Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Enska / San Diego
21.1.2020 : 5:58 : +0000

Tungumálanám í San Diego

San Diego er borg í Bandaríkjunum, sem er staðsett á strönd Kyrrahafsins í Suður Kaliforníu (Southern California) og liggur að landamærum Mexíkó. Hún er áttunda stærsta borgin í Bandaríkjunum og næststærsta borgin í Kaliforníu. Um 1.3 milljón manns búa þar.

 

San Diego er þekkt fyrir milt veðurfar allan ársins hring, fallega bláan sjó og hvítar sandstrendur. Sumir segja að borgina San Diego skorti veðurfar, en íbúar borgarinnar virðast una vel án fjölbreytileikans sem við Íslendingar könnumst svo vel við. Í raun er blíða veðurfarsins það sem, öðru fremur,  einkennir og skilgreinir borgina. Þrátt fyrir að borgin sé stór og í hröðum uppvexti, er ró yfir henni innan um alla skýjakljúfana og múrsteinsbyggingarnar þótt ótrúlegt megi virðast. Fjöldi ferðamanna sækir borgina ár hvert, allt frá partíglöðum stúdentum til hefðbundinna ferðalanga, til að njóta góðs af rólega, afslappaða andrúmsloftinu sem ríkir í borginni.

 

Borgin er þekkt fyrir virkan útivistarlífstíl og taka San Diego-búar þátt í alls konar útivistarstarfsemi. Allt frá siglingum og brimbrettabruni til ýmissa leikja í almenningsgörðum og atvinnuíþrótta. Í borginni er mikið af spennandi stöðum að skoða til dæmis SeaWorld, stærsti dýragarður í heiminum, Legoland og USS Midway safnið svo eitthvað sé nefnt.

 

En fyrst og fremst, ef þér finnst gaman að fallegum, miðlungsstórum borgum, langar að vera í góðu veðurfari og skoða margt spennandi er San Diego rétti staðurinn fyrir þig.

En af hverju að læra í San Diego?

  • Frábær borg í Suður Kaliforníu
  • Nálægt heimsfrægri líftækni, alþjóðlegum viðskiptum og afþreyingarfyrirtækjum
  • Þú hefur aðgang að háskólum á heimsmælikvarða
  • Vettvangsferðir til Las Vegas, Los Angeles, Beverly Hills og Hollywood

 

Langar þig að fara í málanám í San Diego? Vinsamlegast hafðu samband Nínukot til að fá nánari upplýsingar.