Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Ítalska / Flórens / Um skólann & námið
21.1.2020 : 12:37 : +0000

Helstu atriði...

Lágmarksaldur: 18+

Umsóknarfrestur: Skila þarf inn umsókn með lágmark 4 vikna fyrirvara.

Upphafsdagssetningar: Alla mánudaga ársins. Ef hann ber upp á opinberum frídegi á Ítalíu þá er upphafsdagur dagurinn á eftir.  Fyrir algjöra byrjendur eru upphafsdagar 2-3 í mánuði. Yfirleitt 1. og 3. mánudag í mánuði. 

Seinasti kennsludagur ársins er 20.desember.

Stöðumat: Fer fram fyrsta daginn klukkan 9:00 bæði munnlegt og skriflegt. Námsmat byggir á Common European Framework of References for Languages (CEFR) A1 - C2.

Kennsla: Standard námskeið 20 klst. á viku 45 mínútna kennslustundir, kennt frá 9:30 – 13:00, hálftíma hlé frá 11:00 til 11:30. Intensive námskeið, 30 klst. á viku, 9:30 til 15:00. Tvö hálftíma hlé frá 11:00 – 11:30 og 13:00 – 13:30. 

Viðurkenningarskjal: Veitt að námskeiði loknu.

Annað: Skólinn skipuleggur atburði og námskeið meðfram tungumálanámskeiðinu.

Reynslusaga...

"Það gengur bara mjög vel. Er með góðan kennara og er í skemmtilegum bekk. Svo bý ég með mjög almennilegri konu í íbúðinni.Veðrið er búið að vera gott alla daga, nema á föstudaginn lentum við í hvirfilbyl (var í skólanum þá) sem stóð yfir í nokkrar mínútur.  Er búin að skoða margt hérna í Flórens og ferðaðist til Feneyja, Siena og San Gimignano núna um helgina. Mér lýst bara alveg æðislega á þetta allt saman.''

Hildur Hrönn

Frístundir, íþróttir & afþreying

Engum leiðist í Flórens enda státar borgin af óteljandi heimsþekktum stöðum, söfnum, byggingum og minnismerkjum sem geyma merkilega sögu og eru ólík öllu því sem þú hefur áður séð.  Í nágrenni Flórens má svo finna bæina Siena, Pisa, Lucca, Volterra, S. Gimignano og svo Chianti hæðirnar. Ef fólk vill hins vegar hefðbundnari skemmtanir, eru bíó í Flórens þar sem nemendur geta séð ítalskar kvikmyndir og æft um leið ítölskuna, farið á tónleika, ballettsýningar, farið á óperu, séð leiksýningar eða farið á árlegu listahátíðina í Flórens, Maggio Musicale Florentiono.

 

Allir nemendur tungumálaskólans fá ítarlegan lista yfir alla viðburði á svæðinu í upphafi dvalar sinnar. Skólinn skipuleggur svo vettvangsferðir á áhugaverða staði í Flórens og nágrenni, sem og kvöld þar sem nemendur og starfsfólk skólans gera eitthvað saman.

 

 

 

 


Um skólann & námið

Tungumálaskólinn er staðsettur miðsvæðis í byggingu frá sautjándu öld. Kennslustofurnar eru rúmgóðar, bjartar og með loftræstingu. Hægt er að ná wi-fi tengingu alls staðar.

 

Skólinn í Flórens er miðlungs stór og státar af mjög vinalegu andrúmslofti sem þú finnur allt frá fyrsta degi.  Á háannatímum sækja skólann um 120-130 nemendur. 12 manns eru að hámarki í hverjum hóp, sem skapar gott samband milli kennara og nemenda. Þannig fá nemendur frábært tækifæri til að ná góðum tökum á ítölsku og jafnframt að kynnast fólki frá öllum heimshornum.

 

Í tungumálaskólanum eru hópar getuskiptir eftir kunnáttu í ítölsku. Þannig getur þú verið algjör byrjandi til lengra kominn. Í byrjun námsins taka nemendur stöðupróf, skriflegt og munnlegt og út frá því ákveðið í hvaða hóp þeir lenda. 12 getustig eru í boði. Til að meta árangur nemenda og framfarir er svo í boði að taka próf í lok námskeiðsins.

 

Nýtt! Nú bjóða þau upp á námskeið bæði í Flórens og á eyjunni Elbu við norðurhluta Ítalíu. Flugvöllur er á Elbu.

Námskeið, verð & dagsetningar 2019

Kennslustundir eru frá mánudögum til föstudags og er hver kennslustund 50 mínútur. Kennararnir eru vel menntaðir og hafa mikinn metnað fyrir því að nemendur þeirra nái góðum árangri.

 

Í boði er intensive tungumálanámsskeið og er hægt að velja um 20 kennslustundir á viku í grunn ítölsku og einnig er í boði að taka 10 kennslustundir þar sem lagt er áherslu á tal. Fyrir þá sem kjósa heldur einstaklingskennslu, þá stendur það einnig til boða.  Fyrir þá sem vilja læra meira en ítölsku er boðið upp á samhliða tungumálanáminu að læra um menningu Ítalíu, ítalska matargerðarlist eða taka þátt í útiteikninámi. Hægt er að fá nánari upplýsingar um þessi námskeið hjá starfsfólki Nínukots.

 

Námskeið fyrir fólk eldra en 40 ára er einnig í boði. Kenndar eru 15 kennslustundir á viku samhliða fræðslu um sögu Ítalíu og svo er farið í ýmsar menningarferðir.

 

Verð 2019

Innritunargjald skóla €60 - eitt innritunargjald fyrir þá sem ferðast saman.

Kennslugögn 25 EUR


Verð á tungumálanámskeiðum bæði í Flórens og á eyjunni Elbu (20 klukkustundir)

Ítölskunámskeið

(20 kennslustundir)

Verð

1 vika

220€

2 vikur

390 €

3 vikur

570 €

4 vikur

675 €

Hver vika eftir 4. viku

170 €

12 vikur

1700€

Vika eftir 12. Viku.

140 €

Námskeið

Kennslustundir

Lengd

Ítölskunámskeið fyrir fólk eldra en 40 ára.

Upphafsdagar 6. maí og 2. september

Ítölskunámskeið, 15 kennslustundir + saga Ítalíu + menningaferðir + kennslubækur

1 vika (15 klst +)

2 vikur (30 klst +)

450 EUR

820 EUR

Elba + Flórens samsetning

Verð Flórens + Elba samsetning, í boði frá maí til september.

2 vikur 390 EUR

3 vikur 570 EUR

4 vikur 675 EUR

Hver auka vika 165 EUR

Innifalið er farmiði á milli með almenningsamgöngum (lest, bát).

Hægt er að byrja bæði í Flórens og á Elbu.

Gisting & verð

Í boði er að velja á milli heimagistingu, nemendaíbúða, íbúða eða hótela.  Flestir gististaðirnir eru í göngufjarlægð frá skólanum eða auðveldlega aðgengilegir með strætó. Gert er ráð fyrir að nemendur komi á sunnudegi og fari á laugardegi og miðast verðið við það fyrstu 4 vikurnar. 

Heimagisting
Einstaklings- eða tveggja manna herbergi eru í boði í heimahúsi. Morgunmatur er innifalinn í verði. Ef þess er óskað er hægt að fá kvöldmat. Lágmarksdvöl 1 vika.

Heimagisting verð: 

Einstaklingherbergi m/morgunmat 31 EUR á dag

Tveggja manna herbergi m/morgunmat 23 EUR á mann á dag

 

Einnig er hægt að fá kvöldmat hjá fjölskyldunni. Það kostar 10 EUR á dag. Þeir sem eru á sérfæði t.d. vegan greiða 15 EUR. Þetta er pantað sérstaklega. 

 

Tveggja manna herbergi er aðeins fyrir þá sem ferðast saman. Hinsvegar þurfa ekki báðir aðilar að vera á ítölskunámskeiði.

 

 

Nemendaíbúðir
Einstaklings- eða tveggja manna herbergi eru í boði í íbúð með öðrum nemendum eða húsráðanda (yfirleitt ungt fólk sem er að læra og/eða vinna).  Eldhús og baðherbergi er sameiginlegt með öðrum íbúum. Lágmarksdvöl 2 vikur.

 

Nemendaíbúðir verð: 

Einstaklingherbergi 20 EUR á dag

Tveggja manna herbergi 14 EUR á mann á dag

 Tveggja manna herbergi er aðeins fyrir þá sem ferðast saman. Hinsvegar þurfa ekki báðir aðilar að vera á ítölskunámskeiði.

 

Aðrir gistimöguleikar

Aðrir gistimöguleikar eru í boði t.d. eins til tveggja manna íbúðir og stúdio íbúðir fyrir einn, tvo eða fleiri einstaklinga. Þessi valmöguleiki býður upp á meiri lúxus. Hægt að fá nánari upplýsingar hjá starfsfólki Nínukots.

 

Annað

Gera þarf ráð fyrir að greiða fyrir notkun rafmagns, hita og internet um 40-85 EUR fyrir hverjar 4 vikur. Upphæð er í hlutfalli við notkun. Ef dvalið er styttra þá er upphæðin lægri.

Af hverju að velja þennan skóla?

Skólinn hefur getið sér frábært orðspor fyrir gæðakennslu og nútímalegar kennsluaðferðir. Kennsla er í boði á öllum stigum allt frá byrjendum í ítölsku til þeirra sem eru langt komnir. Margs konar áhugaverð námskeið eru í boði meðfram tungumálanáminu. 

 

.