St Lucia, Zululand - Bágstödd börn

Þú býrð við ströndina umkringd mest töfrandi dýralífi Afríku. Þegar þú menntar og styður við munaðarlaus og bágstödd börn og fjölskyldur þeirra í fátækum afskekktum þorpum Suður Afríku öðlastu lífsreynslu sem hefur áhrif á þig til lífstíðar. Með þátttöku leggur þú þitt fram til betri og bjartari framtíðar þeirra.

Halló

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • aðstoða í leiksskóla, þar sem þú veitir þorpsbörnunum kærleiksríka umönnun, menntun og skemmtun og þannig fá þau jákvæða byrjun á skólagöngu.
 • Nota orku þína og áhuga og hjálpa eftir skóladag í frístundaklúbbi fyrir munaðarlaus börn.
 • Styðja við og veita Zulu fjölskyldum sem berjast í bökkum aðstoð.
 • Verja helgum í safaríferðir, að sjá út fíla, ljón, nashyrninga undir stjörnubjörtum himni eða fara í einhverja af þeim fjölmörgu skoðunarferðum sem eru í boði á svæðinu.
 • Búa á svæði þar sem hvergi er meira af flóðhestum og krókódílum í allri Suður Afríku. St Lucia er líflegur hitabeltis ferðamannastaður. Það er aðeins stutt ganga að hinu hrífandi og hlýja Indlandshafi með langri strandlínu og allt umkring er náttúran.
   

Staðsetningin

St. Lucia

St Lucia, Zululand er strandparadís í Suður Afríku, heitt allt árið, heimili flestra flóðhesta og krókódíla á landinu og villt dýralíf er á hverju horni. Ímyndaðu þér að vakna við að api sé að snapa sér morgunverðinn þinn, sjá flóðhesta steypa sér í ána og eyða kvöldunum undir stjörnum himins í  safaríökuferð um sum af verndarsvæðum Afríku og verða þannig áhorfandi að allt frá hlébörðum til villisvína. Á milli hefur þú svo tíma til að kynnast því áhugaverðasta fólki sem þú nokkurn tíma munt hitta: Hinum hefðbundnu Zulu þorpsbúum sem þú munt vinna sjálfboðastarfið með daglega.

Umhverfið

Zululand er svæði sem er enn stjórnað að konunglegri Zulu fjölskyldu. Í kringum hitabeltisferðamanna bæ St Lucia er fjöldi þorpa, fátæk og vanþróuð og í sárri þörf fyrir úrræði. Þar koma sjálfboðaliðar inn með mikilvæga aðstoð og leggja hönd á plóg við menntun og heilsugæslu.

Allt umhverfis ferðamannabæinn St Lucia eru sláandi heimsminjar af löngum, ósnertum ströndum, gríðastórar sléttur fullar af töfrandi, villtu dýralífi og endalausar ár og vötn. Svo þitt er valið hvort þú vilt fara í sjóinn og sjá hvali eða skjaldbökuungviði eða taka þátt í safaríferð og reyna að spotta hinn sjaldgæfa svarta nashyrning. Þetta er allt við bæjardyr þínar.

 

 

Gistingin

Fyrir ævintýragjörnustu sjálfboðaliðana gæti ferð til Mozambique að synda með háhyrningum verið spennandi val eða kafa og snorkela í heitu Indlandshafinu. En einnig er notalegt að dvelja í hinu fallega, fullbúna sjálfboðaliðahúsi og fá sér hefðbundinn suður afrískan Braai (BBQ) flatmagandi undir ómenguðum, heiðskírum himni og slaka á með hinum sjálfboðaliðunum og starfsfólkinu.

En hafðu augun opin fyrir flóðhestum sem koma vaggandi í gegnum þorpið á hverju kvöldi.

tímalengd verkefnis

Hægt er að taka þátt í 2 til 12 vikur. Upphafsdagsetningar eru annan hvern sunnudag.

Vinnan og gildi hennar

Dagheimili

Unnið er á 9 mismunandi dagheimilum í afskekktum þ0rpum umhverfis St Lucia svæðið. Hvert heimili sér um 40-80 fátæk og þurfandi börn. Þessum heimilium er stjórnað af konum með næstum enga formlega þjálfun, en þær hafa mikla ástríðu og hjartalag til að veita menntun í hvaða mynd sem er sem getur hjálpað börnunum áfram í lífinu.  Sjálfboðaliðar veita daglega aðstoð á þessum heimilum í formi leikja, menntunar og  samskipta til að bæta enskukunnáttu, læsi, talnaskilning og hreyfifærni. barnanna. Með stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða fá börnin jákvæða byrjun sem undirbýr þau fyrir grunnskólann.

Fjölskylduhjálpin

Hlutfall smitaðra af HIV og TB er hátt í þorpunum og þar að auki er takmarkaður aðgangur að heilsugæslu og menntun. Því horfast margar fjölskyldur i augu við mikla neyð og þurfa aðstoð sem er ekki veitt nægilega á svæðinu. Sjálfboðaliðar koma inn þar sem mögulegt er og aðstoða fjölda fjölskyldna hvort sem það er í formi heimilisaðstoðar, byggingarvinnu, garðyrkju, þrifum, viðhaldi eða að vinna með ungum börnum svo bæti megi grunninn fyrir menntun og síðar vinnu og tekjuöflun. Fram að þessu hafa unnist margir litlir sigrar svo sem betri aðgangur að hreinu drykkjarvatni, sjálfbærir garðar, betri rúm og dýnur, viðbótarherbergi fyrir fjölskyldur, matargjafir, aðstoð við skráningu í skóla og skólabúninga.

Lesklúbbar

Uppáhald allra sjálfboðaliða og starfsmanna, lesklúbburinn fer fram í miðju þorpsins í skipsgámi sem var gefinn og málaður í björtum litum. Honum var breytt í bókasafn. Börn á öllum aldri og á alls konar getustigi koma úr þorpinu til að lesa með sjálfboðaliðunum, drekkka í sig nýja þekkingu og bæta enskukunnáttu sína. Þau eru mjög áhugasöm við að vinna að lestrarframgangi sínum og ná brons, silfur, gull, demanta eða hvítagulls stigi. Lesklúbburinn hefur skapað ást á námi hjá þessum börnum og bætt lestrargetu þeirra og sjálfstraust við að tjá sig sem hefur aftur gríðarleg áhrif á skólagöngu þeirra og framtíðartækifæri.

Viðbótar starf

Jafnt og þátttaka í hinu mikilvæga megin sjálfboðastarfi þá færð þú tækifæri til að taka þátt í fjölda annarra mikilvægra og langtíma samfélagslegra þróunarverkefna í hverri viku. Það er t.d HIV/AIDS bekkjarkennsla í grunnskólum, mæðra og barna stuðningur, hópbyggingar, landbúnaður og viðhald húsa og skóla.

Sjálfboðastarf Kenya

Frítími og ferðir

Sjálfboðastarf Zululand

Skemmtikvöld

Þegar verkefnum dagsins er lokið þá er heilmikið hægt að gera í kringum bæinn eða njóta þess að vera heima í sjálfboðaliðahúsinu eins og t.d. spila alls konar spil eða horfa á mynd. Ef þig langar að skoða bæinn þá getur þú farið í líkamsrækt, farið í Thai nudd, fengið þér vínglas við sjóinn, virt fyrir þér sólarlagið eða farið í ökuferð að skoða flóðhesta. Vikulega er spurningakeppni til að safna fjármagni í góðgerðarstarf og stundum er kvöldunum eytt í setustofunni við að skipuleggja daginn á eftir.

Sjálfboðastarf Zululand

Dýralíf

Aðeins stutt frá er iSimangaliso Wetland Park sem er kjörinn fyrir meiriháttar skoðunarferðir og einnig nálæg, heimfræg verndarsvæði þar sem hægt er að fara í endalausar safaríferðir. Auk venjulegra ökuferða að skoða villt dýr þá getur þú farið í bátsferð að sjá flóðhesta og krókódíla á ármynninu, farið í hestareiðtúr á ströndinni eða farið í næturökuferð í Thanda garðinum sem er rétt hjá.  

Sjálfboðastarf Zululand

Menning

Þótt sjálfboðastarfið veiti þér frábær tækifæri að kynnast Zulu menningu þá getur þú farið að horfa á Zulu dans, smakkað heimalagaðan Zulu bjór, farið í menningarferð í þorpið og fengið þér hefðbundna Zulu máltíð. Það eru margar handunnar og fágætar vörur til sölu í bænum og í aðeins 5 mínútna göngufæri.

Sjálfboðastarf Zululand

Viðbótarferðir

Helgarferðir geta verið einnar nætur ferð í Thanda garðinn til að kynnast fílum betur. Þú getur einnig farið til Mozambique í tveggja daga ferð þar sem þér býðst gómsætur sjávarmatur, getur synt, snorkelað eða bara flatmagað og notið sólarinnar. Það eru einnig fjölmargar ferðir í boði upp alla ströndina sem þú gætir kosið.

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
1298531452641
262322191728129201815
31191629
2623
30

Upphafsdagar eru annan hvern sunnudag alla mánuði ársins nema í desember. Ef upphafsdagur 29. nóvember er aðeins hægt að dvelja 2 vikur vegna jólaleyfa.

Verð: 2 vikur €1175, 4 vikur €1825

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Flutningur til/frá flugvelli
 • Gisting á meðan á dvöl stendur í sjálfboðaliðahúsi í St. Lucia – öruggt, þægilegt og líflegt hús deilt með starfsfólki og öðrum sjálfboðaliðum.
 • 3 máltíðir á dag, ekki máltíðir um helgar
 • Stuðningur og aðstoð frá starfsfólki og verkefnastjóra
 • Þjálfun og gögn sem þú þarfnast við sjálfboðastarfið
 
 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Áritun
 • Helgarferðir eða aðrar ferðir, sem eru ekki nefndar í dagskrá
 • Snakk, gosdrykkir, gjafir eða minjagripir
 • Þvottar
 • WiFi – Það er hæggengt

Hafðu Samband