Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Enska / London
21.1.2020 : 6:01 : +0000

London

Ekki er svo ýkja langt síðan Bretland hafði yfir sér ímynd stöðnunar og grámyglu, - hefðardömur sitjandi með tebolla og gúrkusamloku án skorpu eða drottningin sjálf þrammandi um í tvídd og gúmmistígvélum frosin einhvern veginn í þriðja áratug síðustu aldar. Raunveruleikinn gæti ekki verið fjarri sanni! Saga Bretlands er löng og eflaust gat Elísabet I og allt enska kóngafólkið ekki ímyndað sér hvaða áhrif nýlendustefna þeirra myndi hafa á menningu, mat og mállýskur landsins. Íbúar heimsveldisins hafa komið alls staðar að og gert Bretland að einu mesta fjölmenningarsamfélagi heimsins. Því má nú finna þar nokkrar af mest spennandi borgum heimsins með frábæru skemmtanalífi, ótrúlegu úrvali af veitingastöðum, óendanlegan fjölda af menningarviðburðum og flottum verslunum. Og ef þú þreytist á þessu geturðu alltaf leitað út fyrir borgarmörkin, - í ekta breska smábæi eða í angandi græna sveitasæluna. Veldu enskunámskeið í heimsborginni London og kynnstu landi og þjóð, samhliða því að bæta enskukunnáttuna. Upplifðu the British Isles. Ekki hika, - því London bíður eftir þér!

Við bjóðum upp á enskunámskeið í London.

 

Nánar um skólann & námið