Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Camp USA / Um sumarbúðirnar
23.1.2018 : 0:03 : +0000

Hvað segja þátttakendur?

,,Ég er ekki að ljúga þegar ég segi að þetta var besta sumar sem ég hef upplifað''

- Sigrún Mathiesen

 

sjá fleiri ferðasögur og myndir á facebook síðu Nínukots.

Um sumarbúðirnar

Sumarbúðirnar hafa mismunandi áherslur og markhópa. Helstu gerðir sumarbúða eru: 

Hefðbundnar einkareknar sumarbúðir

Þær eru venjulega í eigu einstaklinga eða fjölskyldna og er þessi tegund sumarbúða algengastar. Flestar eru staðsettar úti í guðs grænni náttúrunni og bjóða upp á margs konar útivistatómstundir.

Sumarbúðir trúfélaga

Trúfélög starfrækja margar sumarbúðir í Bandaríkjunum. Sumarbúðir kristinna og gyðinga eru algengastar. Þessar sumarbúðir leggja mikla áherslu á trúna í gegnum hefðbundið starf búðanna. Þátttaka starfsliðsins í trúarathöfnum er breytileg á milli búða.

Dagsumarbúðir

Í þeim búðum koma þátttakendur daglega í eina viku eða lengur, en fara alltaf heim í lok dags. Búðirnar eru staðsettar á margvíslegum stöðum, s.s. í borgum, á háskólalóðum eða á hefðbundnum sumarbúðastöðum. Starfsfólk býr ýmist í búðunum eða í heimagistingu.

Sumarbúðir fyrir ungmenni, sem standa höllum fæti

Þessar búðir bjóða börnum sem eiga erfitt sökum fátæktar að komast í sumarbúðir svo þau eignist jákvæðar minningar og reynslu. Börnin eru yfirleitt frá stórborgum. Venjulega starfrækja góðgerðafélög án hagnaðarsjónarmiða þessar búðir. Þessar búðir sækjast eftir fólki sem hefur reynslu af félagsstörfum eða af vinnu að æskulýðsmálefnum. Starf í þessum búðum er oft ögrandi en ótrúlega gefandi.

Sumarbúðir fyrir fólk með sérþarfir

Þessar búðir eru fyrir  börn og/eða fullorðna einstaklinga sem eru með líkamlegar eða andlegar fatlanir, hegðunarvandamál eða námserfiðleika. Leiðbeinendur leiða margs konar hefðbundið og örvandi frístundastarf. Þeir geta líka þurft að aðstoða við persónulegar þarfir sumarbúðagestanna t.d að baða eða lyfta. Þetta er vissulega ögrandi starf en líka mjög gefandi.

Kynjaskiptar sumarbúðir 

Þessar búðir eru í boði fyrir annað kynið eingöngu.  Oft er bræðra eða systra sumarbúð í næsta nágrenni.  Flestar skáta sumarbúðir aðgreina kynin.