Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Club 50 + / Cape Town, Suður Afríka 30+
28.1.2020 : 2:00 : +0000

Helstu atriði...

Verkefni: Leikskólastarf og samfélagleg verkefni  í Cape Town

Staðsetning: Suðurskagi Cape Town við strandlengjuna með útsýni til Góðravonarhöfða (Cape Point)

Aldurstakmark: lágmark 30 ára, efri mörk ráðast af heilsufari

Starfsreynsla: Engrar sérstakrar reynslu er krafist, nema óskað sé eftir að hjálpa við sérþarfir. Ráðlagt er að lesa um Suður-Afríku og Höfðaborg (Cape Town) og að kynna sér hvað fólst í aðskilnaðarstefnunni og svo að lesa sér til um eyðni.

Vinnutími: Yfirleitt frá 4- 8 klst á dag.

Frítími: Frí um helgar, stundum unnið á laugardögum

Fæði og uppihald: Fullt fæði innifalið á virkum dögum

Dvalarlengd: 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 eða 12 vikur

Upphafsdagssetningar: fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar. Komutími í Cape Town á milli 7:00 og 17:00.

Vegabréfsáritun: Ekki er nauðsynlegt að sækja um vegabréfsáritun, aðeins að vera með gilt vegabréf og flugmiða tilbaka.  Við komuna til Suður-Afríku er gefinn út 90 daga ferðamannaáritun.  Nauðsynlegt er að vegabréfið gildi allavega í 6 mánuði umfram áætlaðan dvalartíma.

Umsóknarfrestur: Bóka þarf helst eigi síðar en 2 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Gisting: Gist í fullbúnu sjálfboðaliðahúsi á öruggum stað í Observatory, sem er heillandi bóhemskt hverfi stutt frá miðbæ Cape Town. Þar er stutt í veitingahús og bari með lifandi tónlist. Verslanir eru í göngufæri. Þú gætir deilt herbergi með einum eða tveimur öðrum. Aðgangur að þráðlausu neti og öryggishólif gegn smá gjaldi. Kokkur og ráðskona á staðnum. Rúmföt eru útveguð. Koma þarf með handklæði.

Annað: Viltu prófa eitthvað nýtt og öðruvísi?  Ertu sveigjanlegur?  Hefurðu gaman af nýju umhverfi og spennandi ævintýrum?  Þá er Suður Afríka landið fyrir þig!

 

Afþreying og ferðir í frítíma

Dæmi um verð á spennandi helgarferðum, sem möguleiki er að fara í þegar komið er á staðinn. Athugið að verðin geta breyst.

 

 • Safaríferð í hinu fallegu Hluhluwe og Umfolozi þjóðgörðum  (1000 Rand)
 • Fjögurra dag ljósmyndanámsskeið í Drakensberg Mountains (4800 Rand)
 • Helgarferð til Mozambique (3800 Rand)
 • Safaríferð til Tembe Elephant Park, sem er aðsetur stærstu fílanna í Suður - Afríku með skögultennur (1000 Rand)
 • Helgarferð til strandarinnar í St. Lucia (1000 Rand) til að skoða hvali (árstíðarbundnar ferðir, 900 Rand), verja tíma á ströndinni eða fara í bátaferð og sjá flóðhesta og krókódíla í nærmynd (300 Rand)

Cape Town, Suður-Afríka 30+

Cape Town, eða Höfðaborg, sem heimamenn kalla oft “Móðurborgina” er lífleg borg við fallega strandlengju. Við hana er tengd gríðarlega mikil saga sem mikið safn sögufrægra og áhugaverðra staða bera merki um. Hún er um leið nýtískuleg stórborg með blómstrandi næturlíf og góða veitingastaði. Í borginni finnur þú einnig einföld, einstök úthverfi með sérviskulegum mörkuðum og kaffihúsum. Hvort sem þú ert listamaður, ferðamaður, ævintýramaður, áhugamaður um villt dýr og náttúru eða matgæðingur þá er öruggt að Cape Town hefur eitthvað fyrir þig.

 

Í þessu sjálfboðaverkefni er menntun og stuðningur við varnarlaus börn og ungt fólk í brennidepli. Sum barnanna eru líka munaðarlaus. Kvennahópa er einnig stutt við sem vegna erfiðra aðstæðna eða misnotkunar dvelja í kvennaathvörfum.

 • Sem sjálfboðaliði muntu aðstoða á leikskólum við umönnun barna, sem standa höllum fæti og eru frá hverfunum Red Hill og Maisphumelele. Börnin  geta verið frá 6 mánaða aldri til 7 ára. Sjálfboðaliðar eru kærkomin viðbót við hin daglegu störf og umönnun á undirmönnuðum og illa búnum leikskólum.
 • Síðdegis gæti verið að þú tækir þátt í byggingar og viðhalds verkefnum innan samfélagsins t.d. að gera leikvelli, mála skólastofur, laga brotna glugga og dyr og gera garða.
 • Kvennathvarfið er kærleiksríkt heimili fyrir 6 konur á aldrinum 20-30 ára, sem hafa flúið frá hræðilegum aðstæðum. Þar eru einnig 21 munaðarlaus og viðkvæm börn á aldrinum 0-17ára. Sjálfboðaliðar aðstoða þar á margan hátt svo sem við að skipuleggja þroskandi leiki til að örva börnin, við íþróttir, að gera heimavinnuna, og skipulag og framkvæmd stuðningshópa fyrir konurnar.
 • Bókasafn samfélagsins er mjög mikilvægt og ekki aðeins til menntunar heldur til að halda börnunum af götunni. Misnotkun barna er algengust síðdegis eftir skóla og áður en forráðamenn þeirra koma heim frá vinnu. Bókasafnið verður því að hafa aðdráttarafl til að börnin komi svo sem að þar sé boðið upp á skemmtilega leiki og föndur, lestur,og aðstoð við heimanám. þar er vinna sjálfboðaliða kærkomin viðbót til aðstoðar.
 • Sem sjálfboðaliði gefst þér einnig tækifæri til að aðstoða börn og ungt fólk sem er með sérþarfir, það er ef þú hefur reynslu af þess konar starfi og þú vilt aðstoða við skóla þeirra að lágmarki 4 vikur.
 • Möguleiki er fyrir sjálfboðaliða að aðstoða á heimili fyrir eyðnismituð börn ef þú dvalið er í 12 vikur. Starfið á þessu heimili gefur börnunum von um að komast til þroska og öðlast betra líf. Á heimilinu er 21 barn á aldrinum 1 árs til 18 ára. Mörg þeirra hafa misst verulega úr skóla og þurfa virkilega á aðstoð og hvatningu að halda. Ef þú aðstoðar þar muntu taka þátt í að útbúa einstaklings og hópverkefni fyrir börnin. (Athugið: Aðeins í boði fyrir þá sem dvelja 12 vikur).

 

Innihald

 Eftirfarandi er innifalið í Sjálfboðavinna Cape Town, Suður Afríka:

 • Handbók Nínukots
 • Undirbúnings- og brottfararhandbók
 • Tekið á móti og hjálpað áleiðis frá/til flugvallarins í Cape Town til gististaðar. Komutími á milli 7:00 og 17:00.
 • Kynning í upphafi verkefnis til að kynna land, þjóð og svo verkefnin
 • Sjálfboðavinna að eigin vali
 • Ferðir á milli verkefna.
 • Tengiliður á meðan á dvöl stendur
 • Fæði 3 máltíðir á dag og húsnæði á meðan á dvöl stendur. Vikulegir þvottar og þrif.

Ekki innifalið:

 • Flug til/frá Suður Afríku
 • Símtöl og aðgangur að internetinu
 • Persónulegar þarfir,s.s gjafir, drykkir og snakk milli máltíða og helgarmatur
 • Vegabréfsáritanir
 • Bólusetningar
 • Ferðatryggingar 
 • Engar skoðunarferðir nema þeirra sé getið sé í dagsskrá

 

Verð

Skráningargjald 20.000 ÍSK

Hægt að dvelja 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 eða 12 vikur

 

Sjálfboðavinna leikskóli og samfélagsleg verkefni í Cape Town, Suður-Afríku

 

2 vikur: GBP 748, (154.088 ISK)

4 vikur: GBP 1150, (236.900 ISK)

6 vikur GBP 1495, (307.970 ISK)

8 vikur GBP 1860, (383.160 ISK)

10 vikur GBP 2465, (507.790 ISK)

12 vikur GBP 2830, (582.980 ISK eða 6940 ISK/dag)

 

(Gengi miðast við sölugengi Íslandsbanka þann 6.3.2015 = GBP = 206 ISK)