Fyrsti alþjóðlegi au pair dagurinn er 24. nóvember 2019.

Nú styttist í hinn fyrsta alþjóðlega au pair dag. Honum verður fagnað um víða veröld með alls konar fundum, uppákomum og menningarviðburðum. Hér á Íslandi verður honum fagnað á þjóðlegu nótunum og au pair samfélagi Nínukots boðið í heimsókn í Perluna að sjá undur Íslands. Vonandi sjá sem flestar au pair sér fært að koma og fagna því að vera au pair á Íslandi á þessum merkilega degi. Að taka þátt í menningarskiptaverkefni eins og au pair er ómetanleg og dýrmæt reynsla bæði fyrir au pair og gistifjölskyldur.

Close Menu