Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Spænska / Ecuador / Um námið og dagskrána
18.11.2019 : 18:53 : +0000

Um námið og dagskrána

Laugardagur: Mætt til landsins, flutningur frá flugvelli og gist á farfuglaheimili í Quito. Morgunverður.

Sunnudagur: Frídagur til að skoða borgina. Gisting á farfuglaheimili (hostel). Morgunverður.

Mánudagur – föstudags: Spænskukennsla hefst. 4 klukkustundir á dag. Kennt í hópum. Þriðjudagsmorguninn er einkakennsla í salsa dansi og föstudagseftirmiðdag er skoðunarferð um borgina með leiðsögn. Heimagisting og máltíðir innifaldar.

Laugardagur: Spennandi hjólreiðatúr til Cotopaxi, næst hæsta, virka eldfjalls í heimi í um 50 km fjarlægð frá Quito. Gisting á farfuglaheimili í Quito.

Sunnudagur – föstudags: Með almenningssamgöngum (ekki innifalið í verði) er farið til Puerto Quito (um 140 km leið frá Quito) þar sem er 20 klst. spænskukennsla og skoðunarferðir alla dagana um svæðið. Dvalið í hitabeltisskógi í Puerto Quito. Allar máltíðir innifaldar frá sunnudagskvöldi.

Laugardagur: Frjáls dagur til að ferðast til baka til Quito. Gisting á farfuglaheimili.

Sunnudagur: Ferð með almenningsvagni (fargjald ekki innifalið) til Lago Agrio. Gisting á látlausu hóteli.

Mánudagur – föstudags: 5 dagar/4 nætur, frumskógaferð til Jamu Lodge í Cuyabeno, sem er friðland villtra dýra (er annað stærsta af 45 þjóðgörðum og verndarsvæðum í Ecuador). Einstök reynsla af frumskógi Ecuador, gisting (heimavist), ferðir, leiðsögumaður og máltíðir innifaldar. Föstudag er farið til baka til Quito og gisting á farfuglaheimili.

Laugardagur: Frjáls dagur. Gisting á farfuglaheimili.

Sunnudagur – föstudags: Ferð með almenningssamgöngum (ekki innifalið) til Montanita, sem er í um 180 km norðvestur af Guayaquil Spænskunámsskeið 20 klst og brimbrettanámskeið. Gisting í heimavist; cabana. Hægt að velja Galapagos í stað Montanita síðustu vikuna.

Laugardag: Ferð lýkur Nú er hægt ef óskað er eftir að fara í sjálfboðastarf t.d. til Galapagos og fljúga beint frá Guayquil eða ferðast til annarra staða í Ecuador.

 

Opens internal link in current windowInnihald og verð