Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Um Nínukot / Hvernig kemst ég á áfangastað?
28.1.2020 : 16:59 : +0000

Hvernig kemstu á áfangastað?

Það getur alltaf tekið einhvern tíma að finna flug og pússla saman ferðamöguleikum. Hægt er að spara tugi þúsunda með að skoða vel hvaða flugfélög fljúga til hvaða staða og hvaða aðrir möguleikar eru eins og lestir og rútur. Gott er líka að fylgjast með tilboðum sérstaklega á flugi frá Íslandi sem oft er dýrasti þátturinn í ferðinni.

Verðbreytingar eru tíðar og erfitt getur verið að spá fyrir um verð.

Þægilegt er að nýta sér leitarvélar sem leita að ferðum frá brottfararstað til áfangastaðar en þær birta ýmsa möguleika á samsetningu flugs ólíkra flugfélaga. Margir möguleikar eru þó á flugi frá stórborgum innan Evrópu eins og t.d.  London, París og Kaupmannahöfn. Því er oft sniðugt að skoða flug frá stórborg til áfangastaðar.

Hér fyrir neðan eru dæmi um flugfélög og leitarvélar sem tilvalið er að nýta sér þegar leita skal af flugi, fá verðhugmyndir og/eða bóka flug. Starfsmenn Nínukots geta aðstoðað við finna flug og ferðir.


Flug frá Íslandi:

  

Almennar leitarvélar:

 

www.visitor.is - er fyrirtæki sem finnur ódýr flug gegn lágu ferðabókunargjaldi

www.studentuniverse.com/ er sérstök flugleitarvél fyrir námsmenn