Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Enska / Miami - South Beach / Um skólann & námið
20.2.2019 : 9:02 : +0000

Helstu atriði...

Umsóknarfrestur: 4 vikur. Við mælum þó með að bókað sé a.m.k. um 2 til 4 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Aldurstakmark: 17 ára og eldri (einnig eru í boði sérstök unglinganámskeið fyrir 13 til 17 ára á sumrin og fjölskyldunámskeið þar sem börn frá 8 ára aldri geta tekið þátt)

Upphafsdagssetningar: Á mánudögum allan ársins hring, nema á hátíðisdögum.

Hátíðisdagar: Skólanum er lokað á eftirfarandi dögum árið 2015: President's day 16. febrúar, Memorial Day 25. maí, Labor Day 7. september, Thanksgiving 26. og 27. nóvember, 2015 Hátíðarlokun 25. Desember til 1.janúar 2016. Ekki er endurgreitt vegna frídaga. Skólinn opnar aftur 4.janúar 2016.

Staðssetning: 560 Lincoln Road, Miami, 4 götum frá ströndinni og við hornið á Washington Avenue.

Hópstærðir: hámark 10 nemendur í hóp. Enginn annar enskuskóli í Bandaríkjunum býður upp á námsmannahópa sem eru hámark 10 manns. Því færri sem eru í hópnum því meiri athygli og þjónustu fær hver og einn nemandi.

Kennslustundir: 50 mín. hver kennslustund. Geta verið fyrripart eða seinnipart dags.

Stöðumat: Um morguninn fyrsta námskeiðsdags. 

Hópaskipting: Skipt eftir kunnáttu og getu hvers og eins. Einnig byrjendur. 10 stig eru í boði. Einnig er í boði viðskiptaenska, undirbúningur fyrir TOEFL, Cambridge FCE og Cambridge CAE. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Nínukots.

Afþreying: Skólinn býður upp á margs konar afþreyingu og skemmtun fyrir utan kennslutíma og er hún leidd af kennurum skólans t.d. menningaferðir, tómstundir, ofl . Einnig er boðið upp á helgarferðir t.d. til Key West og Bahamas.

,,Æðisleg ferð að baki með fullt af góðum minningum sem munu lifa! Manni dauðlangar að vera þarna ennþá :) '' - Alexandra Miami South Beach

„Skólinn er frábær!!! Staðsetningin er mjög fín og húsnæðið er mjög fínt, allt svo hreint og fínt í skólanum :) !! Starfsfólkið og kennararnir eru mjög hjálpsamir og kennslan er mjög óhefðbundin :) ... Fyrsta vikan er búin að vera annasöm og ég sé frammá að það haldi svoleiðis áfram... Ég er meðal annars að plana ferð til Key West og siglingu til Bahamas, svo það er nóg að gera.“ - Marta, Miami SoBe 2014

Um skólann & námið

Áralöng reynsla, litlir bekkir og persónuleg kennsla einkennir tungumálaskólann öðru fremur. Í fjóra áratugi (síðan 1973) hefur tungumálaskólinn kennt ensku með mjög góðum árangri námsfúsum einstaklingum frá yfir fimmtíu löndum.

 

Tungumálaskólinn státar sérstaklega af minnstu bekkjarstærðum í Miami, með að hámarki 10 nemendum í hverjum hóp. Kennararnir eru allir faglærðir og hafa reynslu og mikinn metnað fyrir starfi sínu. Þeir lífga upp á kennsluna með miklum samskiptum og samræðum í tímum og með því að taka kennsluna út fyrir hússins dyr með daglegum viðburðum á vegum skólans.

 

Tungumálanámskeiðin sem í boði eru:

Vacation N‘ Learn (16 kennslustundir á viku)

Rapid Progress 20 (20 kennslustundir á viku)

Rapid Progress 30 (30 kennslustundir á viku)

 

VACATION ‘N LEARN

Að hámarki 10 nemendur í hóp (16 kennslustundir á viku)

Þú ættir að taka þetta námskeið ef..
... þú vilt bæta enskukunnáttu þína á meðan þú skoðar þig um í sólskinsborginni Miami. Í öllum kennslustundum er lögð mikil áhersla á samræður og samskipti á milli kennara og nemenda, að nemendur auki orðaforða sinn, læri orðatiltæki og bæti málfræði kunnáttu sína.

 • 16 kennslustundir á viku, fjóra daga vikunnar og fjórar kennslustundir á dag (Mæting á föstudögum er valfrjáls)
 • Hægt er að velja um kennslu frá 9:30 – 13:10 eða 13:40 – 17:20
 • Hóparnir eru litlir, með að hámarki 10 nemendum
 • Kennslustund er 50 mínútur
 • Tíu stöðuþrep eru, frá byrjendum til lengra komna
 • Áhersla lögð á tal, hópa- og paravinnu og kynningar
 • Kennslan er fjölbreytt og lifandi vegna skoðunarferða og menningaviðburða, sem stjórnað er af kennurum
 • Lista og tómstunda námsskeið samhliða tungumálanáminu
 • Nemendur geta byrjað alla mánudaga, allan ársins hring nema á opinberum frídögum
 • Nemendur fá þátttökuskírteini við lok námskeiðs

 

 

RAPID PROGRESS 20

Að hámarki 10 nemendur í hóp (20 kennslustundir á viku)

 

Þú ættir að taka þetta námskeið ef...

...þig langar að bæta enskukunnáttu þína til muna með að læra í skemmtilegu og spennandi enskumælandi landi, þar sem þú hefur nóg af tækifærum til að nota tungumálið. Lagt er áherslu á að nemendur öðlist færni í samskiptum, styrki málfræðikunnáttu sína, auki við orðaforðann og bæti framburð sinn.

 • 20 kennslustundir á viku, fimm daga vikunnar og fjórar kennslustundir á dag
 • Hægt er að velja um kennslu frá 9:30 – 13:10 eða 13:40 – 17:20.
 • Hóparnir eru litlir, með að hámarki 10 nemendum
 • Kennslustund er 50 mínútur
 • Tíu stöðuþrep eru, frá byrjendum til lengra komna
 • Áhersla lögð á tal, hópa- og paravinnu og kynningar
 • Kennslan er fjölbreytt og fræðandi vegna skoðunarferða og menningaviðburða, sem stjórnað er af kennurum.
 • Lista og tómstunda námskeið samhliða tungumálanáminu
 • Nemendur geta byrjað alla mánudaga, allan ársins hring nema á opinberum frídögum.
 • Nemendur fá þátttökuskírteini við lok námskeiðs

 

 

RAPID PROGRESS 30
Að hámarki 10 nemendur í hóp (30 kennslustundir á viku)

 

Þú ættir að taka þetta námskeið ef..
.. þig langar að ná miklum framförum í ensku á stuttum tíma. Þetta námskeið hjálpar þér við að bæta framburð þinn, auka skilning þinn í hlustun, lestri og ritun. Þú getur svo aðlagað tungumálanámið að þínum þörfum með þátttöku í sérstökum valáföngum þar sem þú getur valið það sem þú vilt leggja áherslu á, hvort sem það tengist menningu eða framburði. Þú getur valið áfanga sem tengist til dæmis ensku í gegnum amerískar bíómyndir, orðfimi, amerískri menningu í gegnum gamanleik, blaðamennsku eða fjölmiðla.

 

30 kennslustundir á viku, fimm daga vikunnar og sex kennslustundir á dag

 • Kennt er frá 9:30-13:10 og svo eru valáfangar seinnipartinn frá 13:40 til 17:20. (Engir valáfangar eru á föstudögum).
 • Kennslustund er 50 mínútur
 • Hóparnir eru litlir, með að hámarki 10 nemendum
 • Tíu stöðuþrep eru, frá byrjendum til lengra komna
 • Áhersla lögð á tal, hópa- og paravinnu og kynningar
 • Kennslan er enn meira lifandi og skemmtileg vegna skoðunarferða og menningaviðburða, sem stjórnað er af kennurum
 • Lista og tómstunda námskeið samhliða tungumálanáminu
 • Nemendur geta byrjað alla mánudaga, allan ársins hring nema á opinberum frídögum
 • Nemendur fá þátttökuskírteini við lok námskeiðs

 

Tungumálaskólinn býður nemendum upp á lista-og tómstundanámskeið samhliða náminu. Hægt er að velja á milli margra námskeiða, allt eftir áhugasviði. Á sólríkum ströndum Miami er í boði ballet, salsa og vatnsíþróttir eins og paddleboarding, kitesboarding og surfing, Intro to surfing (long board) og 3 daga réttinda köfunarnámsskeið. Rennert er einnig í New York. Þar er hægt að velja um námskeið í dansi, tísku, tónlist, ljósmyndun, kvikmyndagerð og leiklist.

Námskeið, dagsetningar & verð 2018

Enskustigin eru frá 1-10 í almennri ensku, en í viðskiptaensku eru þau frá 7+. Nemendur fara í stöðupróf fyrsta daginn í skólanum og fara í framhaldinu á það stig sem hentar þeim. Allir námshópar eru að hámarki 10 manns. Hægt er að velja um 16, 20 og 30 kennslustundir á viku í almennri ensku. Hér fyrir neðan er hægt að sjá verð á námskeiðum.

 

Innritunargjald 155 USD

Kennslugögn 69 USD

Tungumálanám (kennslustundir)     1-6 vikur  7-11 vikur  12-19 vikur 20+ vikur 
Vacation N'Learn (16) 325 300ekki í boði

Rapid Progress (20)   

 340 320 305 280

Rapid progress (25)

Rapid Progress (30) 

380

 425

365

 410

 350

390

310

 330

Business English (20) 340 320 305 

 

Ef þú ert algjör byrjandi í ensku þá vinsamlegast vertu í sambandi við Nínukot til að fá nánari upplýsingar um byrjendanámskeið.

 

Art Plus listanámskeið samhliða enskunáminu

Hægt er að taka þátt í spennandi og fjölbreyttum lista- og íþróttatengdum námskeiðum samhliða tungumálanáminu t.d. köfun, kitesurfing, paddleboarding, tennis, golf, DJ námskeið og Salsa dansnámskeið. Námskeiðin standa yfir í 1 til 8 vikur og eru á ensku. Þátttaka í ArtsPlus námskeiðum samhliða enskunáminu er skemmtileg leið til að fá enn meira út úr náminu og dvöl sinni í Miami. 

 

Valkvætt: Hægt er að kaupa akstur frá flugvelli er 130 USD frá Miami airport en 170 USD frá Ft Lauderdale.

Gisting í Miami

Húsnæðið í Miami, sem skólinn býður nemendum eru flest í göngufæri frá skólanum, ströndinni og öllu því sem hjarta Miami South Beach hefur upp á að bjóða.

 

Í boði eru þrír valmöguleikar í gistingu:

 

Nemendaíbúðir: Fullbúnar íbúðir með einkaherbergjum og tveggja manna herbergjum. Íbúðirnar eru í næstu götu við alla þjónustu og í 10 mínútna göngufæri frá skólanum, ströndinni og hinu líflega South Beach svæði á Miami strönd. Vikuleg þrif á sameiginlegu svæði. Íbúðir aðeins fyrir nemendur skólans.

Verð:

Einstaklingsherbergi: $560 hver vika

Tveggja manna herbergi: $370 hver vika

 

Íbúðir: fullbúnar íbúðir staðsettar í um 5-10 mínútna göngufæri frá skólanum og er 5 mínútna rölt á ströndina. Íbúðirnar eru fullbúnar, sérbaðherbergi, eldhús, WiFi, sjónvarp og vikuleg þrif. 

Einstaklingsherbergi: $615 hver vika

Tveggja manna herbergi: $360 hver vika

 

 

Farfuglaheimili/ Free hand Designer Hostel og Hostelling international

Farfuglaheimilið er staðsett við ströndina og ertu aðeins 15 mínútur með strætó í skólann. Hægt er að vera í 4ra manna herbergi, með sérbaðherbergi loftræstingu og læsta skápa fyrir persónulega muni. Þar er WiFi, þvottaaðstaða, sameiginlegt eldhús, sundlaug og grill í sameiginlegu rými heimilisins. Morgunmatur alla daga og vikuleg þrif eru innifalin í verði. Í nánasta umhverfi farfuglaheimilisins eru matvöruverslanir, kaffihús og veitingahús.

Verð:

 

Hostelling international $260 hver vika

 

Free hand frá $260 hver vika - fer eftir árstíma

Janúar til Maí 2018: 260-460 USD

Júní til Október 2018: 260 USD

Nóvember til Desember 2017: 260 USD-360 USD

 

 

Heimagisting

Þessi valmöguleiki býður upp á að deila íbúð með íbúum Miami. Sérherbergi í mismunandi íbúðum stutt frá skólanum eða allt að 40-60 min. með strætó. Allir íbúar eru valdir af kostagæfni. Þessi kostur er frábær fyrir þá sem vilja fá sanna Miami reynslu.

Verð heimagisting:

Einstaklingsherbergi m/morgunmat 7 daga vikunnar: $350 hver vika

Einstaklingsherbergi m/morgunmat og kvöldmat 7 daga vikunnar: $440 hver vika

Ef tveir ferðast saman geta þeir deilt herbergi í heimagistingu: $245 hver vika á mann

Hægt er að bæta við fleiri máltíðum ef þess er óskað.

 

Bókunargjald vegna húsnæðis er USD 95. Aukanótt ein eða tvær USD 85 í tveggja manna og USD 95 í eins manna herbergi. Ef aukagisting er 3 nætur þá þarf að greiða vikuna og eins ef aukanætur eru ekki um helgi laugardag eða/og sunnudag. USD 50 bætist við heimagistingagjald um jól.