Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Enska / London / Um skólann & námið
27.1.2020 : 7:02 : +0000

Helstu atriði...

Lágmarksaldur: 16 ára +

Tímalengd: 1 – 51 vika

Hópstærðir: 10-14 nemendur í hóp. 

Kennslustundir: Kennslustundir eru 50 mínútur. Hægt er að velja um 20, 25 eða 30 kennslustundir á viku. Einnig eru í boði einkatímar.

Upphafsdagar: Alla mánudaga nema hann lendi á opinberum frídegi. Þá hefst hann daginn eftir.

Stöðupróf: Er tekið morgun fyrsta skóladags.

Umsóknarfrestur: 1 mánuður en best 2 mánuðir + til að vera öruggur um að geta komið á þeim tíma sem óskað er eftir.

Hópaskipting: Frá byrjendum til lengra komna.

Menningarviðburðir/frístundir: 

Skólinn stendur fyrir fjölbreyttum ferðum og afþreyingu utan skólatíma, sem nemendur geta valið um hvort þeir taka þátt í.

Frístundir, íþróttir & afþreying

Í London er margt í boði til að skoða og mikið um að vera. Listinn er endalaus ef telja á allt það sem borgin býður upp á. Lifandi og fjölbreytt mannlíf, söfn, listasýningar, tónleikar, leikhús, markaðir, skemmtistaðir, verslanir, garðar, sögulegar byggingar, veitingahús. Það er einnig auðvelt að kíkja út fyrir borgina á nágrannabæi eins og t.d. Oxford, Cambridge eða Brighton. Skólinn býður upp á skemmtilega afþreyingadagskrá og skipulagðar dagsferðir í eða utan við borgina. Starfsmenn frá skólanum eru heimamenn, sem þekkja borgina vel og vita um margt forvitnilegt, sem ekki er endilega að finna í ferðamannahandbókum. Dæmi um afþreyingu á vegum skólans eru heimsóknir á söfn og sýningar, bíóferðir, leikir, gönguferðir og tónleikar. Með þátttöku geta nemendur aukið enskukunnáttu sína í gegnum samskipti auk þess að njóta félagsskaparins.

Um skólann & námið

Tungumálaskólinn er staðsettur miðsvæðis í London og þó að hann sé í sögulegri byggingu þá styðst hann við nýjustu tækni þegar kemur að kennslu og miðlun til nemenda. Skólinn getur tekið við allt að 350 nemendum og er með 20 bjartar kennslustofur auk aðgangs að tölvum.

 

Hvort sem þú vilt nema ensku sem nýtist þér við daglegt líf, starf, nám eða ert á leið í próf þá býður skólinn upp á fjölbreyttar námsleiðir. Nemendum er skipt í hópa miðað við kunnáttu svo að allir fái viðeigandi kennslu og gefur smæð bekkja hverjum og einum nemanda tækifæri til að vera virkari þátttakandi í tímum.

 

Tungumálaskólinn státar af hæfum kennurum með dýrmæta reynslu. Þeir leggja áherslu á góða kennslu og persónuleg samskipti. Stuðst er við ýmsa tækni ásamt fjölbreyttum kennsluaðferðum til að nemendur nái góðum árangri. Lífleg og metnaðarfull kennsla hjálpar við að byggja upp sjálfstraust og færni í notkun tungumálsins.

 

Á fyrsta skóladegi fá nemendur upplýsingapakka, handbók, dagskrá og kynningu á skólanum og þeirri aðstöðu sem hann býður upp á. Í húsnæðinu er setustofa fyrir nemendur, bókasafn, kaffitería og frír þráðlaus netaðgangur. Auk þessa hafa nemendur aðgang að tölvustofu og námsaðstöðu. Námsefni er innifalið í námskeiðsverði. Stuðningur er veittur allan sólarhringinn ef á þarf að halda.

Námskeið, dagsetningar & verð

Í boði eru enskunámskeið í 20, 25 eða 30 kennslustundir á viku. Einnig er boðið upp á námskeið í Business English, IELTS, Cambridge Exam Course og einkakennslu. Námskeið hefjast alla mánudaga nema það sé opinber frídagur. Þá hefst námskeiðið daginn eftir, þriðjudag.

 

 

Verð 2019

Innritunargjald 50 GBP

Vikur

20  Essential

 

25 Standard

30 Intensive

1-11

£295

 

£335

£375

12-23

£275

 

£295

£335

24-35

£240

 

£260

£285

36+

£230

 

£190

£275

 

* Tryggingargjald v/bóka er £25. Það er endurgreitt ef bókum er skilað heilum aftur í lok dvalar.

 

 

 

 

Gisting, verð & annar kostnaður

 

 

Hægt er að velja á milli heimagistingar, stúdentagarðs og nemendaíbúða

 

Heimagisting

Heimagisting er alltaf meðal þess sem vinsælast er að velja. Hún býður upp á að aðlagast fjölskyldulífi og að æfa enskuna í enn ríkari mæli utan kennslustunda með gistifjölskyldunni.  Aðgangur er að baðherbergi og stofu. Rúmföt eru útveguð og skipt á þeim vikulega. Aðgangur er að þvottavél. Eins eða tveggja manna (ef tveir ferðast saman) herbergi er í boði. Hægt að velja um að fá morgunmat eingöngu og sjá um aðrar máltíðir sjálfur eða að fá hálft fæði, það er morgunmat og kvöldmat. Þetta er í raun einstakt val um leið og enskan er numin.

 

Verð á viku

Frá £165

*       Komudagar eru sunnudagar og brottfarardagar eru laugardagar

 

Stúdentagarður

Stúdentagarður eru svipaður og nemendaíbúðir, en býður upp á meira sjálfstæði. Þú býrð með öðrum nemendum í minna rými en þú hefur í nemendaíbúð. Hann er fullbúinn húsgögnum og er með sameiginlegt eldhús til notkunar. Stúdentagarður gefur þér tækifæri til að byggja upp ævarandi vináttu með sambýlingum þínum.

 

Nemendaíbúðir

Nemendaíbúðirnar bjóða upp á meira rými og að búa með öðru fólki, sem er í svipuðum hugleiðingum og kemur alls staðar að. Þær eru nýtískulegar og oft er þar móttaka opin allan sólarhringinn, aðgangur er að eldhúsi, þvottay.ence - these teranational mealeldhus  brottfarardagar. The placement was completed successfully.ence - these teranational mealaðstaða, hjólreiðageymsla, setustofa, og þráðlaus, netaðgangur er á herbergjum. Í boði eru eins manns herbergi nema á stúdentagarði er einnig hægt að velja tveggja manna herbergi og eins í sumaríbúðum fyrir 16 og 17 ára. Rúmföt eru útveguð. Hægt að velja á milli standard herbergis og premium herbergis og eru bæði með sérbaðherbergi. Premium herbergi fylgir aðgangur að heilsurækt. Nemendur sjá um sig sjálfir með máltíðir.

Stúdentagarður og nemendaíbúðir eru í þægilegri fjarlægð frá tungumálaskólanum.

*       Tryggingagjald er £100 (fæst endurgreitt við brottför)

*       Sunnudagar eru komudagar og laugardagar brottfarardagar.

Verð á viku

Frá £195 

 

Senda fyrirspurn