Menu
Blog
Fyrsti alþjóðlegi au pair dagurinn er 24. nóvember 2019.
- Svanborg Óskarsdóttir
- October 31, 2019
- No Comments
- Categories - Au pair
Nú styttist í hinn fyrsta alþjóðlega au pair dag. Honum verður fagnað um víða veröld með alls konar fundum, uppákomum og menningarviðburðum. Hér á Íslandi verður honum fagnað á þjóðlegu nótunum og au pair samfélagi Nínukots boðið í heimsókn í Perluna að sjá undur Íslands. Vonandi sjá sem flestar au pair sér fært að koma og fagna því að vera au pair á Íslandi á þessum merkilega degi. Að taka þátt í menningarskiptaverkefni eins og au pair er ómetanleg og dýrmæt reynsla bæði fyrir au pair og gistifjölskyldur.
Au pair
Viltu gerast au pair og verða hluti af erlendri fjölskyldu?
Ef þú ert á aldrinum 18 til 26 ára, talar góða ensku og finnst gaman að vinna með börnum þá ættir þú að athuga möguleika þína að gerast au pair og kynnast þannig nýrri menningu frá fyrstu hendi.
Við bjóðum upp á að gerast au pair í mörgum löndum í Evrópu og einnig í Norður – Ameríku. Kynntu þér málið.
Af hverju að taka þátt?
Þú styrkir sjálfsvitund þína og sjálfstraust
Þú lærir nýtt tungumál
Þú kynnist nýjum siðum og menningu
Þú lærir um aðra lífshætti og viðmið
Þú kynnist heimamönnum frá fyrstu hendi
Þú færð leiðsögn um staðhætti og upplýsingar um hvað er merkilegt að gera og sjá
Þú eignast vini til lífstíðar
Þú ferðast með tilgangi
Þú færð upplýsingar um aðrar au pair á svæðinu
Þú ert með öryggisnet 24/7 og færð aðstoð ef þarf
Þú færð meira til baka en þú bjóst við
