Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Spænska / Kúba / Um skólann & námið
14.10.2019 : 0:50 : +0000

Helstu atriði...

Lágmarksaldur: 18 ára

Tungumálakunnátta: Ekki er nauðsynlegt að kunna spænsku.

Starfsreynsla: Ekki er krafist starfsreynslu.

Vegabréfsáritun: Sækja þarf um svokallað Tourist Card. Nauðsynlegt er að vegabréfið gildi allavega í 6 mánuði umfram áætlaðan dvalartíma. Athuga að það þarf vegabréfsáritun til Bandaríkjanna (ESTA), ef millilent er þar.

Lengd dvalar: 1 til 6 vikur eftir vali. 

VAL 1: 2 eða 4 vikur spænskunám, menningarferðir og dansnám.

Val 2: 1 eða 2 vikur spænsku og dansnám

VAL 3: 4 vikur spænskunám, menningarferðir og dansnám og 2 vikur sjálfboðastarf. Spænskukennsla er ekki á meðan á sjálfboðastarfi stendur (samtals 6 vikur).

Upphafstími: Hafðu samband við Nínukot.

Kennslustundir: VAL 1: Frá mánudegi til föstudags, 15 kennslustundir í viku frá 9:00 – 11:45, 3x45 mínútur, 15 mínútna hlé á milli. Val 2: 10 spænskukennslustundir á viku og 5 skipti danskennsla, í Trindad 10 klst kennslustundir á viku. Val 3: 15 kennslustundir á viku í Havana, Ekki spænskukennsla í sjálfboðastarfinu í þriðju og fjórðu viku. 

Menningarferðir, danskennsla, skoðunarferðir: 

VAL 1: 3 menningarferðir á viku, 2 dans kennslustundir á viku, 2 strandaferðir undir leiðsögn (fyrsta og önnur helgin). Þriðju helgina (4 vikna dvöl aðeins) er ferð til Vinales Valley (gist tvær nætur).

VAL 2: 5 sinnum í viku danskennsla 60 - 90 mínútur hvert skipti. Einkakennsla.

VAL 3: 3 menningarferðir og 2 danskennslustundir á viku meðan dvalið er í Havana, 2 strandarferðir undir leiðsögn (farið um helgi), helgarferð til Vinales Valley (gist tvær nætur).

Umsóknarfrestur: Best að bóka ekki síðar en 1- 2 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Máltíðir: Morgunmatur og hádegismatur innifalinn með gistingu í VAL 1, 2 (í Trinidad aðeins morgunverður) og 3 og kvöldmatur í VAL 3 í 3. og 4. viku sjálfboðastarfsins. Herbergi er deilt með öðrum. Mæting sunnudaga og brottför laugardaga. Sérherbergi ef óskað er, en það kostar aukalega og einnig þarf að athuga hvort sé laust.

Annað: Ertu opinn fyrir að kynnast einhverju nýju og allt öðruvísi? Hefurðu áhuga á að upplifa alveg ólíka lífshætti, sögu og menningu? Ertu sveigjanlegur og/eða forvitinn? Þá er verkefni á Kúbu alveg örugglega eitthvað fyrir þig!

Ummæli um ferðina á Kúbu...

,,Kúba einkenndist af mannlífi, strandferðum og salsa. Dásamlegt land sem er alveg ofboðslega ólíkt Íslandi og því spennandi að skoða'' - Sigrún

Um skólann & námið

Spænskuskólinn er í “Habana Vieja”, hjarta hinnar sögulegu gömlu Havana, en borgin hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO. Á þessu svæði er urmull af glæsilegum, nýklassískum byggingum þéttsetnum af íbúunum. Á götum niðri er hljómur frá tónlistarmönnum leikandi listir sínar á hinum fjölmörgu, heillandi börum sem eru á þessu vinsæla svæði. Umhverfið er mjög öruggt og þér mun fljótlega líða eins og þú sért heima hjá þér. Þarna finnur þú margar áhugaverðar verslanir til að skoða, sérviskuleg listasöfn og stóran hluta af menningararfleið Kúbverja, þar á meðal þjóðminjasafn Kúbu.

 

Kennslan

Kennslan fer fram frá mánudegi til föstudags frá 09:00 - 10:45, 10 kennslustundir á viku, 2x45 mínútur á dag ef þú velur spænska og dans, en ef þú velur spænska, dans og menning eða spænska, dans, menning og sjálfboðavinna er kennsla frá 9:00 - 11:45, 15 kennslustundir á viku, 3x45 mínútur á dag og er 15 mínútna hlé á milli þeirra. Þú hefur svo síðdegin, kvöldin og helgarnar til að njóta þess sem hægt er að gera og sjá á þessari undraverðu eyju. Kennslan fer fram á gististað.

 

Gisting á meðan tungumálanámi stendur

Þú munt búa í “Casa Particulare”. Það þýðir að íbúðareigandi hefur fengið leyfi ríkisins til að leigja út herbergi og halda eftir tekjunum af því. Herbergin eru fyrir 2-3 manns (fer eftir stærð herbergis). Innifalið er morgunmatur og hádegismatur og þú borðar í eldhúsi fjölskyldunnar. Þú hefur líka aðgang að sameiginlegu rými, stofu og svölunum með útsýni yfir ys og þys mannlífsins fyrir utan. Hægt er að biðja um sérherbergi gegn aukagjaldi. 

 

Í boði eru þrjár samsetningar á tungumálanámi:

VAL 1: Spænskunámskeið, menningarferðir og danskennsla: Í boði er að velja 4 vikna spænskunámsskeið ásamt 3 menningarferðum á viku með leiðsögumanni og 2 klukkustunda danskennslu. Aðeins 2 þátttakendur eru í hverjum danshóp.  Kennt er að dansa Salsa, Son Rueda de Casino, Mambo, Cha, Cha, Cha og Rumba. Kannski bætast svo við nokkur önnur þekkt spor. Að auki eru tvær ferðir á ströndina undir leiðsögn og helgarferð til Vinales Valley. Vinales Valley er á heimsminjaskrá UNESCO. Vinales dalurinn er í 3ja klukkutíma akstursfjarlægð frá Havana. Þar er einstakt landslag þar sem hefðbundnar aðferðir í landbúnaði, einkum tóbaksframleiðslu hafa lifað óbreyttar í margar aldir. Héraðið varðveitir einnig þjóðlegar hefðir í arkitektúr, handverki og tónlist.

Val 2: Spænska og dansnám: Spænskunámsskeið í eina eða tvær vikur ásamt því að fá danskennslu hjá sérmenntuðum danskennara. Það er hægt að velja staðsetningu í gömlu Havana eða í Trinidad eða báða staðina, 2 vikur á hvorum stað. Spænska er kennd á morgnana frá 09:00 til 10:45 mánudag til föstudags (2x45 mín) 10 tímar á viku og einkadanskennsla er eftir hádegi 15:00 til 16:30 í um það bil 60-90 mínútur í hvert sinn (fínn klæðnaður). Upphafsdagar fyrsti og þriðji mánudagur hvers mánaðar. Innifalið með gistingu er morgunverður eingöngu. Mæting laugardaga og brottför laugardaga.

VAL 3: Spænskunámskeið, menningarferðir, dans og sjálfboðastarf: Í boði er svo einnig að taka 4 vikna spænskunámsskeið í Havana og 2 vikna sjálfboðastarf. Þá er spænskunám fyrstu 2 vikurnar og 2 þær síðustu í Havana ásamt menningarferðum, dansi, strandarferðum og helgarferð til Vinales Valley.  Í 3. og 4. viku á meðan á sjálfboðastarfi stendur er ekki spænskunámsskeið.

 

Sjálfboðastarfið

Eftir að hafa notið tveggja vikna dvalar í Havana er tími kominn til að yfirgefa borgina og fara í sjálfboðastarfið í Punta Perdiz. Punta Perdiz er rétt fyrir utan sjávarbæinn Playa Giron í 200 km fjarlægð suðvestur af Havana.

Playa Giron varð heimsþekkt vegna innrásar Bandaríkjahers í Svínaflóa eða "Bay of Pigs" árið 1961. Sú innrás leiddi til fyrsta hernaðarósigurs Bandaríkjanna í Suður Ameríku. Þessi staður er í hjarta "Zapata Swamp", stærsta votlendis karabísku eyjanna og einn af hinum mörgu stöðum á Kúbu, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þarna er gnægð plantna, fugla og villtra dýra, sem mörg hver eru í útrýmingarhættu. Á meðan þú dvelur þarna muntu rannsaka þetta einstaka búsvæði og sögu í fylgd með sérfróðum leiðsögumönnum. Þú munt einnig heimsækja Laguna de Lesoro ("Treasure Lake"), Hatiguanico River basin, Montemar Great National Park, Playa Giron safnið, krókódíla býli og sumar af bestu ströndum Karíbaeyjanna.

Þrátt fyrir ýmsan misskilning um lífshætti Kúbverja þá hafa þeir nú gaman af að fara í frí. Um alla Kúbu finnast "Campismos" eða ríkisrekin farfuglaheimili fyrir Kúbverja í fríi að gista á. Erlendir ferðamenn mega venjulega ekki gista á þessum stöðum - alveg eins og Kúbverjar mega ekki gista á gististöðum reknum fyrir erlenda ferðamenn.

Það hefur hins vegar fengist leyfi til að hafa sérstöðu fyrir sjálfboðaliða. Því færð þú sem þátttakandi í þessu verkefni að gista í "Campismo" í Punta Perdiz. Þarna munt þú taka þátt í margs konar verndarstarfi og vistvænni ferðaþjónustu, sem m.a. byggist á frumkvæði sjálfboðaliðanna. Í samstarfi við alþjóðlegan köfunarskóla og Rauða Krossinn á staðnum tekur þú þátt í tilraun til verndar stranda og rifa. Þú munt einnig taka þátt í viðhaldsverkefnum svo sem að hressa upp á körfuboltaleikvöll og aðra staði þar sem íþróttir og leikir fara fram.

Þetta er sannarlega mikilvæg samvinna – að vinna með heimamönnum fyrir heimamenn. Náin samskipti við heimamenn er nauðsynleg - og þegar allt kemur til alls munu samskiptin við heimamenn líklega verða það sem gefur þér mest til baka. 

Þegar 4. viku lýkur er haldið til baka til Havana þar sem spænskunámskeiðið heldur áfram næstu 2 vikurnar ásamt menningarferðum og danskennslu, en einnig sjálfboðastarfi. Núna færðu tækifæri til að nýta þekkingu þína og reynslu af að vinna í hóp við önnur samfélagsleg verkefni. Þau geta verið breytileg og eru ákveðin með 4 vikna fyrirvara. það geta verið æskulýðsbúðir sem eru í 20 mínútna göngufæri frá gististaðnum. Búðirna þarfnast sárlega betri aðstöðu og aðstoð við uppbyggingu starfsins. Það er í skipulagi allra skóla á Kúbu að nemendur á aldrinum 9-14 ára verji 4 dögum á ári í æskulýðsbúðum á heimasvæði sínu. Í búðunum læra þau að tjalda og að bjarga sér í villtri viðáttunni. Nú eða við hinn goðsagnakennda box sal “Rafael Trejo Gimnasio”. Rétt við hornið á gististað þínum er elsti box klúbburinn í Havana. Þar hefur fjöldi ólympíumeistara verið þjálfaður. Kúbverjar hafa unnið 32 gullverðlaun á Ólympíuleikum fyrir þessa íþrótt. Box er önnur vinsælasta íþróttagreinin á Kúbu, næst á eftir körfubolta. Hér byrja ungviðin snemma að þjálfa, mörg þeirra eiga enga skó og hafa jafnvel ekki nóg að borða -  en þau halda áfram að mæta og æfa.

Aðstaðan hjá boxklúbbnum er léleg, en kennslan á heimsmælikvarða. Ólympíumeistarinn Hector Vinent Charon sem sjálfur hefur unnið tvisvar til gullverðlauna á Olympíuleikum rekur klúbbinn og kennir börnunum. Hlutverk þitt sem sjálfboðaliði er margvíslegt svo sem að hjálpa við að bæta innviði staðarins, t.d. að lífga upp á veggi inni og úti og að gefa jafnvel tæki.

 

Innihald & verð

Innifalið í verkefninu tungumálanám og sjálfboðavinna Kúba:

 • Handbók Nínukots
 • Aðstoð við bókun flugs ef óskað
 • VAL 1, 2 eða 3 (sjá fyrir ofan)
 • Morgunmatur, hádegismatur í Havana. Einungis morgunverður innifalinn í Trinidad
 • Gisting, herbergi deilt með öðrum
 • Kennsluefni 
 • Leiðsögn og tengiliður á meðan á dvöl stendur
 • Í VAL3 er kvöldmatur á meðan á sjálfboðastarfi stendur í Punta Perdiz og heimagisting (herbergi með baði deilt með öðrum) í Havana. Í sjálfboðastarfinu í Punta Perdiz er gist í strandskálum með sameiginglegu baðherbergi (vestræn salerni og sturtur). 

 

 Ekki innifalið:

 • Flug til/frá Kúbu
 • Flutningur til/frá flugvelli í boði gegn aukagjaldi (€30 hvora leið)
 • Bólusetningar
 • Heilbrigðis-, ferða- og ábyrgðartrygging
 • Vegabréfsáritun (Tourist Card)
 • Persónuleg innkaup, s.s. gjafir, drykkir, matur utan þess sem nefnt er í dagsskrá
 • Skoðunarferðir, menningarferðir, aðgangseyrir nema nefndar í dagsskrá

 

Verð

Spænskunám eingöngu, 15 klst/viku: 1 vika €315 (38.874 ISK)

Spænskunám og dans 1, eða 2 vikur: 1 vika €380 (46.896 ISK),

2 vikur €725 (89.472 ISK), 

Spænskunám, dans og menning 2 eða 4 vikur: 2 vikur €725 (89.472 ISK), 4 vikur €1420 (175.242 ISK) 

Tungumálanám, menning, dans og sjálfboðavinna, 2 eða 6 vikur: 2 vikur € 725 (89.472 ISK), 6 vikur: €2555 (315.313 ISK)

Aukanótt í Havana með morgunmat:  €25 (3.085 ISK)

Flutningur frá/til flugvelli, hvor leið €30 (3.702 ISK)

Flutningur frá Havana til Trinidad €30  (3.702 ISK)

 

 

(Gengi miðast við sölugengi Íslandsbanka 25.04.18 = 1 EUR = 123.41 ISK)