Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Camp USA / Camp USA
23.1.2018 : 0:02 : +0000
Nínukot on Facebook

Hrefna var í Camp USA - ferðasaga

 "Sumarið mitt hefði sennilega ekki getað orðið betra. Eg var með stelpur a aldrinum 11-12 ara, aldurinn sem eg setti i fyrsta sæti og eg eignaðist frabærar vinkonur sem bjuggu með mer! Allt gekk eins og i sögu þarna, hinir counselorarnir voru frabærir, var með Sigrúnu sem var einnig frabært! Skemmtilegt að hafa aðra islenska sem deilir sömu reynslu og eg og er ekki of langt fra mer til að spjalla um þetta eftir sumarið. Fór i tivoli, sirkus kennslu og helt a allskonar dýrum, lærði nyja leiki og allskona arts&crafts. Se ekki astæðu fyrir að einhver ætti ekki að gera þetta allavega einu sinni i lifinu! Get léttilega sagt þetta var mitt besta sumar sem eg hef upplifað og vona það se ekki langt þangað til eg annaðhvort fari aftur eða allavega kiki i heimsokn."  Lesa meira og sjá myndir.

 

 

SUMARIÐ 2017

UMSÓKNARFRESTUR TIL 15. MARS!

Ertu með spurningu?

Hafðu samband 

Líflegt og skemmtilegt sumarstarf

Ertu farin/n að hugsa hvað þú vilt gera næsta sumar? Ef þú vilt kanna nýjar slóðir og kynnast fólki víðs vegar að úr heiminum þá gæti Camp USA verið kjörið verkefni fyrir þig. 

 

Nínukot býður upp á Camp USA, sumarbúðastörf í Bandaríkunum í samstarfi við InterExchange. Interexchange er með yfir 40 ára reynslu í að vinna með sumarbúðum. Allir, sem starfa hjá InterExchange Camp USA hafa unnið í sumarbúðum og hafa því yfirgripsmikla þekkingu á starfinu og rekstri búðanna. InterExchange veitir hagkvæma, persónulega og örugga þjónustu og leggur metnað sinn í að finna rétta staðinn fyrir hvern þátttakanda. 

 

Allt frá árinu 1861 hefur verið mjög sterk hefð hjá bandarískum ungmennum að fara í sumarbúðir. Á hverju ári eru um 10 milljónir barna og unglinga sem njóta skemmtunar og þess frelsis, sem fylgir því að fara í sumarbúðir. Í landinu eru meira en 12.000 sumarbúðir og því mikið framboð af störfum fyrir ungt fólk hvaðanæva að úr heiminum. 

 

Sumarbúðarstarf er kjörið fyrir þá sem hafa gaman af útileikjum og íþróttum, hafa gaman af börnum, hafa einhverja sérstaka kunnáttu eða hæfileika og líkar vel að vinna í frjálslegu umhverfi.  Að vinna í sumarbúðum er krefjandi en um leið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. 

 

Ef þú kýst að taka þátt og vinna í Camp USA þá getur þú verið viss um að þú munt taka heim með þér dýrmætar minningar og reynslu, sem mun varðveitast ævilangt.

 

Þetta gæti jafnvel orðið ævintýralegasta sumar lífs þíns!!!

Helstu atriði...

Aldurstakmörk: 18-28 ára (þátttakendur verða að vera orðnir 18 ára fyrir 1.júní)

Skilyrði fyrir þátttöku: Að hafa reynslu og áhuga á starfi með börnum eða hafa unnið að æskulýðsmálum eða með fólki með sérþarfir eða hafa sérstaka kunnáttu á sviði frístundaáhugamáls eða íþróttar.

Starfsreynsla: Almennt er ekki krafist fyrri starfsreynslu, en góð starfsferilskrá auðveldar alltaf að koma umsækjendum fyrir.

Laun: sjá töflu.

Tungumálakunnátta: Enska, - umsækjendur verða að geta tjáð sig auðveldlega á ensku.

Umsóknarfrestur: 15. mars. Alltaf er betra að sækja um tímanlega.

Lengd dvalar: 8 - 15 vikur.  Möguleiki að leggja í hann frá fyrstu dögunum í maí til 15. júní. Þátttakendur verða að vera farnir frá Bandaríkjunum í seinasta lagi 15.október vegna vegabréfsáritunar.

Ferðalög: Hægt er að ferðast í 30 daga á eigin forsendum eftir að starfi lýkur (''Grace period'').

Annað: Hreint sakavottorð, heilbrigði, áhugi, sjálfstæði, hraustleiki, aðlögunarhæfni og sveigjanleiki varðandi vinnufyrirkomulag.