Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Camp USA / Umsóknarferlið
23.1.2018 : 0:02 : +0000

Umsóknarferlið... skref fyrir skref

Þú munt vilja finna starf sem passar við kunnáttu þína, reynslu og áhugamál. Því þarf að vanda til  verksins við að finna starf sem passar þér. Svona er það gert:

 

Pörunarferlið fyrri hluti

1.       Viðtal og kynning: Þegar þú hefur verið samþykkt/ur til vinnu í sumarbúðum ferðu í viðtal og námskynningu í heimalandi þínu.

2.       Pörun: Skoðuð eru laus störf, sem talið er að henti þér. Þegar parað er eru mörg atriði skoðuð. Þar á meðal: hvenær þú getur byrjað, áhugamál þín, kunnátta og reynsla, persónuleiki þinn, enskukunnátta.

3.       Þegar pörun er komin er umsókn þín send framkvæmdastjóra sumarbúðarinnar til að líta á.

 

Pörunarferlið seinni hluti 

1.       Skoðun: Framkvæmdarstjórinn skoðar umsóknina þína í allt að 5 daga áður en tekin er ákvörðun um ráðningu eða ekki ráðningu.

2.       Starfstilboð: Ef framkvæmdarstjóri sumarbúðarinnar ákveður að ráða þig munum við hafa samband við þig og bjóða þér starfið. Ef framkvæmdarstjórinn vill ekki ráða þig er reynt að finna annað starf.

3.       Staðfesting: Starfstilboð þarf að staðfesta innan sólarhrings til Nínukots. Ef þú ákveður að hafna starfstilboðinu þá þarftu að hafa góða ástæðu. Reynt er að finna nýtt tilboð fyrir þig, en ekki er hægt að tryggja að það takist.