Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Spænska / Kúba
25.1.2020 : 23:43 : +0000

Hvenær ætlar þú að fara?

Við bjóðum upp á tungumálanám allan ársins hring.  

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar

sími 561 2700

Höfuðborg: Havana

Stærð: 110.860 km2. 16. stærsta eyja í heimi

Mannfjöldi: 11.270.000

Tungumál:  Spænska er opinbert tungumál. 

Trúarbrögð: meirihluti kaþólskur 

Gjaldmiðill: Kúbanskur peso

Tímamismunur: -5 (GMT)

Rafmagn: 110/220V 60 Hz

Landsnúmer: +53

Þjóðhátíðardagur: 26. júlí

Forseti: Raúl Castro, bróðir Fidel Castro.

Stjórnarfar: Kommúnísk einræðisstjórn

Veðurfar:  Loftslagið er hitabeltisloftslag með heitum, rökum sumrum og mildum, þurrum vetrum. Regntímabilið er frá maí til október. Frá júní til október eru oft sterkir hitabeltisstormar á svæðinu. 

 

Hvernig kemstu til Kúbu?

Havana, Kúba

Stórmerkilegir hlutir eru að gerast á Kúbu, sem gerir þennan stað aldrei eftirsóttari að sækja heim heldur en einmitt núna.

 

Fyrstu viðbrögð ferðamannsins þegar hann hann lendir í Havana, höfuðborg Kúbu er að finnast hann kominn 50 ár aftur í tímann, í samfélag þar sem klukkan hefur stöðvast. Við blasa níðurníddar nýklassískar byggingar og um göturnar aka eðal amerískir kaggar frá 7. áratugnum. Þetta útsýni gerir Havana að samfelldri skemmtun að skoða fótgangandi. Á kvöldin ómar hin víðfræga kúbíska tónlist hvarvetna á götum úti hjá þessari tónelskandi þjóð og ekki spillir að Havana er öruggasta borgin að ferðast um í öllu Karíbahafi.

 

Í langan tíma hefur Kúba upplifað meiri háttar kollsteypur og vandamál. Afleiðingar af þungum refsiaðgerðum, sem fólust í viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbu, pólitísku landslagi sem þar ríkir, þ.e. kommúnískri einræðisstjórn og með falli Sovétríkjanna hafði þjóðin einangrast sem aldrei fyrr. Við blasti alvarlegur skortur á öllum sviðum. Sem andsvar við þessu hafa hin kommúnísku stjórnvöld slakað á járnklóm sínum á þjóðinni og í fyrsta sinn í nokkrar kynslóðir hafa verið opnaðir gluggar fyrir kapítalískum viðskiptaháttum. Nú geta Kúbverjar meðal annars átt eigin hús, stofnað einkarekin fyrirtæki í sumum geirum, bændur geta ræktað mat á eigin býlum, í stað þess að vera launamenn hjá hinu alls ráðandi ríki og þeir geta þjónustað og talað við erlenda ferðmenn. Ferðamenn eru hjartanlega velkomnir og er merkilegt til þess að hugsa að það verði kannski bara þeir sem muni bjarga efnahag kommúnismans á Kúbu.

 

Enginn veit hvert þetta mun leiða Kúbu til lengri tíma litið. Í dag þýðir þetta að aldrei hefur verið auðveldara og meira spennandi að fara til Kúbu og njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða. Þú bókstaflega sérð og upplifir breytingarnar, sem þegar eru orðnar og þær sem eru í uppsiglingu. Um leið kynnist þú ótrúlegu skipulagi, eina kommúníska ríkisins í allri Ameríku þar sem tíminn virðist hafa staðið í stað.

 

Með þátttöku nýtur þú þess að kynnast einu sérkennilegasta og mest spennandi landi heims í dag.

 

4 valmöguleikar eru í boði á Kúbu:

Val 1: Spænskunámskeið eingöngu

VAL 2. Spænskunámskeið og dansnám 1 eða 2 vikur

VAL 3. Spænskunámskeið, menningaferðir & danskennsla, 2 eða 4 vikur

VAL 4. Spænskunámskeið,3 menningarferðir, 2 strandferðir og sjálfboðastarf, 2 eða 6 vikur

 

Upplifðu ævintýrið, tvinnaðu saman nám, starf og leik - Þitt er valið!