Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Zanzibar við Tanzaníu
20.1.2020 : 9:30 : +0000

I very much enjoyed this placement, not only did I have an awful lot of fun but it felt wonderful to be able to give back and enjoy the hospitality of some really nice amazing people“ – Amy Austin, United Kingdom

Sjálfboðavinna Zanzibar

Zanzibar

Zanzibar er eyjaklasi rétt utan við strönd Tanzaniu í Austur Afríku. Stærstu eyjarnar eru Unguja og Pemba. Í daglegu tali er Unguja iðulega kölluð Zanzibar. Eyjarnar eiga mikla sögu, sem er gríðarlega áhugaverð samsetning margra menningarheima, strendurnar eru ægifagrar og mikið sjávarlíf býr í grænbláum sjónum.

 

Í Zanzibar finnast margir sögufrægir minnisvarðar svo sem Chumbe Island Marine Reserve og Jazani Forest þar sem upprunalegu rauðu colobus aparnir finnast ennþá. Suður ströndin býður upp á frábært tækifæri til að synda með höfrungum í hinu hlýja Indlandshafi.

 

Höfuðborg eyjaklasans er Zanzibar City, sem er á vesturströnd Unguja og þar er hinn sögufrægi bær, Stone Town elsti hluti borgarinnar. Stone Town er mjög merkilegur bær bæði þegar litið er til sögu og listar. Þar sjást vel hin margbreytilegu menningarlegu áhrif sem Arabía, Persía, Indland og Evrópa hafa sett á menningu Swahili þjóðarinnar. Stone Town var skráð í heimsminjaskrá UNESCO árið 2000. Vegna þessarar merkilegu arfleifðar þá er Stone Town mest sótti ferðamannastaðurinn í Tanzaniu.

 

Í Zanzibar færðu tækifæri til þess að vera sjálfboðaliði á leikskóla í Jambiani og taka þátt í uppörvandi og þroskandi leikjum og starfi með börnunum, kenna ensku eða aðstoða við viðhald skólanna. Þú færð möguleika til að starfa við ferðaþjónustuskóla þar sem reynt er að mennta þorpsbúa þar til þeir fá þá þekkingu og hæfni sem þarf til svo þeir fái störfin í ferðaþjónustunni sem rekin er á þeirra heimaslóðum. Þú gætir einnig unnið við ýmis önnur sjálfboðaverkefni s.s að reka krakkaklúbb með öðrum sjálfboðaliðum. 

 

Í Jambiani, litlu þorpi, sem er í fallegu og rólegu umhverfi í suðurhluta austur strandar Unguja (Zanzibar) muntu dvelja í sjálfboðastarfinu.  Þorpið er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Stone Town. Það er byggt í langri lengju meðfram ægifagurri, hvítri sandströndinni þar sem manni virðist hægt að rölta endalaust í sandinum, svo mjúkum að þér finnst að þú gangir í hveiti. Á þessum stað finnur þú samfélag sem kann að taka lífinu með rósemd.

 

Í sjálfboðavinna Zanzibar muntu njóta ótrúlegrar sólaruppkomu og frábærra strandferða þar sem þú getur synt í hlýjum sjónum og notið þín. Þú öðlast góða innsýn í daglegt líf eyjarskeggja, færð tækifæri til að gefa af þér og að skapa ógleymanlegar minningar.

Í stuttu máli

Aldurslágmark: 18+
Upphafsdagssetningar: Fyrsti og þriðji mánudagur hvers mánaðar.
Dvalartími: 2 - 12 vikur
Umsóknarfrestur: Um tveimur mánuðum fyrir brottför
Þátttökuskilyrði: Enskukunnátta. Hjólreiðareynsla er gagnleg, en ekki nauðsynleg. Ekki er beðið um sérstaka starfsreynslu.
Staðsetning: Jambiani, Zanzibar
Húsnæði: Sjálfboðaliðar búa í þægilegum, en einföldum strandbústöðum í þorpinu Jambiani. Sjálfboðaliðar deila herbergi með 2-3 öðrum af sama kyni.
Vinnutími/frítími: Getur verið mismunandi eftir verkefnum, en almennt frá 4- 8 klst á dag.
Frítími: Yfirleitt tveir dagar í viku.
Fæði og uppihald: Þrjár máltíðir á dag alla virka daga nema miðvikudaga. Á miðvikudagskvöldum er farið á veitingastað á svæðinu og þar borgar hver fyrir sig.
Áritun: Ekki þarf að sækja um áritun fyrir brottför fyrir allt að 90 daga dvöl. Koma þarf með 6 vegabréfsmyndir og afrit af vegabréfi í lit.

                                            Lesa meira...

                                             Um vinnuna

                                           Innihald og verð