3 lönd - 2 mánuðir - sjálfboðastarf og ferðalög

Ertu klár?

Ævintýraleg ferð með leiðsögn þar sem ferðast er til  þriggja landa á tveimur mánuðum. Ekið og flogið og tímanum skipt á milli sjálfboðastarfa, ferðalaga og afþreyinga í góðum félagsskap. Þú færð einstakt tækifæri til að kynnast heimamönnum í mismunandi löndum nánar heldur en mögulegt væri ef þú værir bara venjulegur ferðamaður. Þú kynnist öðrum alþjóðlegum sjálfboðaliðum sem deila með þér sama áhuga á Afríku.

Taktu þátt í þessari miklu ævintýraferð og

 • Sjáðu allt það besta sem Suður Afríka, Zambia og Zimbabwe hafa upp á bjóða og veittu hjálparhönd í leiðinni.
 • Öðlastu þekkingu um þroskaferli ungra barna, sjálfbærri byggingarlist, dýraverndun, rekja dýraslóðir, ljósmyndun, kennslu, tungumáli, menningarnæmni, allt í einni ferð. 
 • Njóttu eins af hinum sjö nýju undrum veraldar með því að ferðast með togvíralest upp Table Mountain og kynnstu þessum líffræðilega suðupotti.
 • Heimsæktu Robben Island sem er á heimsminjaskrá UNESCO og hefur orðið tákngerving kúgunaraðskilnaðarstefnu stjórnvaldaSuður Afríku og kíktu á klefann sem Nelson Mandela í 18 ár var fangelsaður í.
 • Farðu í ferð til Garden Route í Suður Afríku í hvalaskoðun, kajakróður, göngu, bjór og vínsmökkun og fleira. Einnig er farið til syðsta odda Suður Afríku og í hellaskoðun í Cango Caves.
 • Vertu hluti af daglegri rannsóknarferð að skoða “hin stóru 5” (fíla, ljón, hlébarða, vísunda og nashyrninga) svo safnast megi mikilvægar upplýsingar sem vernda þau fyrir veiðiþjófum, hungri og dauða vegna rangra upplýsinga.
 • Rannsakaðu svæðið í kringum “Greater Kruger” með því að heimsækja “Blyde River Canyon”,  heillastu af sýn “Panorama Route” og farðu að auki í safaríferð í hinn heimsþekkta Kruger þjóðgarð.
 • Gríptu andann á lofti við sýn eins hinna sjö náttúru undra veraldar, Victoria Falls, stærsta foss í heimi. Hann er rétt við landamæri Zambia og Zimbabwe.
 • Ferðastu með öðrum sjálfboðaliðum alls staðar að úr heiminum sem eru svipað sinnis og þú.

Dagskráin

Cape Town, Suður Afríka (21 dagur)

Velkominn í móður borgina þar sem ert sóttur á flugvöllinn og kynntur leiðsögmanni þínum og ferðafélögum. Fyrstu 3 vikur þína í Afríku muntu dvelja í sjálfboðaliðahúsi á milli bylgjandi sjávarfalla og Table Mountain. Þú munt verja dögunum í verkefnum í nágrenninu þar sem þú munt styðja við ungmenni sem standa höllum fæti. Frítíma þínum getur þú varið við að skoða fjölmenningalegu miðstöð; farið á sjóbretti, farið í fallhlífarstökk eða svifflug, verslað á mörkuðum, skoðað listasöfn, farið út að skemmta þér eða lært eitthvað af hinum mörgu tungumálum heimamanna.

Garten Route, Suður Afríka (6 dagar)

Garten Route er 180 mílna strandlína í Suður Afríku og er álitin ein af fallegustu leiðum í heimi. Á þessari leið muntu heimsækja Hermanus, Cape Agulhas, Knysna, Tsitsikamma og Addo fílagarðinn. Í ferðinni getur þú farið í hvalaskoðun, heimsótt syðsta tanga Afríku, séð mörgæsa nýlendu, farið í kajakferð í miðjum frumskógi, safaríferð, notið vínsmökkunar, rannsakað Cango hella, og farið í teygjustökk (ef þú ert nógu hugrakkur). Auk þessa getur þú bætt við valkvæmri afþreyingu.

Gist er í nokkrum af bestu farfuglaheimilum Suður Afríku.

Krugersvæðið, Suður Afríka (14 dagar)

Og aftur af stað. Í þetta skipti er áfangastaður Greater Kruger svæðið í Suður Afríku. Tíma þínum hér verð þú í að safna mikilvægum gögnum um afrísk dýr sem eru í útrýmingarhættu. Þar á meðal eru ljón, fílar, nashyrningar og hlébarðar. Þú munt nota nákvæmar einkennisskrár til að þekkja einstök dýr og taka þátt í námskeiði um ljósmyndun villtra dýra. Einnig muntu vinna með ungmennum í lesklúbbum, í skriðdýramiðstöð, læra um Shangaan tungumál, fara í “kloofing”, læra um nashyrningarán, fjarlægja gildrur og fara í stjörnuskoðun. Gist er í sjálboðaliðabúðum umkringdum víðerni Afríku.

Livingstone, Zambia (14 dagar)

Minna en tveggja tíma flug frá Jóhannesborg er til næsta áfangastaðar, Livingstone í Zambia. Það er þekkt fyrir að vera eitt það öruggasta í heiminum og eitt af þeim fallegustu. Í viðbót við að vera heimili hinna óviðjafnanlegu Victoria fossa er það himnaríki fyrir villt dýr. Verkefni þitt hér er að aðstoða við margvísleg byggingarverkefni og svæðahreinsun með því að búa til vistvæna múrsteina, fylla plastflöskur af mjúkum plastúrgangi og nota sem byggingarefni. Einnig aðstoðar þú við menntun barna í nágrenninu. Nægur tími er samt fyrir skemmtun svo sem að fara í safarí í Mosi-oa-Tunya þjóðgarðinn og rekja hvíta nashyrninga eða dýfa sér í “Devil´s pool í Victoria fossunum.

Victoria Falls, Zimbabwe (1 dagur)

Hoppaðu yfir landamerkin yfir til Zimbabwe og sjáðu hina tignarlegu Victoria fossa hinum megin frá. Eftir að búið er að dást  að hinu freyðandi náttúrundri veraldar færðu tækifæri til að fá smá nasasjón af lífi Zimbabwe búa. Að degi loknum eftir að hafa séð og heyrt þennan hluta heimsins er haldið til baka til Livingstone og síðasta kvöldinu varið í að njóta hlýju og kyrrðar Livingstone.

Hvað er innifalið í verkefnagjaldi

 • Sjálfboðastarf á þeim stöðum sem sóttir eru heim
 • Toglestarferðin upp á Table Mountain, Cape Town
 • Ferðin til Robben Island, Cape Town
 • Ferðir í bæjarsamfélögin í Cape Town
 • Ferð til Cape Peninsula, Cape Town
 • Vínsmökkun, Garden Route
 • Hellaævintýri í Cango Caves, Garden Route
 • Kajakróður í villtri náttúru þjóðgarðs Garden Route
 • Dýraskoðun í Addo fílagarðinum, Garden Rout
 • Panorama Route, Stór Kruger svæðið
 • Safaríferð, Kruger þjóðgarði
 • Nashyrningasafaríganga, Livingstone
 • Devil´s pool, Livingstone
 • Victoria Falls, Livingstone
 • Leiðsögn og utanumhald alla ferðina
 • Gisting alla 2 mánuðina
 • Innanlandsflug og flutningur til og frá áfangastöðum
 • Allar máltíðir (nema um helgar í Cape Town og Livingstone
 • 24/7 stuðningur starfsfólks sem þú býrð og vinnur með á þeim stöðum sem þú tekur þátt í sjálfboðastarfi
 • Þvottar og netaðgangur ái sjálfboðaliðahúsunum

Ekki innifalið:

 • Flug við komuna og við lok ferðarinnar
 • Ferðatryggingar
 • Áritanir
 • Snakk, drykkir, gjafir, minjagripir og persónulegar þarfir
 • Máltíðir um helgar þegar dvalið er í Cape Town og Livingstone
 • Valkvæmar ferðir sem eru ekki nefndar í dagskrá.

Dagsetningar og verð 2020:

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
610964163752-
1324232018151310211916-
27292017-
2724-
31-

Verð 8 vikur: € 7589

Hafðu Samband