Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Enska / Miami - South Beach
28.1.2020 : 17:36 : +0000

Um Miami

Sólskinsparadísina, Miami City á suðurodda Flórída í Bandaríkjunum þarf vart að kynna svo þekkt er hún sem ein af líflegustu og fjölsóttustu áfangastöðum Bandaríkjanna.  Bandaríkjamenn gefa flestum stöðum viðurnefni, eftir því hvað einkennir staðina og að sjálfsögðu hefur Flórída fengið nafnið "Sólskinsfylkið".

 

Tungumálaskólinn Rennert er staðsettur á Suðurströnd Miami City eða “South Beach”, sem er svo yfirleitt stytt og einfaldlega nefnd "SoBe". Skólinn er við hina líflegu göngugötu Lincoln Road, rétt handan við hornið á Washington Avenue. Á Lincoln Road er iðandi mannlíf jafnt daga sem kvöld. Þar eru tugir spennandi verslana, lista gallerí, tískuverslanir, leikhús, tónleikahöll, kvikmyndahús, listamiðstöð, litskrúðugar byggingar í stíl Art Deco, götusalar auk fjölda veitingastaða. Hún laðar að svo sannarlega jafnt ferðamenn sem heimamenn.

 

Í beinni línu austur af Lincoln Road er Strandgatan eða “Ocean Drive”. Töfrandi ströndin liggur steinsnar neðan við “Ocean Drive” og hinu megin eru verslanir, veitingastaðir, danssstaðir og barir þar sem fjörugt næturlífið blómstrar. 

 

Miami er svo sannarlega á listanum yfir þær borgir sem “bara verður að sjá”.

 

Lærðu ensku í Miami um leið og þú kynnist þessari sólríku borg við hlýjan sjó og hvítar, mjúkar strandir. Borginni, sem iðar af fjöldbreyttu mannlífi.

Tilhugsunin ein um mjúkan sand og að busla í hlýjum sjónum heillar og freistar.

 

Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Nínukots.