Þú ert hér: Verkefni um víða veröld
18.2.2018 : 17:51 : +0000

Um Nínukot

Nínukot starfar sem umboðsaðili fyrir fjölda ferðaþjónustufyrirtækja um allan heim. Við gefum upplýsingar og leiðbeinum í gegnum allt umsóknarferlið frá A-Ö, með öll viðeigandi leyfi, gistingu ofl. ofl. og erum til stuðnings á meðan á dvöl stendur. 

Tungumálanám

Má bjóða þér að fara í tungumálanám þar sem þú ferðast og kynnist menningu annars lands? 

Lesa meira...

Au Pair

Má bjóða þér að gerast Au Pair og gæta barna?

Lesa meira...

Sjálfboðavinna

Má bjóða þér að gerast sjálfboðaliði og uppskera nýja lífsýn?

Lesa meira...

Work&Travel

Má bjóða þér að vinna erlendis?

Lesa meira...

Af hverju að taka þátt?

- Skemmtilegt

- Þroskandi

- Gefandi

- Lærdómsríkt

- Víkkar sjóndeildarhringinn

- Upplifun

- Prófa eitthvað nýtt

- Læra tungumál

- Kynnast heiminum

- Kynnast nýrri menningu

- Meiri skilningur

- Reynsla sem fer á ferilskrána

- Vera meira en ferðamaður!

ofl. ofl.

 

Hvenær ætlar þú að fara?

Við bjóðum upp á Work&Travel, Sjálfboðavinnu, Tungumálanám og Au pair störf allan ársins hring.  

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar.

sími 561 2700

Nínukot on Facebook

Ertu með spurningu?

Hafðu samband!

Au pair í Bandaríkjunum!

Ertu ævintýragjörn, forvitin og hefur áhuga á að kynnast nýju landi og menningu? 

Við erum að leita eftir þroskuðum, sjálfstæðum og jákvæðum einstaklingum og síðast en ekki síst Au Pair sem hafa gaman af því að vera með og umgangast börn!  Það er mikil eftirspurn hjá Au Pair Care eftir Au pair! Ekki hika! - því Bandaríkin bíða eftir þér...

 

Smelltu hér til að fá meiri upplýsingar um Au pair í Bandaríkjunum.

Nýtt! Frönskunám í Nice

Nice, borgin á Frönsku Ríveríunni við Miðjarðarhafið, ekki langt frá ítölsku landamærunum er oft kölluð Nice la Bella eða Nice hin fagra. Þeir sem sækja borgina heim eiga auðvelt með að skilja nafnbótina þar sem borgin situr á einstaklega fallegum og sólríkum stað. Nínukot býður upp á frönskunám í Nice. 

Lesa meira...

Verndun munaðarlausra Simpansa - sjálfboðavinna

Viltu hjálpa til við að vernda munaðarlausa simpansa?  

 

Nú býðst þér einstakt tækifæri til að kynnast og annast simpansa í heimsins stærsta friðlandi þeirra í Zambíu.

 Lesa meira...

Sjálfboðavinna í Zanzibar við Tanzaníu

 

Í sjálfboðavinna Zanzibar muntu njóta ótrúlegrar sólaruppkomu og frábærra strandferða þar sem þú getur synt í hlýjum sjónum og notið þín. Þú öðlast góða innsýn í daglegt líf eyjarskeggja,  færð tækifæri til að gefa af þér og skapa ógleymanlegar minningar.

 

Í Zanzibar færðu tækifæri til þess að vera sjálfboðaliði á leikskóla í Jambiani og taka þátt í uppörvandi og þroskandi leikjum og starfi með börnunum, kenna ensku eða aðstoða við viðhald skólanna. Þú getur starfað við ferðaþjónustuskóla þar sem skólinn menntar þorpsbúa þar til þeir fá þá þekkingu og hæfni til að starfa í ferðaþjónustu eða þú getur unnið við önnur sjálfboðaverkefni t.d. að reka krakkaklúbb með öðrum sjálfboðaliðum. 

Nánar um sjálfboðavinnununa...

Lifað með ljónum í Afríku - sjálfboðavinna

-Viltu kenna ljónsungum að veiða í náttúrunni? 

Zimbabwe er eins og National Geographic mynd af Afríku með hinum stórkostlegu Viktoríufossum, ótrúlegu dýralífi, rústum frá miðöldum og líflegum borgum.  Við bjóðum upp á Sjálfboðavinnu Zimbabwe þar sem þér gefst einstakt tækifæri til að fjölga villtum ljónum í náttúrunni og styðja við starfsemi Zambezi þjóðgarðsins. Lesa meira...

Camp USA

Viltu starfa við gæslu barna í sumarbúðum víðs vegar um Bandaríkin, upplifa náttúru landsins, eignast vini hvaðan æva úr heiminum og skapa ógleymanlegar minningar?

 

Ef svarið er já, þá gæti Camp USA verið fyrir þig!

 

Umsóknarfrestur 15.mars 2017!

 

Lesa meira...

 

Enskunám Miami

Sólskinsparadísina, Miami City á suðurodda Flórída í Bandaríkjunum þarf vart að kynna svo þekkt er hún sem ein af líflegustu og fjölsóttustu áfangastöðum Bandaríkjanna.  

 

Tungumálaskólinn er staðsettur á Suðurströnd Miami City eða “South Beach”, sem er svo yfirleitt stytt og einfaldlega nefnd "SoBe". Skólinn er við hina líflegu göngugötu Lincoln Road, rétt handan við hornið á Washington Avenue. Á Lincoln Road er iðandi mannlíf... lesa meira

Work & Travel Spánn

Einstakar sólarstrendur, stórkostlegar heimsborgir, notaleg sjávarþorp og stórfenglegar minjar þar sem sagan kallast á við nútímann. Allt frá Barcelona í suðri til Kanaríeyja við norðurströnd Afríku blasir við mikil náttúrufegurð. Því er það ekki af ástæðulausu sem Spánn hefur verið efst á vinsældalista sólarlandafara í Evrópu og ferðamannaiðnaðurinn ein helsta atvinnugrein Spánverja.

 

Það er ekki að undra að Spánverjar óski eftir hjálp frá þér.   Njóttu alls þess sem Spánn býður upp fyrir ferðamenn, á meðan þú vinnur þér inn pening og lærir um menningu landsins og spænsku.

Lesa meira...