Viltu gerast au pair og verða hluti af erlendri fjölskyldu?

Ef þú ert á aldrinum 18 til 26 ára, talar góða ensku og finnst gaman að vinna með börnum þá ættir þú að athuga möguleika þína að gerast au pair og kynnast þannig nýrri menningu frá fyrstu hendi.

Við bjóðum upp á að gerast au pair í mörgum löndum í Evrópu og einnig í Norður – Ameríku. Kynntu þér málið.

Af hverju að taka þátt?

Þú styrkir sjálfsvitund þína og sjálfstraust

Þú lærir nýtt tungumál

Þú kynnist nýjum siðum og menningu

Þú lærir um aðra lífshætti og viðmið

Þú kynnist heimamönnum frá fyrstu hendi

Þú færð leiðsögn um staðhætti og upplýsingar um hvað er merkilegt að gera og sjá

Þú eignast vini til lífstíðar

Þú ferðast með tilgangi

Þú færð upplýsingar um aðrar au pair á svæðinu

Þú ert með öryggisnet 24/7 og færð aðstoð ef þarf

Þú færð meira til baka en þú bjóst við

 

sjálfboðastarf+ferðalag