Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Kenýa / Kenýa - Limuru
19.11.2019 : 21:10 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18 ár, hámarksaldur fer eftir heilsu viðkomandi. Eldri en 60 ára verða að útvega læknisvottorð. Lágmarksaldur 13 ára ef farið er með foreldri.

Tungumálakunnátta: Kunnátta í ensku.

Starfsreynsla: Ekki er krafist starfsreynslu, en þykja vænt um fólk og vera í líkamlega góðu ástandi. Verður að geta unnið sem hluti af heild, vera sveigjanlegur og samvinnuþýður. 

Vegabréfsáritun:  Allt að þriggja mánaða áritun er hægt að kaupa á flugvellinum við komu.

Lengd dvalar:  2 - 12 vikur. 

Upphafstími: Alla mánudaga. Hefst 15. janúar 2018. Verkefni ekki í gangi 18. desember - 8. janúar.

Umsóknarfrestur: Bóka þarf helst eigi síðar en 2 -3 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Annað: Viltu miðla og fræða? Hefur þú hugmyndaflug og frumkvæði? Hefurðu gaman af nýjum ævintýrum?  Þá gæti verkefni í Limuru í Kenýa verið fyrir þig!

Hvar muntu búa?

Á meðan á sjálfboðastarfinu stendur býrðu í yndislegu húsi á landareign hins myndræna Brackenhurst Centre. Staðsetningin er frábær og umhverfið hrífandi. Þú deilir þægilegu svefn- og baðherbergi með öðrum. Sturturnar eru með heitu vatni. Þú getur notið þess að taka þátt í ýmissi afþreyingu í Brackenhusrst Centre eins og blaki, tennis, göngutúrum í skóginum, farið á netið, skroppið á kaffihús og prófað eitthvað af réttum heimamanna eða bara notið útsýnisins. Handklæði eru útveguð, dagleg þrif og 3 máltíðir á dag sem eru eldaðar af frábærum kokki. Þú hefur stuðning allan sólarhringinn frá reyndum verkefnastjóra sem er aldrei langt undan.

Sjálfboðavinna Limuru, Kenýa

Kennsluverkefni í Limuru

Mannfjöldinn í Kenýa er mikill áhrifavaldur í stöðugri baráttu við fátækt og atvinnuleysi. Menntunarkerfið og innviðir líða alvarlega vegna skorts á kennurum, yfirfullum og illa búnum skólum og lágu menntunarstigi. Menntun er samt almennt viðurkennt sem lykilinn að þróun en þrátt fyrir að yfirvöld í Kenýa reyni að veita öllum menntun þá eru mörg ljón í veginum.

Í þessu verkefni er reynt að veita aðstoð með hjálp sjálfboðaliða. Það er mikil þörf á sjálfboðaliðum sem hafa ástríðu fyrir að hjálpa þeim sem illa standa að vígi og vilja bæta núverandi ástand í Kenýa. 

Sem sjálfboðaliði í þessu skólaverkefni uppgötvar þú að iðulega hefur þú ekkert hjálpargagn í höndunum annað en töflu og krít. Það getur því orðið heilmikil áskorun að nota sköpunargáfur sínar til upphugsa aðrar, skemmtilegar aðferðir til að koma þekkingu til barnanna og þannig bæta möguleika þeirra að fá vinnu og öðlast bjartari framtíð. En með þinni þátttöku og framlagi ertu að leggja lið við að bæta námsumhverfi barna í leikskólum, grunnskólum og munaðarleysingjaheimilum í Kenýa. Þú myndar tengsl við kennarana og færð aðstoð frá þeim við að koma í framkvæmd nýjum hugmyndum, leiðum og efni.

Þú kennir börnum ensku á gagnvirkan hátt. Þú veitir einstaklingsathygli. Þú styður við samfélagið. Þú kynnist samfélaginu líka á dýpri hátt en annars væri sem þáttakandi í því. Þú gefur en þú færð svo mikið meira til baka.

Það er svo  margt sem þú kynnist og getur gert jafnframt sjálfboðastarfinu. Þú kynnist fjölbreyttri og líflegri menningu, lærir jafnvel Swahili. Þú sérð hið tignarlega fjall Kilimanjaro og sum af þekktustu villtu dýrum Afríku. Þú getur farið í göngutúra í þjóðgarði Nairobi sem er rétt við þröskuldinn á íverustað þínum. Þú getur séð og lært um munaðarlausa fíla á fílastöðinni. Þú getur komist í návígi við gírafa í friðlandi þeirra. Þú getur grafið berfætta fætur þína í hvítan, hlýjan sandinn við hitabeltisströnd Kenýa og dýpt þeim í túrkís blátt vatnið. Þú getur farið í ævintýraferð í hinn víðfræga Maasai Mara þjóðgarð og virt fyrir þér hið stórkostlega sjónarspil sem búferlaflutningarnir miklu eru. Þú munt eignast vini til lífsstíðar.