Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Camp USA / Þátttökuskilyrði
23.1.2018 : 0:02 : +0000

Hver getur sótt um?

Þátttökuskílyrði fyrir leiðbeinendur (camp counselor):

  • Aldurstakmark 19 – 28 ára. (18 ára einstaklingar með mikla reynslu á sínu sérsviði geta sótt um. Vinsamlegast verið í sambandi við okkur til að fá nánari upplýsingar)
  • Leiðbeinendur: Reynsla af starfi með börnum og unglingum eða hafa unnið að æskulýðsmálum eða hafa einhverja sérstaka kunnáttu eða hæfileika á sviði frístundaáhugamáls eða íþrótta (sjá nánar...).
  • Góð enskukunnátta.
  • Umsækjendur verða að geta mætt í formlegt viðtal og á undirbúningsfund hér heima.
  • Umsækjendur þurfa að geta starfað í 8-15 vikur.
  • Hreint sakavottorð og góð heilsa.
  • Mikill áhugi á að starfa í sumarbúðum.

 

Í boði eru tvær mismunandi leiðir. Ef þig vantar vinnu í sumarbúðum þá sækir þú um sumarbúðastarf en ef þú ert búinn að fá vinnu í sumarbúðum og þarft aðeins J-1 visa þá getur þú fengið aðstoð hjá okkur við að fá það. Sjá meira í Self placement.