Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Camp USA / Self placement
23.1.2018 : 0:02 : +0000

Umsóknarfrestur fyrir Camp USA ''Self placement'' er 1.maí 2016. Mælt er sterklega með því að ''self placements'' þátttakendur sæki um fyrir 1.mars 2016.

Verð í ÍSK?

Auðveldlega er hægt er að reikna út verð í íslenskum krónum miðað við gengi hvers dags með því að fletta upp sölugenginu á vefsíðum íslenskra banka.

Verð á vefnum eru í evrum, dollurum og pundum ásamt íslenskum krónum.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 561 2700 eða senda tölvupóst.

Camp USA - ''self placement'' og ''returnees''

Camp USA ''Self placement'' er fyrir fólk sem hefur starfað áður í sumarbúðum í USA og ætlar að ráða sig aftur í sumarbúðir. Oft er starfsmönnum boðið að koma aftur til starfa næsta sumar á eftir. Einnig er ''self placement'' fyrir þá sem hafa sjálfir fundið starf og vantar tilskilin leyfi til að taka þátt. Þátttakendur í ''Self placement'' semja sjálfir um launin.

 

Nínukot aðstoðar þig í gegnum umsóknarferlið, að ganga frá vegabréfsáritun og leyfum, útvegar tryggingar, ofl. Eins og áður eru Nínukot og InterExchange til stuðnings á meðan dvöl stendur í USA. 

 

Umsóknarfrestur fyrir ''Self placement'' er 1.maí 2016. Mælt er sterklega með því að ''Self placement'' þátttakendur sæki um fyrir 1.mars 2016.

Innihald

Eftirfarandi er innifalið í verkefninu ''Self placement'' Camp USA:

 • Handbók Nínukots 
 • Formleg kynning og viðtal
 • Umsýsla vegna dvalar- og atvinnuleyfisins - DS2019
 • Aðstoð og leiðbeiningar vegna umsóknar um J-1 vegabréfsáritun (J-1 áritun er leyfi til þess að fara inn í landið á þeim grundvelli að fara í sumarstarf eða au pair starf)
 • Upplýsingafundur varðandi brottför og dvöl (valkvætt fyrir ''self placement'' en mælum með að þeir mæti sem eru að fara í fyrsta skipti í Camp USA)
 • Tengiliður á meðan á dvöl stendur 
 • 24 tíma neyðarþjónusta 
 • Handbók, leiðsögubók um USA og Camp USA
 • Þátttökuskírteini að lokinni dvöl
 • Möguleiki að ferðast á eftir sumarbúðavinnunni - 30 daga "Grace period"
 • Heilbrigðis- og slysatryggingar á samningtímabili. 

 

Þátttakendur í self placement eru þeir sem finna sjálfir starf í sumarbúðum eða eru að fara í annað eða þriðja sinn í sömu sumarbúðir. Því semja þeir sjálfir um launin. 

 

 Hvað er ekki innifalið?

 • Kostnaður við að fá sakavottorð (2000 ISK) og læknisvottorð
 • Umsóknargjald v/vegabréfsáritunar ($160)
 • Flug og ferðir
 • Tryggingar yfir Grace period. Hægt er að kaupa CareMed tryggingar fyrir auka daga sem dvalið er á ferðalagi.

Verð

Verð 2017

Verkefnagjald ''Self placement'': 535 USD (innifalið er: umsýslugjald, tryggingar og SEVIS gjald)

Verkefnagjald ''returnees'':335 USD (innifalið er: umsýslugjald, tryggingar og SEVIS gjald)

Gengið er hægt að reikna á vefsíðu (forsíða) Íslandsbanka www.ninukot.is. Þegar verkefnagjald er greitt, miðast upphæð við það sölugengi dags þegar greitt er.