferðaskrifstofur bjóða stundum upp á leiguflug til Spánar. 

 

Almennar leitarvélar

Hvenær ætlar þú að fara?

Við bjóðum upp á verkefni allan ársins hring.  

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar í síma 561 2700 eða sendu okkur fyrirspurn.

Au pair Spánn

Einstakar sólarstrendur, stórkostlegar heimsborgir, notaleg sjávarþorp og stórfenglegar minjar þar sem sagan kallast á við nútímann. Allt frá Barcelona í suðri til Kanaríeyja við norðurströnd Afríku blasir við mikil náttúrufegurð.  

 

Því er það ekki af ástæðulausu sem Spánn hefur verið efst á vinsældalista sólarlandafara í Evrópu um áratuga skeið.  Auðvelt er að ferðast um Spán, mikið úrval af gistingu, veðrið milt, fólkið afslappað og strendurnar langar og fallegar.

 

Við bjóðum þér að kynnast landinu frá fyrstu hendi sem hluti af spænskri fjölskyldu. Núna getur þú sótt um au pair í Madrid, Valencia eða Barcelona. Fjölskyldurnar búa víðsvegar um borgirnar og í nánasta umhverfi.

 

Í Au pair Spánn! 

 

Um vinnuna

Nínukot býður þér upp á að upplifa Spán og spænska menningu sem hluti af spænskri fjölskyldu. Þannig kynnist þú daglegu lífi á Spáni, lærir spænsku, kynnist spánverjum og öðrum Au pair sem koma víða að úr heiminum. 

 

Starfið felst í að sinna börnum fjölskyldunnar og aðstoða við létt heimilisstörf. Dæmi um verkefni gæti verið að fylgjast með og leika við börnin, klæða þau og þrífa, útbúa mat fyrir börnin, taka til í herbergjum þeirra og þvo af börnunum, aka þeim í skóla og í frístundir, aðstoða þau við heimalærdóminn og kenna þeim um þitt eigið land og venjur.

 

 Vinnutíminn er að jafnaði 30 klst. á viku og eru launin að lágmarki 60 evrur í vasapening á viku. Að auki fær Au pair fullt fæði og sérherbergi sem hluta af sínum launum.  Það er amk. einn frídagur í viku og lágmark ein fríhelgi á mánuði. Fyrir hverja sex mánuði í vinnu færðu eina viku frí á launum.  

 

Í frítíma þínum getur þú sótt tungumálanámskeið, hitt aðrar Au pair og skoðað allt sem Spánn hefur upp á að bjóða.

 

Samstarfsaðilar okkar á Spáni eru til stuðnings fyrir allar Au pair á meðan dvöl stendur. Þú færð upplýsingapakka við komu til Spánar ásamt lista með upplýsingum um aðrar Au pair í nágrenni við þig.  

 

Tekið er viðtal við allar fjölskyldur og eru þær valdar af kostagæfni.

 

 

 

Innihald

  • €60-€80 í vasapening á viku.
  • Fullt fæði og sérherbergi á meðan á dvöl stendur.
  • Handbók Nínukots
  • Au pair starf í 3-12 mánuði. Fer eftir árstíma.
  • Gistifjölskylda
  • Stuðningur á meðan dvöl stendur

 

Hvað er ekki innifalið?

  • Flug til/frá Spáni
  • Tungumálanámskeið er valkvætt 
  • Heilbrigðis, ferða- og ábyrgðatrygging

 

Au pair getur notað Evrópska sjúkratryggingarkortið á Spáni sér að kostnaðarlausu. Hægt er að sækja um það hjá  Sjúkratryggingum Íslands (www.sjukra.is). Kortinu er framvísað ef viðkomandi þarf á aðstoð læknis að halda. 

 

Verð

Skráningargjald 15.000 ISK - Greiðist við skráningu

Verkefnagjald 20.000 ISK - Greiðist eftir að fjölskylda er fundin